Hildur Yeoman og 66°Norður í eina sæng Guðný Hrönn skrifar 5. mars 2017 15:00 Hildur Yeoman mun kynna samstarf sitt við 66°Norður á HönnunarMars. Vísir/Stefán Brátt kynna 66°Norður og Hildur Yeoman samstarf sitt en um er að ræða línu sem er innblásin af hafinu. Hingað til hefur 66°N unnið mikið með sjóinn og það hefur Hildur líka gert, en á gjörólíkan hátt. Þar sem sjórinn hefur verið í brennidepli hjá bæði hönnunarteymi 66°Norður og Hildi Yeoman með ólíkri útkomu er um áhugavert samstarf að ræða. „Þau í hönnunarteyminu höfðu samband við mig upp á að vinna með þeim að skemmtilegri afmælislínu. Mér fannst þetta mjög spennandi þar sem ég hef ekki gert mikið af útivistarfatnaði áður og sló til,“ segir Hildur spurð út í hvernig þetta hafi komið til. „Línan er byggð á sniðum frá már þó að við höfum einnig búið til ný snið sérstaklega fyrir samstarfið. Einnig hannaði ég prent sérstaklega fyrir línuna, við köllum það ölduprentið og það verður túlkað í prjónaflíkum sem eru fyrir bæði kyn. Þau hjá 66°Norður eru svo með snillinga á sínum snærum þegar kemur að því að finna góð efni sem henta vel í íslenska veðráttu. Það var mjög gefandi að vinna með hönnunarteyminu þeirra við að leysa ýmis mál, eins og útfærslu prents yfir í prjón og fleira þess háttar.“ Hildur segir samstarfið hafa verið ánægjulegt og ákveðna tilbreytingu fyrir sig. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt ferli og virkilega gaman að vinna með teyminu þeirra. Það er valinn maður í hverri stöðu sem er spennandi fyrir mig sem er einyrki,“ útskýrir Hildur. Þó að fatnaður hennar sé gjörólíkur flíkum frá 66°Norður þá small þetta vel saman að hennar sögn. „Ég er þekktari fyrir fatnað sem konur klæðast bæði við vinnu og í drykk eftir vinnu, einnig er ég þekkt fyrir klæðnað sem konur klæðast við hátíðleg tilefni. Það var því skemmtilegt að fara út fyrir sitt vanalega hönnunarumhverfi og hanna föt sem munu henta vel á sjóinn, í útileguna eða í fjallgöngu. Línan verður frumsýnd á HönnunarMars. Þetta eru ullarpeysur, húfur, treflar og geggjaður regnjakki sem ég get ekki beðið eftir því að klæðast,“ segir Hildur sem tekur svo fram að línunni verði fagnað þann 24. mars í verslun 66°Norður á Laugavegi. „Við erum að vinna að umgjörðinni á því eins og stendur.“ Tíska og hönnun Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Brátt kynna 66°Norður og Hildur Yeoman samstarf sitt en um er að ræða línu sem er innblásin af hafinu. Hingað til hefur 66°N unnið mikið með sjóinn og það hefur Hildur líka gert, en á gjörólíkan hátt. Þar sem sjórinn hefur verið í brennidepli hjá bæði hönnunarteymi 66°Norður og Hildi Yeoman með ólíkri útkomu er um áhugavert samstarf að ræða. „Þau í hönnunarteyminu höfðu samband við mig upp á að vinna með þeim að skemmtilegri afmælislínu. Mér fannst þetta mjög spennandi þar sem ég hef ekki gert mikið af útivistarfatnaði áður og sló til,“ segir Hildur spurð út í hvernig þetta hafi komið til. „Línan er byggð á sniðum frá már þó að við höfum einnig búið til ný snið sérstaklega fyrir samstarfið. Einnig hannaði ég prent sérstaklega fyrir línuna, við köllum það ölduprentið og það verður túlkað í prjónaflíkum sem eru fyrir bæði kyn. Þau hjá 66°Norður eru svo með snillinga á sínum snærum þegar kemur að því að finna góð efni sem henta vel í íslenska veðráttu. Það var mjög gefandi að vinna með hönnunarteyminu þeirra við að leysa ýmis mál, eins og útfærslu prents yfir í prjón og fleira þess háttar.“ Hildur segir samstarfið hafa verið ánægjulegt og ákveðna tilbreytingu fyrir sig. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt ferli og virkilega gaman að vinna með teyminu þeirra. Það er valinn maður í hverri stöðu sem er spennandi fyrir mig sem er einyrki,“ útskýrir Hildur. Þó að fatnaður hennar sé gjörólíkur flíkum frá 66°Norður þá small þetta vel saman að hennar sögn. „Ég er þekktari fyrir fatnað sem konur klæðast bæði við vinnu og í drykk eftir vinnu, einnig er ég þekkt fyrir klæðnað sem konur klæðast við hátíðleg tilefni. Það var því skemmtilegt að fara út fyrir sitt vanalega hönnunarumhverfi og hanna föt sem munu henta vel á sjóinn, í útileguna eða í fjallgöngu. Línan verður frumsýnd á HönnunarMars. Þetta eru ullarpeysur, húfur, treflar og geggjaður regnjakki sem ég get ekki beðið eftir því að klæðast,“ segir Hildur sem tekur svo fram að línunni verði fagnað þann 24. mars í verslun 66°Norður á Laugavegi. „Við erum að vinna að umgjörðinni á því eins og stendur.“
Tíska og hönnun Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira