Floyd Mayweather er að ferðast um Bretlandseyjar þessa dagana og þessi umdeildi hnefaleikakappi á ekki bara aðdáendur í hverju horni.
Hann mætti til að svara spurningum aðdáenda í Birmingham um nýliðna helgi áður en hann sá Tony Bellew vinna frekar óvæntan sigur á David Haye í þungavigtarboxbardaga.
Á meðan Mayweather svaraði spurningum áhorfenda en á meðan var kveikt í einum af þeim bílum sem Mayweather og félagar mættu á til Birmingham. Ekki aðdáendur þar á ferð.
Lögreglan segir að framrúða hafi verið brotin á bílnum. Bensíni síðan hellt inn í bílinn áður en kveikt var í.
Verið er að rannsaka málið og ekki búið að finna sökudólgana.
