Arnþrúður segir ásakanir Evrópunefndar setja sig í lífshættu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. mars 2017 07:00 Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri. Mynd/Útvarp Saga „Þarna eru rangar sakir bornar á Útvarp Sögu. Það er verið að saka okkur um hatursorðræðu gegn múslimum. Bara það eitt og sér setur okkur í alvarlega lífshættu. Ég lít svo á,“ segir Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu, um skýrslu ECRI, nefndar Evrópuráðsins gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi, sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Í skýrslunni segir meðal annars að ECRI sé kunnugt um Útvarp Sögu sem „dreifi hatursorðræðu“ sem beint sé að innflytjendum, múslimum og hinsegin fólki. „Þessi skýrsla er óundirrituð. Það er eins og það sé enginn ábyrgðarmaður fyrir þeim fullyrðingum sem þarna koma fram,“ segir Arnþrúður. Þá segir hún ásakanir ECRI alvarlegar og gagnrýnir að útvarpsstöðin hafi ekki fengið möguleika á að svara þeim. „Þetta finnst mér koma úr hörðustu átt, frá nefnd sem vinnur undir merkjum mannréttinda og byrjar á því að brjóta á mannréttindum þeirra sem fjallað er um,“ segir Arnþrúður enn fremur. Þá segir hún sláandi að nefnd á vegum Evrópuráðsins „sé á fleygiferð að skipta sér af innanríkismálum á Íslandi, reyna að hafa áhrif á hegningarlög landsins og stjórnsýslu“. Arnþrúður segir að á sama tíma og Íslendingar haldi að þeir séu að kjósa alþingismenn sem ráði allri löggjöf á landinu komi nefnd frá Evrópuráðinu aftan að þeim með óundirritað plagg sem í hennar huga sé eins og hver annar ruslpóstur. „Þeir komu hingað einhvern tímann í fyrra og ég sé ekki betur en að þeir hafi leitað uppi nafnleysingja sem hafi viljað koma skoðunum sínum á framfæri með þessum hætti,“ segir hún enn fremur og bætir því við að skýrslan sé vel til þess fallin að stórskaða fólk í víðu samhengi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nefnd Evrópuráðsins segir boðskap Útvarps Sögu og Omega hatur Nefnd gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi segir efni Omega og Útvarps Sögu hatursorðræðu. Ummæli Íslendinga á netinu, þingmanns Sjálfstæðisflokks og borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina eru gagnrýnd í nýrri skýrslu. 3. mars 2017 07:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
„Þarna eru rangar sakir bornar á Útvarp Sögu. Það er verið að saka okkur um hatursorðræðu gegn múslimum. Bara það eitt og sér setur okkur í alvarlega lífshættu. Ég lít svo á,“ segir Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu, um skýrslu ECRI, nefndar Evrópuráðsins gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi, sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Í skýrslunni segir meðal annars að ECRI sé kunnugt um Útvarp Sögu sem „dreifi hatursorðræðu“ sem beint sé að innflytjendum, múslimum og hinsegin fólki. „Þessi skýrsla er óundirrituð. Það er eins og það sé enginn ábyrgðarmaður fyrir þeim fullyrðingum sem þarna koma fram,“ segir Arnþrúður. Þá segir hún ásakanir ECRI alvarlegar og gagnrýnir að útvarpsstöðin hafi ekki fengið möguleika á að svara þeim. „Þetta finnst mér koma úr hörðustu átt, frá nefnd sem vinnur undir merkjum mannréttinda og byrjar á því að brjóta á mannréttindum þeirra sem fjallað er um,“ segir Arnþrúður enn fremur. Þá segir hún sláandi að nefnd á vegum Evrópuráðsins „sé á fleygiferð að skipta sér af innanríkismálum á Íslandi, reyna að hafa áhrif á hegningarlög landsins og stjórnsýslu“. Arnþrúður segir að á sama tíma og Íslendingar haldi að þeir séu að kjósa alþingismenn sem ráði allri löggjöf á landinu komi nefnd frá Evrópuráðinu aftan að þeim með óundirritað plagg sem í hennar huga sé eins og hver annar ruslpóstur. „Þeir komu hingað einhvern tímann í fyrra og ég sé ekki betur en að þeir hafi leitað uppi nafnleysingja sem hafi viljað koma skoðunum sínum á framfæri með þessum hætti,“ segir hún enn fremur og bætir því við að skýrslan sé vel til þess fallin að stórskaða fólk í víðu samhengi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nefnd Evrópuráðsins segir boðskap Útvarps Sögu og Omega hatur Nefnd gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi segir efni Omega og Útvarps Sögu hatursorðræðu. Ummæli Íslendinga á netinu, þingmanns Sjálfstæðisflokks og borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina eru gagnrýnd í nýrri skýrslu. 3. mars 2017 07:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Nefnd Evrópuráðsins segir boðskap Útvarps Sögu og Omega hatur Nefnd gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi segir efni Omega og Útvarps Sögu hatursorðræðu. Ummæli Íslendinga á netinu, þingmanns Sjálfstæðisflokks og borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina eru gagnrýnd í nýrri skýrslu. 3. mars 2017 07:00