Annie Mist: Ætlar að verða aftur best í heimi í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2017 13:00 Anníe Mist Þórisdóttir. Mynd/Bylgjan Anníe Mist Þórisdóttir var fyrsta íslenska stórstjarnan í CrossFit og jafnframt sú fyrsta til að vinna Heimsleikana í CrossFit tvö ár í röð. Annie Mist vann Heimsleikana í CrossFit 2011 og 2012 og varð síðan í öðru sæti 2014. Annie var líka í öðru sæti 2010. Hún hefur ekki verið titilbaráttunni undanfarin tvö ár en er staðráðin í að breyta því í sumar Annie Mist mætti í bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi þar við þá Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason um komandi CrossFit tímabil. Annie Mist var í fimleikum, dansi og stangstökki snemma á sínum íþróttaferli en hvernig stóð á því að hún endaði í CrossFit. „Mig vantaði aðeins meiri fjölbreytni og fór að skrá mig í allskonar keppnir hér á Íslandi. Eitt af þessum mótum var CrossFit og það var árið 2009. Ég vann það CrossFit mót og fékk sæti á heimsmeistaramótinu 2009. Ég vissi ekki alveg hvað CrossFit var en stökk á tækifærið að fara til Bandaríkjanna. Eftir að ég hafði keppt úti þá vissi ég að það væri ekki aftur snúið. Ég var búin að finna það sem ég vildi gera,“ sagði Annie Mist „Þetta er svo fjölbreytt og ég er ekki að fá leið á þessu. CrossFit var fullkomið fyrir mig. Ég var ekki að þéna mikið 2009 og 2010 en þetta var það sem ég gerði og svo var ég bara að kenna með þessu,“ sagði Annie Mist en hún var með metnaðarfulla framtíðarsýn í náminu á þessum árum. „Ég var aðeins í háskólanum með þessu í efnafræði og lífefnafræði. Ég var að reyna að átta mig á því hvað ég vildi gera. Ég ætlaði alltaf í lækninn en var bara að fresta því aðeins á meðan. Frá árinu 2011 er ég búin að vera atvinnumaður í CrossFit,“ sagði Annie Mist. Hún meiddi sig á baki árið 2013 og gat af þeim sökum ekki varið titilinn sinn. Hún hefur heldur ekki unnið hann síðan. „Þú getur bara tekið eitt ár í einu og ég er bara þakklát fyrir hver ár sem ég fæ. Ég ætla að keppa á mótinu aftur í ár og mig langar að vinna þetta einu sinni enn. Það er eins gott að það gerist núna í ár en svo sé ég bara til hvað gerist eftir það,“ sagði Annie Mist. „Það er nóg að vera með einn veikleika og það getur kostað þig svolítið mikið,“ sagði Annie Mist en hún segir í viðtalinu meðal annars frá veikleika sínum og upplifun sinni af keppninni undanfarin ár. „Ég hef alltaf fylgt þeirri trú að hausinn á manni gefist upp áður en líkaminn gefst upp. Ég aldrei verið hrædd við að ýta sjálfri mér örlítið lengra og ég hef alltaf farið alla leið. Þegar mér líður eins og ég sé að gefast upp þá veit ég að ég aðeins meira. Það gerðist ekki 2015 því hausinn var inni allan tímann en svo hætti líkaminn bara að virka ,“ sagði Annie Mist en hún lenti í því að fá hitaslag í mótinu 2015 og varð að hætta keppni. „Líkaminn hætti bara að virka, fæturnir duttu undan mér og mér hefur aldrei liðið svona áður. Þetta er eitt það versta sem ég hef upplifað því mér fannst ég ekki stjórna neinu lengur sjálf. Í fyrra gerði ég allt til að undirbúa mig, fór snemma út og var að æfa mig fyrir hitann,“ sagði Annie Mist en þá var það ekki skrokkurinn sem klikkaði. „Í fyrra var hausinn á mér í rugli en þetta á að vera í lagi hjá mér í ár. Ég ætla að vinna þetta. Ég er búin að vinna í þessum vandamálum og er tilbúin að keppa í sólinni,“ sagði Annie Mist. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið við Annie Mist í spilaranum hér fyrir ofan. Aðrar íþróttir CrossFit Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir var fyrsta íslenska stórstjarnan í CrossFit og jafnframt sú fyrsta til að vinna Heimsleikana í CrossFit tvö ár í röð. Annie Mist vann Heimsleikana í CrossFit 2011 og 2012 og varð síðan í öðru sæti 2014. Annie var líka í öðru sæti 2010. Hún hefur ekki verið titilbaráttunni undanfarin tvö ár en er staðráðin í að breyta því í sumar Annie Mist mætti í bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi þar við þá Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason um komandi CrossFit tímabil. Annie Mist var í fimleikum, dansi og stangstökki snemma á sínum íþróttaferli en hvernig stóð á því að hún endaði í CrossFit. „Mig vantaði aðeins meiri fjölbreytni og fór að skrá mig í allskonar keppnir hér á Íslandi. Eitt af þessum mótum var CrossFit og það var árið 2009. Ég vann það CrossFit mót og fékk sæti á heimsmeistaramótinu 2009. Ég vissi ekki alveg hvað CrossFit var en stökk á tækifærið að fara til Bandaríkjanna. Eftir að ég hafði keppt úti þá vissi ég að það væri ekki aftur snúið. Ég var búin að finna það sem ég vildi gera,“ sagði Annie Mist „Þetta er svo fjölbreytt og ég er ekki að fá leið á þessu. CrossFit var fullkomið fyrir mig. Ég var ekki að þéna mikið 2009 og 2010 en þetta var það sem ég gerði og svo var ég bara að kenna með þessu,“ sagði Annie Mist en hún var með metnaðarfulla framtíðarsýn í náminu á þessum árum. „Ég var aðeins í háskólanum með þessu í efnafræði og lífefnafræði. Ég var að reyna að átta mig á því hvað ég vildi gera. Ég ætlaði alltaf í lækninn en var bara að fresta því aðeins á meðan. Frá árinu 2011 er ég búin að vera atvinnumaður í CrossFit,“ sagði Annie Mist. Hún meiddi sig á baki árið 2013 og gat af þeim sökum ekki varið titilinn sinn. Hún hefur heldur ekki unnið hann síðan. „Þú getur bara tekið eitt ár í einu og ég er bara þakklát fyrir hver ár sem ég fæ. Ég ætla að keppa á mótinu aftur í ár og mig langar að vinna þetta einu sinni enn. Það er eins gott að það gerist núna í ár en svo sé ég bara til hvað gerist eftir það,“ sagði Annie Mist. „Það er nóg að vera með einn veikleika og það getur kostað þig svolítið mikið,“ sagði Annie Mist en hún segir í viðtalinu meðal annars frá veikleika sínum og upplifun sinni af keppninni undanfarin ár. „Ég hef alltaf fylgt þeirri trú að hausinn á manni gefist upp áður en líkaminn gefst upp. Ég aldrei verið hrædd við að ýta sjálfri mér örlítið lengra og ég hef alltaf farið alla leið. Þegar mér líður eins og ég sé að gefast upp þá veit ég að ég aðeins meira. Það gerðist ekki 2015 því hausinn var inni allan tímann en svo hætti líkaminn bara að virka ,“ sagði Annie Mist en hún lenti í því að fá hitaslag í mótinu 2015 og varð að hætta keppni. „Líkaminn hætti bara að virka, fæturnir duttu undan mér og mér hefur aldrei liðið svona áður. Þetta er eitt það versta sem ég hef upplifað því mér fannst ég ekki stjórna neinu lengur sjálf. Í fyrra gerði ég allt til að undirbúa mig, fór snemma út og var að æfa mig fyrir hitann,“ sagði Annie Mist en þá var það ekki skrokkurinn sem klikkaði. „Í fyrra var hausinn á mér í rugli en þetta á að vera í lagi hjá mér í ár. Ég ætla að vinna þetta. Ég er búin að vinna í þessum vandamálum og er tilbúin að keppa í sólinni,“ sagði Annie Mist. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið við Annie Mist í spilaranum hér fyrir ofan.
Aðrar íþróttir CrossFit Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Sjá meira