PSA kaupir Opel/Vauxhall á 245 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 6. mars 2017 09:37 Opel komið í franska eigu. Kaup PSA Peugeot Citroën á Opel og Vauxhall bílamerkjunum frá General Motors hefur verið staðfest og kaupverðið 2,3 milljarðar dollara, eða 245 milljarða króna. Með þessum kaupum er PSA orðinn næststærsti bílaframleiðandi Evrópu og fer með því framúr Renault-Nissan í fjölda framleiddra bíla. Kaupin taka til allrar framleiðslu Opel í Þýskalandi og Vauxhall í Bretlandi. Með því fylgja 6 bílaverksmiðjur, 5 íhlutaverksmiðjur, þróunarsetur Opel í Rüsselsheim og 40.000 starfsmenn. General Motors mun halda þróunarsetri sínu í Tórínó á Ítalíu, enda hafa alþjóðleg verkefni GM verið unnin þar gegnum tíðina. Bílaframleiðsla Opel mun áfram njóta tækni og íhluta frá GM, þ.e. á meðan Opel bílar verða áfram byggðir á þeim undirvagni sem þróaður var bæði fyrir GM- og Opel bíla. Það mun þó breytast þegar Opel bílar verða þróaðir samhliða bílum PSA samstæðunnar. Í Bretlandi hafa menn miklar áhyggjur af því að PSA muni loka verksmiðjum Vauxhall í Ellesmere Port og Luton í kjölfar þessara kaupa, en margir telja að PSA hafi í hyggju að flytja framleiðslu Vauxhall til Frakklands í kjölfar Brexit. Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent
Kaup PSA Peugeot Citroën á Opel og Vauxhall bílamerkjunum frá General Motors hefur verið staðfest og kaupverðið 2,3 milljarðar dollara, eða 245 milljarða króna. Með þessum kaupum er PSA orðinn næststærsti bílaframleiðandi Evrópu og fer með því framúr Renault-Nissan í fjölda framleiddra bíla. Kaupin taka til allrar framleiðslu Opel í Þýskalandi og Vauxhall í Bretlandi. Með því fylgja 6 bílaverksmiðjur, 5 íhlutaverksmiðjur, þróunarsetur Opel í Rüsselsheim og 40.000 starfsmenn. General Motors mun halda þróunarsetri sínu í Tórínó á Ítalíu, enda hafa alþjóðleg verkefni GM verið unnin þar gegnum tíðina. Bílaframleiðsla Opel mun áfram njóta tækni og íhluta frá GM, þ.e. á meðan Opel bílar verða áfram byggðir á þeim undirvagni sem þróaður var bæði fyrir GM- og Opel bíla. Það mun þó breytast þegar Opel bílar verða þróaðir samhliða bílum PSA samstæðunnar. Í Bretlandi hafa menn miklar áhyggjur af því að PSA muni loka verksmiðjum Vauxhall í Ellesmere Port og Luton í kjölfar þessara kaupa, en margir telja að PSA hafi í hyggju að flytja framleiðslu Vauxhall til Frakklands í kjölfar Brexit.
Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent