Ólafía: Mun aldrei gleyma vippunni á átjándu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. febrúar 2017 06:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir horfir á eftir höggi á opna ástralska mótinu. vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir styrkti stöðu sína á LPGA-mótaröðinni með góðum árangri í Ástralíu um helgina, þar sem annað mót tímabilsins á LPGA-mótaröðinni fór fram. Hún hafnaði í 30.-39. sæti og fékk fyrir það 995 þúsund krónur í aðra hönd. Ólafía er því með samtals um 1,3 milljón króna í verðlaunafé eftir fyrstu tvö mótin hennar á tímabilinu en það er betri árangur en hún þorði sjálf að vona fyrirfram. „Þetta er bara geggjað. Það telur í hvert einasta skipti sem maður kemst í gegnum niðurskurðinn og er afar dýrmætt,“ sagði Ólafía í samtali við Fréttablaðið í gærmorgun. Þá var komið kvöld og mótinu nýlokið en hin suður-kóreska Ha Na Jang bar sigur úr býtum. Hún lék á samtals tíu höggum undir pari og var þremur höggum á undan næsta kylfingi.Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er heiðarlegur keppnismaður.mynd/gsíHeiðarleikinn kostaði víti Ólafía Þórunn lék samtals á pari en var á tveimur höggum yfir pari á síðasta keppnisdegi. Mikill vindur gerði keppendum erfitt fyrir, sérstaklega síðustu tvo keppnisdagana. „Þá kom reynslan af íslenska rokinu sér vel,“ segir hún í léttum dúr. Aðeins þrír kylfingar spiluðu betur en Ólafía á þriðja degi og þrátt fyrir að fjórði hringurinn hafi verið hennar versti á mótinu gerði hún vel með því að halda dampi við krefjandi aðstæður. „Vindurinn var bæði sterkur og oft óútreiknanlegur. Hann breyttist oft fyrirvaralítið og þá er erfitt að reikna út höggin,“ segir Ólafía. Henni gekk vel að slá af teig en lenti í vandræðum með að slá inn á flatir. „Það var erfitt að reikna út þau högg og maður átti oft langt pútt eftir.“ Hún fékk aðeins einu sinni skramba á mótinu og hafði það ekkert með vindinn að gera. Ólafía fékk dæmt á sig víti á sjöundu holu, par 3, eftir að hafa lent í sandglompu. Ólafía sagði að sandurinn hafi verið illa rakaður, sem væri óvenjulegt. „Það var smá ójafna sem ég tók ekki eftir og ég snerti sandinn í aftursveiflunni. Það má ekki,“ útskýrði hún. „En það sá þetta enginn nema ég. En ég gekk upp að dómaranum og sagði frá þessu. Ég spilaði því holuna á pari en heiðarleikinn kostaði mig tvö högg. En það var miklu betra að gera þetta svona enda er ég ekki þannig manneskja sem getur bara haldið áfram. Það hefði allt farið í rugl hjá mér.“ Hún náði að laga stöðuna með því að fá tvo fugla í röð. „Ég vissi að ég gerið það eina rétta í stöðunni,“ segir hún.Vísir/GettyOfar en Lydia Ko Til marks um árangur hennar má nefna að hún spilaði á jafn mörgum höggum og Lydia Ko, efsta kona heimslistans, á lokahringnum og endaði ofar en hún. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég spila á sama móti og hún og manni brá svolítið að sjá að hún hafi verið á sama skori og ég. En annars hefur öll reynslan á LPGA-mótum verið fremur venjuleg. Mér hefur liðið vel og ég hef skemmt mér mjög mikið,“ segir Ólafía. Ólafía fær ekki að keppa á næstu tveimur mótum, sem bæði fara fram í Asíu. Nýliðar á mótaröðinni fá öllu jöfnu ekki sæti á þeim. Næsta mót hennar verður í Phoenix í Bandaríkjunum í næsta mánuði en í millitíðinni snýr hún heim til Íslands. Hún sér þó ekki eftir ferðinni til Ástralíu. „Ég mun aldrei gleyma högginu á átjándu holu á öðrum hring,“ sagði hún en þá vippaði Ólafía fyrir fugli, sem tryggði henni áframhaldandi þátttöku á mótinu á hádramatískan hátt. Golf Tengdar fréttir Aðeins þrjár spiluðu betur en Ólafía í nótt Frábær spilamennska Ólafíu Þórunnar skilaði hennar upp í 23. sæti í Ástralíu. 18. febrúar 2017 10:05 Heiðarleiki Ólafíu kostaði hana víti Fékk víti á sjöundu holu á lokahringnum í Ástralíu nótt fyrir brot á reglum "sem enginn sá nema ég,“ sagði Ólafía Þórunn. 19. febrúar 2017 08:16 Ólafía fékk tæpa milljón í sinn hlut Er komin með 1,3 milljón króna eftir fyrstu tvö mótin sín á LPGA-mótaröðinni. 19. febrúar 2017 07:41 Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Lék á tveimur höggum yfir pari á lokahringnum og endaði á pari. 19. febrúar 2017 07:08 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir styrkti stöðu sína á LPGA-mótaröðinni með góðum árangri í Ástralíu um helgina, þar sem annað mót tímabilsins á LPGA-mótaröðinni fór fram. Hún hafnaði í 30.-39. sæti og fékk fyrir það 995 þúsund krónur í aðra hönd. Ólafía er því með samtals um 1,3 milljón króna í verðlaunafé eftir fyrstu tvö mótin hennar á tímabilinu en það er betri árangur en hún þorði sjálf að vona fyrirfram. „Þetta er bara geggjað. Það telur í hvert einasta skipti sem maður kemst í gegnum niðurskurðinn og er afar dýrmætt,“ sagði Ólafía í samtali við Fréttablaðið í gærmorgun. Þá var komið kvöld og mótinu nýlokið en hin suður-kóreska Ha Na Jang bar sigur úr býtum. Hún lék á samtals tíu höggum undir pari og var þremur höggum á undan næsta kylfingi.Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er heiðarlegur keppnismaður.mynd/gsíHeiðarleikinn kostaði víti Ólafía Þórunn lék samtals á pari en var á tveimur höggum yfir pari á síðasta keppnisdegi. Mikill vindur gerði keppendum erfitt fyrir, sérstaklega síðustu tvo keppnisdagana. „Þá kom reynslan af íslenska rokinu sér vel,“ segir hún í léttum dúr. Aðeins þrír kylfingar spiluðu betur en Ólafía á þriðja degi og þrátt fyrir að fjórði hringurinn hafi verið hennar versti á mótinu gerði hún vel með því að halda dampi við krefjandi aðstæður. „Vindurinn var bæði sterkur og oft óútreiknanlegur. Hann breyttist oft fyrirvaralítið og þá er erfitt að reikna út höggin,“ segir Ólafía. Henni gekk vel að slá af teig en lenti í vandræðum með að slá inn á flatir. „Það var erfitt að reikna út þau högg og maður átti oft langt pútt eftir.“ Hún fékk aðeins einu sinni skramba á mótinu og hafði það ekkert með vindinn að gera. Ólafía fékk dæmt á sig víti á sjöundu holu, par 3, eftir að hafa lent í sandglompu. Ólafía sagði að sandurinn hafi verið illa rakaður, sem væri óvenjulegt. „Það var smá ójafna sem ég tók ekki eftir og ég snerti sandinn í aftursveiflunni. Það má ekki,“ útskýrði hún. „En það sá þetta enginn nema ég. En ég gekk upp að dómaranum og sagði frá þessu. Ég spilaði því holuna á pari en heiðarleikinn kostaði mig tvö högg. En það var miklu betra að gera þetta svona enda er ég ekki þannig manneskja sem getur bara haldið áfram. Það hefði allt farið í rugl hjá mér.“ Hún náði að laga stöðuna með því að fá tvo fugla í röð. „Ég vissi að ég gerið það eina rétta í stöðunni,“ segir hún.Vísir/GettyOfar en Lydia Ko Til marks um árangur hennar má nefna að hún spilaði á jafn mörgum höggum og Lydia Ko, efsta kona heimslistans, á lokahringnum og endaði ofar en hún. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég spila á sama móti og hún og manni brá svolítið að sjá að hún hafi verið á sama skori og ég. En annars hefur öll reynslan á LPGA-mótum verið fremur venjuleg. Mér hefur liðið vel og ég hef skemmt mér mjög mikið,“ segir Ólafía. Ólafía fær ekki að keppa á næstu tveimur mótum, sem bæði fara fram í Asíu. Nýliðar á mótaröðinni fá öllu jöfnu ekki sæti á þeim. Næsta mót hennar verður í Phoenix í Bandaríkjunum í næsta mánuði en í millitíðinni snýr hún heim til Íslands. Hún sér þó ekki eftir ferðinni til Ástralíu. „Ég mun aldrei gleyma högginu á átjándu holu á öðrum hring,“ sagði hún en þá vippaði Ólafía fyrir fugli, sem tryggði henni áframhaldandi þátttöku á mótinu á hádramatískan hátt.
Golf Tengdar fréttir Aðeins þrjár spiluðu betur en Ólafía í nótt Frábær spilamennska Ólafíu Þórunnar skilaði hennar upp í 23. sæti í Ástralíu. 18. febrúar 2017 10:05 Heiðarleiki Ólafíu kostaði hana víti Fékk víti á sjöundu holu á lokahringnum í Ástralíu nótt fyrir brot á reglum "sem enginn sá nema ég,“ sagði Ólafía Þórunn. 19. febrúar 2017 08:16 Ólafía fékk tæpa milljón í sinn hlut Er komin með 1,3 milljón króna eftir fyrstu tvö mótin sín á LPGA-mótaröðinni. 19. febrúar 2017 07:41 Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Lék á tveimur höggum yfir pari á lokahringnum og endaði á pari. 19. febrúar 2017 07:08 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Aðeins þrjár spiluðu betur en Ólafía í nótt Frábær spilamennska Ólafíu Þórunnar skilaði hennar upp í 23. sæti í Ástralíu. 18. febrúar 2017 10:05
Heiðarleiki Ólafíu kostaði hana víti Fékk víti á sjöundu holu á lokahringnum í Ástralíu nótt fyrir brot á reglum "sem enginn sá nema ég,“ sagði Ólafía Þórunn. 19. febrúar 2017 08:16
Ólafía fékk tæpa milljón í sinn hlut Er komin með 1,3 milljón króna eftir fyrstu tvö mótin sín á LPGA-mótaröðinni. 19. febrúar 2017 07:41
Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Lék á tveimur höggum yfir pari á lokahringnum og endaði á pari. 19. febrúar 2017 07:08