Inga Sæland hellir sér yfir Semu Erlu Jakob Bjarnar skrifar 2. mars 2017 11:10 „Ég svara helst ekki fíflum. En, ég hvet fólk til að lesa áður en það fer að rífa kjaft. Ég er löglærð, ég er að tala um fordæmi, ég er að tala um fólk sem er hér í landinu sem er fordómalaust að fái hér búseturétt. Ég er ekki að tala um hópa sem þarf að taka utan um,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins í samtali við Vísi. Ljóst má vera að Ingu er stórlega misboðið vegna skrifa Semu Erlu Serdar framkvæmdastjóra sem sakar hana um að vilja etja saman tveimur bágstöddum hópum, en Inga hafði áður tjáð sig á Facebook-síðu sinni þess efnis að vert væri að það fé sem fer til hælisleitenda færi heldur til þeirra Íslendinga sem ekki eiga til hnífs og skeiðar. „Í þessu ofsaveðri búa einhverjir meðbræður okkar í hjólhýsum í Laugardalnum og enn aðrir eru algjörlega án nokkurs skjóls. Þetta eru efnahagslegir flóttamenn í eigin landi, fátækastir í orðsins fyllstu merkingu og eiga virkilega bágt,“ skrifaði Inga.Inga sögð ala á útlendingahatriSema Erla hefur meðal annars vakið athygli fyrir baráttu sína við fordóma gegn útlendingum og gegn hatursorðræðu á netinu. En hún telur Ingu ekki eiga neitt gott skilið á þeim vettvangi: „Það er gjörsamlega óþolandi að sjá svokallaða stjórnmálamenn ítrekað tala með þessum ömurlega hætti. Getur formaður flokks fólksins virkilega ekki barist gegn fátækt (sem vissulega er til háborinnar og ævarandi skammar) án þess að ala á fordómum og hatri í garð hælisleitenda í leiðinni?“ spyr Sema Erla í harðorðum pistli sem hún birti í gær við góðar undirtektir á Facebook. „Ef Inga Sæland vill láta taka sig alvarlega sem forystukonu stjórnmálaafls sem eitthvað er varið í ætti hún að hætta að keppa við þjóðernissinna og útlendingahatara um stuðning og einbeita sér að því sem skiptir máli, að útrýma fátækt á Íslandi!“ Ljóst má vera að Ingu finnst alveg yfirgengilegt að fá annað eins og þetta í andlitið – tilhæfulaust og ómaklegt. Hún segist hafa skrifað pistil sinn í kjölfar þess að hafa horft á viðtal við Sigríði Andersen innanríkisráðherra þar sem málefni hælisleitenda voru til umræðu. Þar er um gríðarlega ofvaxinn verkefnapakka að ræða sem takast þarf á við. Sprenging í tölum þeirra sem hingað hafa leitað, fólk sem veit að það fær ekki að vera hér en kemur samt og hvað veldur því? Tölfræði útlendingastofnunar segja að 354 komu til Íslands 2015 en 1134 komu 2016. Í fjárlögum var gert ráð fyrir tvöföldun en þetta fer fram úr öllum áætlunum.Ofboðið að vera vænd um mannvonsku„Sprenging án þess að nokkur fordæmi séu fyrir því að takast á við þetta, við höfum hvorki mannskap til þess né fjármagn. Ég er ekki að tala um mannvonskuna þegar við erum að reka fólk í burtu í skjóli nætur, fólk sem við þurfum virkilega að hjálpa. Það er ekki til í mér mannvonska. Ef fólk kann að lesa þá ætti það kannski að lesa. Ef hún ætlar fólki það að vita ekki hvað fordæmi er þá get ég ekki hjálpað henni. Enginn er eins miður sín eins og ég hvernig farið var með unga manninn sem var ofsóttur heima hjá sér, kom hingað, þurfti á hjálp að halda, og honum var hent út og við fleygðum honum til Ítalíu – sendum hann aleinan og auralausan í ókunnugt land. Það kalla ég mannvonsku,“ segir Inga. Henni er reyndar ofboðið að þurfa að standa í þeim sporum að svara fyrir meinta vonsku. „Að ég sé að mæla einhverri mannvonsku bót. En þetta fólk ... þetta eru fífl og ég get ekki hjálpað því.“Hefur ekki mikið álit á Semu ErluInga segist reyndar sjá á netinu að það sé meiri hluti fólks að taka upp hanskann fyrir hana þó hún fái það óþvegið á öðrum bæjum í kjölfar skrifa Semu Erlu. „En, ef maður fengi einhvers staðar tækifæri á að hitta hana á opinberum vettvangi og rökræða við hana, þá væri kannski von. En, ég hef ekki mikið álit á henni,“ segir Inga sem ekki kann að vera settleg í tali. Hún vísar því út í hafsauga að hún sé að etja saman hópum sem eiga undir högg að sækja. „Algerlega. Ég hvet fólk til að lesa. Hvað þýðir orðið fordæmi? Við verðum að spyrja af hverju fólk sem veit að það fær ekki að vera hér kemur. Frá þessum löndum svo sem Makedóníu og Albaníu, allir sendir heim og sumir hætta við sjálfir. Fólk sem okkur ber skylda til að taka utan um er það fólk sem er að flýja ógn. Þetta er ekki það sem okkur ber skylda til að taka á móti.“Flokkur fólksins á siglinguInga segir Flokk fólksins kominn til að vera og hann ætlar að láta til sín taka í næstu sveitarstjórnarkosningum. Hún er innt eftir styrk sem flokkurinn þiggur í kjölfar ágætis árangurs í síðustu alþingiskosningum og ekki stendur á svörum. „Fengum 10,3 milljónir nú í ár. Sjálfstæðiflokkurinn fær yfir 400 milljónir á kjörtímabilinu, við 40. Það talar enginn um það. Það eru 280 milljónir sem fara úr okkar sameiginlegu sjóðum í stjórnmálaflokka. Hugsaðu þér. Að ég sé því meðmælt, nei. Ég er ekki hlynnt svona gríðarlegri mismunun. Við erum skuldlaus, eftir leiguna allt árið fyrir skrifstofuna og eigum 5 milljónir inni á reikningi. Við erum í bullandi fjáröflun, þetta eru baunir í samhengi við að standa í stjórnmálastarfi. Enginn hér þiggur laun. Við öll erum hér af hugsjón og að við viljum henda fólki úr landi af mannvonsku segir meira um þá sem það setja fram en okkur.“ Flóttamenn Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fleiri fréttir „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Sjá meira
„Ég svara helst ekki fíflum. En, ég hvet fólk til að lesa áður en það fer að rífa kjaft. Ég er löglærð, ég er að tala um fordæmi, ég er að tala um fólk sem er hér í landinu sem er fordómalaust að fái hér búseturétt. Ég er ekki að tala um hópa sem þarf að taka utan um,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins í samtali við Vísi. Ljóst má vera að Ingu er stórlega misboðið vegna skrifa Semu Erlu Serdar framkvæmdastjóra sem sakar hana um að vilja etja saman tveimur bágstöddum hópum, en Inga hafði áður tjáð sig á Facebook-síðu sinni þess efnis að vert væri að það fé sem fer til hælisleitenda færi heldur til þeirra Íslendinga sem ekki eiga til hnífs og skeiðar. „Í þessu ofsaveðri búa einhverjir meðbræður okkar í hjólhýsum í Laugardalnum og enn aðrir eru algjörlega án nokkurs skjóls. Þetta eru efnahagslegir flóttamenn í eigin landi, fátækastir í orðsins fyllstu merkingu og eiga virkilega bágt,“ skrifaði Inga.Inga sögð ala á útlendingahatriSema Erla hefur meðal annars vakið athygli fyrir baráttu sína við fordóma gegn útlendingum og gegn hatursorðræðu á netinu. En hún telur Ingu ekki eiga neitt gott skilið á þeim vettvangi: „Það er gjörsamlega óþolandi að sjá svokallaða stjórnmálamenn ítrekað tala með þessum ömurlega hætti. Getur formaður flokks fólksins virkilega ekki barist gegn fátækt (sem vissulega er til háborinnar og ævarandi skammar) án þess að ala á fordómum og hatri í garð hælisleitenda í leiðinni?“ spyr Sema Erla í harðorðum pistli sem hún birti í gær við góðar undirtektir á Facebook. „Ef Inga Sæland vill láta taka sig alvarlega sem forystukonu stjórnmálaafls sem eitthvað er varið í ætti hún að hætta að keppa við þjóðernissinna og útlendingahatara um stuðning og einbeita sér að því sem skiptir máli, að útrýma fátækt á Íslandi!“ Ljóst má vera að Ingu finnst alveg yfirgengilegt að fá annað eins og þetta í andlitið – tilhæfulaust og ómaklegt. Hún segist hafa skrifað pistil sinn í kjölfar þess að hafa horft á viðtal við Sigríði Andersen innanríkisráðherra þar sem málefni hælisleitenda voru til umræðu. Þar er um gríðarlega ofvaxinn verkefnapakka að ræða sem takast þarf á við. Sprenging í tölum þeirra sem hingað hafa leitað, fólk sem veit að það fær ekki að vera hér en kemur samt og hvað veldur því? Tölfræði útlendingastofnunar segja að 354 komu til Íslands 2015 en 1134 komu 2016. Í fjárlögum var gert ráð fyrir tvöföldun en þetta fer fram úr öllum áætlunum.Ofboðið að vera vænd um mannvonsku„Sprenging án þess að nokkur fordæmi séu fyrir því að takast á við þetta, við höfum hvorki mannskap til þess né fjármagn. Ég er ekki að tala um mannvonskuna þegar við erum að reka fólk í burtu í skjóli nætur, fólk sem við þurfum virkilega að hjálpa. Það er ekki til í mér mannvonska. Ef fólk kann að lesa þá ætti það kannski að lesa. Ef hún ætlar fólki það að vita ekki hvað fordæmi er þá get ég ekki hjálpað henni. Enginn er eins miður sín eins og ég hvernig farið var með unga manninn sem var ofsóttur heima hjá sér, kom hingað, þurfti á hjálp að halda, og honum var hent út og við fleygðum honum til Ítalíu – sendum hann aleinan og auralausan í ókunnugt land. Það kalla ég mannvonsku,“ segir Inga. Henni er reyndar ofboðið að þurfa að standa í þeim sporum að svara fyrir meinta vonsku. „Að ég sé að mæla einhverri mannvonsku bót. En þetta fólk ... þetta eru fífl og ég get ekki hjálpað því.“Hefur ekki mikið álit á Semu ErluInga segist reyndar sjá á netinu að það sé meiri hluti fólks að taka upp hanskann fyrir hana þó hún fái það óþvegið á öðrum bæjum í kjölfar skrifa Semu Erlu. „En, ef maður fengi einhvers staðar tækifæri á að hitta hana á opinberum vettvangi og rökræða við hana, þá væri kannski von. En, ég hef ekki mikið álit á henni,“ segir Inga sem ekki kann að vera settleg í tali. Hún vísar því út í hafsauga að hún sé að etja saman hópum sem eiga undir högg að sækja. „Algerlega. Ég hvet fólk til að lesa. Hvað þýðir orðið fordæmi? Við verðum að spyrja af hverju fólk sem veit að það fær ekki að vera hér kemur. Frá þessum löndum svo sem Makedóníu og Albaníu, allir sendir heim og sumir hætta við sjálfir. Fólk sem okkur ber skylda til að taka utan um er það fólk sem er að flýja ógn. Þetta er ekki það sem okkur ber skylda til að taka á móti.“Flokkur fólksins á siglinguInga segir Flokk fólksins kominn til að vera og hann ætlar að láta til sín taka í næstu sveitarstjórnarkosningum. Hún er innt eftir styrk sem flokkurinn þiggur í kjölfar ágætis árangurs í síðustu alþingiskosningum og ekki stendur á svörum. „Fengum 10,3 milljónir nú í ár. Sjálfstæðiflokkurinn fær yfir 400 milljónir á kjörtímabilinu, við 40. Það talar enginn um það. Það eru 280 milljónir sem fara úr okkar sameiginlegu sjóðum í stjórnmálaflokka. Hugsaðu þér. Að ég sé því meðmælt, nei. Ég er ekki hlynnt svona gríðarlegri mismunun. Við erum skuldlaus, eftir leiguna allt árið fyrir skrifstofuna og eigum 5 milljónir inni á reikningi. Við erum í bullandi fjáröflun, þetta eru baunir í samhengi við að standa í stjórnmálastarfi. Enginn hér þiggur laun. Við öll erum hér af hugsjón og að við viljum henda fólki úr landi af mannvonsku segir meira um þá sem það setja fram en okkur.“
Flóttamenn Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fleiri fréttir „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Sjá meira