Oliver fór yfir sögu Putin og sagði fjármál hans vera óútskýranleg og fór yfir örlög andstæðinga hans, sem margir hverjir hafa látið lífið.
Atriðið sneri að miklu leyti að sambandi Putin og Trump. Undir lokin fór Oliver yfir hvernig hann hefur lýst Donald Trump í gegnum tíðina.
Þá hafa Oliver og starfsfólk hans samið stutt lag um Putin, sem þeir vonast til að Trump sjálfur muni heyra á næstunni.
Horfa má á innslagið í heild sinni hér að neðan. Last Week Tonight er á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöldum, beint á eftir kvöldfréttum.