Hið fjölbreytta sjálf Sigríður Jónsdóttir skrifar 21. febrúar 2017 09:30 Bjarni Snæbjörnsson og Alexander Dantes Erlendsson á sviðinu í Hofi. Síðastliðinn laugardag frumsýndu Menningarfélag Akureyrar og Leikfélag Akureyrar stærsta leikverk sitt á leikárinu. Barnaleikritið Núnó og Júnía boðar endurkomu samstarfs Sigrúnar Huldar Skúladóttur og Söru Martí Guðmundsdóttur en þær sviðsettu hina frábæru Pílu pínu á síðastliðnu ári. Nú horfa þær til framtíðar. Núnó og Júnía gerist í framtíðarveröldinni Kaldóníu. Landinu er skipt í vestur- og austurhluta en á jaðrinum má finna Þokudal, afgirt einangrunarsvæði þar sem þokuberum er komið fyrir. Fyrir tíu árum greindist fyrsta þokusmitið en talið er að einstaklingar veikist séu þeir ekki nægilega metnaðarfullir. Núnó Fálkón er hetja Vestur-Kaldóníu enda hraustmenni hið mesta og hvattur áfram af lærimeistara sínum Þjálfa. Heimur hans umturnast þegar hann veikist sjálfur af þokunni, þrátt fyrir að vera framúrskarandi íþróttamaður og hittir hina ósýnilegu Júníu. Sigrún Huld og Sara Martí leggja af stað með virkilega metnaðarfulla hugmynd: að byggja og afbyggja síðan heilan framtíðarheim á 90 mínútum. Söguþráðurinn ber mikinn keim af nýlegum vísindaskáldsögum ætluðum ungu fólki, t.d. má greina stef úr Hungurleikunum eftir Suzanne Collins og þríleik Philips Pullman um Lyru Belacqua. Gallinn er helst sá að þær dvelja of lengi á einum stað, notast of mikið við staðalímyndir og endurtekningarnar eru óþægilega margar. Kjarni verksins og boðskapur er þó sterkur og heldur sýningunni saman. Bjarni Snæbjörnsson, Alexander Dantes Erlendsson og Dominque Gyða Sigrúnardóttir leika aðalhlutverkin en þau tvö síðastnefndu eru nýútskrifuð frá Listaháskóla Íslands. Mikið er á herðar þeirra lagt, þá sérstaklega Alexanders sem stendur á sviðinu nánast allan tímann og þessi fyrstu skref hans á atvinnusviði boða gott. Dominique Gyða nýtur sín best í hlutverki þáttarstýrunnar Sópran en skilar Júníu með einlægni. Bjarni kemur með húmor og flottar tímasetningar en sögu Þjálfa hefði þó mátt teikna betur. Að auki er heill hópur af ungum leikurum sem samanstendur af núverandi og fyrrverandi nemendum Leiklistarskóla LA. Sara Martí gerir ágætlega í leikstjórastólnum með dyggri hjálp frá Katrínu Mist Haraldsdóttur sem sér um sviðshreyfingarnar. Kaldónía er stílfærð, skipulögð og haldið í fjötrum af helgisiðum. Þess væri þó óskandi að Sara Martí hefði nostrað aðeins meira við þennan áhugaverða heim sem hún hefur skapað. Umgjörðin og hönnunarvinna hópsins er áræðin en með misjöfnum árangri. Þar ber fyrst að nefna ljósahönnun Inga Bekk sem er fantafín og leikmynd Brynju Björnsdóttur sem er einnig afspyrnu góð. Gerilsneyddur og einmanalegur heimur Vestur-Kaldóníu birtist áhorfendum ljóslifandi með neonlituðum ljósum og prjállausu umhverfi. Tónlist Stefáns Arnar Gunnlaugssonar ber sama naumhyggjukeiminn og passar sýningunni vel. Búningahönnun Írisar Eggertsdóttur nær hápunkti með ógnvænlegu gervi Þokusveitarinnar en mussur íbúa Austur-Kaldóníu hefði mátt endurhugsa. Sama gildir um myndbandið sem opnar og lokar sýningunni. Leikhúsið er áhrifaríkast þegar það er lifandi og sýningin er endaslepp þegar tilvalið hefði verið að hafa stórt hópatriði á sviði. Lífsstílsvæðing tilverunnar, endalaus samkeppni um að vera betri en náunginn og keppnisárátta mannkynsins fær aldeilis á baukinn í sýningunni. Afrek jafngilda nefnilega ekki hamingju og heildstæð afstaða til okkar innri manneskju hlýtur að vera mikilvægari en endalaus samanburður við aðra. MAk og Leikfélag Akureyrar eiga hrós skilið fyrir metnaðarfulla, skemmtilega og djarfa tilraun. Hér er komið nýtt íslenskt barnaleikrit þar sem unga fólkið er í forgrunni, bæði á sviði og bak við tjöldin. Núnó og Júnía hittir kannski ekki alveg í mark en sýningin er markverð engu að síður.Niðurstaða: Herslumuninn vantar á annars metnaðarfulla sýningu. Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Síðastliðinn laugardag frumsýndu Menningarfélag Akureyrar og Leikfélag Akureyrar stærsta leikverk sitt á leikárinu. Barnaleikritið Núnó og Júnía boðar endurkomu samstarfs Sigrúnar Huldar Skúladóttur og Söru Martí Guðmundsdóttur en þær sviðsettu hina frábæru Pílu pínu á síðastliðnu ári. Nú horfa þær til framtíðar. Núnó og Júnía gerist í framtíðarveröldinni Kaldóníu. Landinu er skipt í vestur- og austurhluta en á jaðrinum má finna Þokudal, afgirt einangrunarsvæði þar sem þokuberum er komið fyrir. Fyrir tíu árum greindist fyrsta þokusmitið en talið er að einstaklingar veikist séu þeir ekki nægilega metnaðarfullir. Núnó Fálkón er hetja Vestur-Kaldóníu enda hraustmenni hið mesta og hvattur áfram af lærimeistara sínum Þjálfa. Heimur hans umturnast þegar hann veikist sjálfur af þokunni, þrátt fyrir að vera framúrskarandi íþróttamaður og hittir hina ósýnilegu Júníu. Sigrún Huld og Sara Martí leggja af stað með virkilega metnaðarfulla hugmynd: að byggja og afbyggja síðan heilan framtíðarheim á 90 mínútum. Söguþráðurinn ber mikinn keim af nýlegum vísindaskáldsögum ætluðum ungu fólki, t.d. má greina stef úr Hungurleikunum eftir Suzanne Collins og þríleik Philips Pullman um Lyru Belacqua. Gallinn er helst sá að þær dvelja of lengi á einum stað, notast of mikið við staðalímyndir og endurtekningarnar eru óþægilega margar. Kjarni verksins og boðskapur er þó sterkur og heldur sýningunni saman. Bjarni Snæbjörnsson, Alexander Dantes Erlendsson og Dominque Gyða Sigrúnardóttir leika aðalhlutverkin en þau tvö síðastnefndu eru nýútskrifuð frá Listaháskóla Íslands. Mikið er á herðar þeirra lagt, þá sérstaklega Alexanders sem stendur á sviðinu nánast allan tímann og þessi fyrstu skref hans á atvinnusviði boða gott. Dominique Gyða nýtur sín best í hlutverki þáttarstýrunnar Sópran en skilar Júníu með einlægni. Bjarni kemur með húmor og flottar tímasetningar en sögu Þjálfa hefði þó mátt teikna betur. Að auki er heill hópur af ungum leikurum sem samanstendur af núverandi og fyrrverandi nemendum Leiklistarskóla LA. Sara Martí gerir ágætlega í leikstjórastólnum með dyggri hjálp frá Katrínu Mist Haraldsdóttur sem sér um sviðshreyfingarnar. Kaldónía er stílfærð, skipulögð og haldið í fjötrum af helgisiðum. Þess væri þó óskandi að Sara Martí hefði nostrað aðeins meira við þennan áhugaverða heim sem hún hefur skapað. Umgjörðin og hönnunarvinna hópsins er áræðin en með misjöfnum árangri. Þar ber fyrst að nefna ljósahönnun Inga Bekk sem er fantafín og leikmynd Brynju Björnsdóttur sem er einnig afspyrnu góð. Gerilsneyddur og einmanalegur heimur Vestur-Kaldóníu birtist áhorfendum ljóslifandi með neonlituðum ljósum og prjállausu umhverfi. Tónlist Stefáns Arnar Gunnlaugssonar ber sama naumhyggjukeiminn og passar sýningunni vel. Búningahönnun Írisar Eggertsdóttur nær hápunkti með ógnvænlegu gervi Þokusveitarinnar en mussur íbúa Austur-Kaldóníu hefði mátt endurhugsa. Sama gildir um myndbandið sem opnar og lokar sýningunni. Leikhúsið er áhrifaríkast þegar það er lifandi og sýningin er endaslepp þegar tilvalið hefði verið að hafa stórt hópatriði á sviði. Lífsstílsvæðing tilverunnar, endalaus samkeppni um að vera betri en náunginn og keppnisárátta mannkynsins fær aldeilis á baukinn í sýningunni. Afrek jafngilda nefnilega ekki hamingju og heildstæð afstaða til okkar innri manneskju hlýtur að vera mikilvægari en endalaus samanburður við aðra. MAk og Leikfélag Akureyrar eiga hrós skilið fyrir metnaðarfulla, skemmtilega og djarfa tilraun. Hér er komið nýtt íslenskt barnaleikrit þar sem unga fólkið er í forgrunni, bæði á sviði og bak við tjöldin. Núnó og Júnía hittir kannski ekki alveg í mark en sýningin er markverð engu að síður.Niðurstaða: Herslumuninn vantar á annars metnaðarfulla sýningu.
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira