Fjögurra hurða sportbíll Benz í Genf Finnur Thorlacius skrifar 6. mars 2017 11:08 Mercedes Benz GT4 Concept verður á pöllunum í Genf í vikunni. Mercedes Benz ætlar greinilega ekki að láta Porsche um sviðið hvað varðar fjögurra hurða stóra sportbíla, en Porsche Panamera bíllinn á sér fáa keppinauta enn um sinn, en það gæti verið að breytast. Á bílasýningunni í Genf mun Mercedes Benz sýna þennan fjögurra hurða og stóra sportbíl. Það er náttúrulega AMG-deild Mercedes Benz sem sér um smíði þessa bíls og eins og með aðrar bílgerðir þar á bæ verða ófá hestöfl undir húddinu og má búast við að þar sitji 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum. Þessi nýi bíll Mercedes Benz mun fá nafnið GT4 og verður strax í boði á næsta ári. Á bílasýningunni í Genf mun Benz sýna fleiri bíla en þennan, meðal annars E-Class Cabriolet, E63 S Wagon, GT C Roadster Edition 50, C63 S Cabriolet Ocean Blue Edition, G650 Landaulet, C43 Coupe og pallbílinn Concept X-Class. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður
Mercedes Benz ætlar greinilega ekki að láta Porsche um sviðið hvað varðar fjögurra hurða stóra sportbíla, en Porsche Panamera bíllinn á sér fáa keppinauta enn um sinn, en það gæti verið að breytast. Á bílasýningunni í Genf mun Mercedes Benz sýna þennan fjögurra hurða og stóra sportbíl. Það er náttúrulega AMG-deild Mercedes Benz sem sér um smíði þessa bíls og eins og með aðrar bílgerðir þar á bæ verða ófá hestöfl undir húddinu og má búast við að þar sitji 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum. Þessi nýi bíll Mercedes Benz mun fá nafnið GT4 og verður strax í boði á næsta ári. Á bílasýningunni í Genf mun Benz sýna fleiri bíla en þennan, meðal annars E-Class Cabriolet, E63 S Wagon, GT C Roadster Edition 50, C63 S Cabriolet Ocean Blue Edition, G650 Landaulet, C43 Coupe og pallbílinn Concept X-Class.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður