Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Kristján Már Unnarsson skrifar 22. febrúar 2017 20:45 Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. Höfuðborg þessa næsta nágrannaríkis Íslands hefur verið að taka á sig sífellt meiri borgarmynd með háhýsum, alþjóðlegum verslunarmiðstöðvum og veglegum íþróttamannvirkjum. Þetta kom fram í tíu mínútna langri umfjöllun Stöðvar 2, sem sjá má í spilaranum hér að ofan. Frá Reykjavík er álíka langt til Nuuk og til Bergen í Noregi en Nuuk liggur miðsvæðis á vesturströnd Grænlands og er á sömu breiddargráðu og Reykjavík. Nuuk er sá höfuðstaður Norðurlanda sem vaxið hefur hraðast á undanförnum áratugum. Árið 1950 bjuggu þar um eitt þúsund manns en þá hét bærinn Godthåb. Í dag eru íbúarnir um 17.500 talsins.Íbúum Nuuk fjölgar hratt, sem kallar á miklar húsbyggingar og ný íbúðahverfi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í elsta hluta bæjarins, ofan við Nýlenduhöfn, stendur stytta af trúboðanum Hans Egede sem kom hingað með leyfi Danakonungs árið 1721 í leit að norrænum íbúum Grænlands en fann þá bara ínúíta. Hann stofnaði í staðinn trúboðsstöð, fór að kristna heimamenn og lagði þar með grunninn að bænum. Í dag er þetta miðstöð verslunar og stjórnsýslu, þarna er iðandi mannlíf, og þótt bærinn sé bara á stærð við Akureyri, þá kalla þeir Nuuk borg. Háhýsin spretta upp, það eru komin úthverfi og heilmikill borgarbragur á þennan fyrrum litla bæ. Húsakynnin standast algerlega samanburð við það sem gerist annarsstaðar á Norðurlöndunum.Við verslun í Nuuk nú í lok janúarmánaðar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Og ef þið haldið að Nuuk sé einhver afdalabyggð, þá kíkið bara með okkur inn í verslanamiðstöðvarnar, - og þær eru nokkrar. Sú stærsta heitir Nuuk Center, eða NC, sem er þeirra Kringla, með fjölda verslana og veitingastaða, og vöruúrvalið virðist síst minna en á Íslandi. Og veitingastaðirnir í Nuuk eru að minnsta kosti tuttugu talsins.Þorgerður Elín Brynjólfsdóttir og Eva Björk Jónsdóttir á þorrablóti Íslendingafélagsins í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Til að forvitnast um samfélagið skelltum við okkur á þorrablót Íslendingafélagsins og spurðum forsvarsmenn þess hvernig væri að vera Íslendingur í Nuuk. Þær Eva Björk Jónsdóttir, ráðstefnustjóri á Hótel Hans Egede í Nuuk, og Þorgerður Elín Brynjólfsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri í Nuuk, lýstu kynnum sínum af mannlífinu. Aðalmatvörukeðjan heitir Brugseni. Fyrir utan má iðulega sjá fólk selja handverk eða sitthvað matarkyns, eins og rækjur, fisk og hvalkjöt. Inni í búðinni mætti fyrst augum okkar girnilegt bakarí, þarna voru líka fersk blóm, og ávaxta- og grænmetisdeildin virtist stærri og fjölbreyttari en í mörgum íslenskum verslunum. Miðað við úrvalið í kjötborðinu virðist ríkja meira frelsi í innflutningi kjötvara en Íslendingar eiga að venjast. Og svo er líka hægt að kaupa vín og bjór í matvörubúðinni, áfengisdeildin hefur þó takmarkaðri opnunartíma en búðin að öðru leyti, henni er lokað fyrr á laugardögum með sérstöku rimlahliði og svo alveg lokað á sunnudögum. Og Nuuk var búið að fá sinn Rúmfatalager löngu áður en slíkur opnaði á Íslandi.Frá gömlu höfninni í Nuuk.Vísir/FRIÐRIK ÞÓR HALLDÓRSSONNafnið Nuuk þýðir nes og það er sérkennilegt að sjá blokkirnar standa á súlum á klettunum. Þótt fjöldi bíla sjáist aka um göturnar kom það okkur skemmtilega á óvart að sjá hvað margir eru fótgangandi. Þarna eru gulir strætisvagnar, eins og í Reykjavík. Nuuk er hluti af stærra sveitarfélagi, sem heitir Sermersooq, og af því þetta er borg þá er auðvitað borgarstjóri. Hún heitir Asii Chemnitz Narup og segir þetta stærsta sveitarfélag jarðar, því að það teygir sig yfir á austurströnd Grænlands. Um þrjátíu prósent íbúa landsins búa í Nuuk.Borgarstjóri Nuuk, Asii Chemnitz Narup.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Íbúum er að fjölga hægt og rólega. Í fyrra bættust 750 íbúar við og við sjáum fyrir okkur og stefnum á að geta hýst 30 þúsund íbúa árið 2030,“ segir Asii. Og ef marka má alla byggingarkranana, sem við sáum á lofti, þá er hér bullandi uppgangur. Það bráðvantar meira húsnæði. „Það vantar mikið af íbúðum og margir eru í húsnæðisvanda. Okkur mun vanta skóla og leikskóla og áætlun okkar um þróun bæjarins felur þetta allt í sér.“Frá aðalgötunni í miðbæ Nuuk. Stærsta hótelið, Hans Egede, sést hægra megin. Vinstra megin er önnur helsta verslanamiðstöðin.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Borgarstjórnin kynnti á dögunum áform um tvö ný úthverfi, Nuuk City Development, en til að komast á nýju svæðin er ætlunin að bora jarðgöng í gegnum eitt af bæjarfjöllunum. „Bærinn er að verða of lítill svo við ætlum að bora göng í gegnum stórt fjall sem nefnist Store Malene á dönsku, en Ukkusissat á grænlensku,“ segir borgarstjórinn. Nýju hverfin eiga að vera tilbúin á næstu sex til átta árum. En á meðan Nuuk hefur vaxið þá hefur íbúum Grænlands í heild fækkað og uppbyggingaráformum borgarstjórnar Nuuk verið mætt með tortryggni af hálfu ráðamanna annarra sveitarfélaga, sem segja höfuðborgina soga til sín íbúa dreifbýlisins. Stærstu vinnuveitendur Grænlands eru nefnilega stjórnsýslan og þjónustustofnanir hins opinbera, bæði hjá landsstjórninni og sveitarfélaginu, og flest opinberu störfin eru í Nuuk. Frá sundhöllinni í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Það þekkist um allan heim að fólk leitar í stærri bæi og í þéttbýli og það á einnig við á Grænlandi. Við sjáum ákveðið mynstur í flutningunum því fólk flytur hingað til Nuuk og ef draumar þess rætast ekki hér flytur það til Danmerkur,“ segir Asii. „Það er því fólksfækkun og mér finnst ekki að við eigum að sitja aðgerðalaus hjá. Svo við þurfum að stækka Nuuk svo hún verði ákjósanlegur staður til að búa og starfa á fyrir margar fjölskyldur. Við viljum fá unga námsfólkið heim frá útlöndum og Danmörku svo það geti lagt sitt af mörkum við uppbyggingu samfélagsins og hjálpað okkur á leið til sjálfstæðis.“Heitu pottarnir eru vinsælir í sundhöll Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Höfnin í Nuuk telst góð frá náttúrunnar hendi og klettar og eyjar skýla bátum fyrir veðri og vindum. Fiskveiðar og fiskvinnsla eru grunnstoð efnahags Grænlendinga og um helmingur fiskveiðiflota landsins er gerður út frá Nuuk. En þetta er jafnframt aðal vöruflutningahöfn Grænlands, um hana fer nánast allur inn- og útflutningur og svo er þetta miðstöð vöruflutninga til annarra byggða landsins. En þrengslin hefta frekari vöxt. Senn hyllir undir nýja gámahöfn sem tekin verður í notkun í sumar. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar, þeir voru um sextíu talsins þegar mest var en hefur fækkað nú þegar dregur að verklokum. Jón Ingi Georgsson, tæknifræðingur hjá Ístaki, segir þá lítið hafa blandast grænlenska samfélaginu enda vinnutíminn langur. Borgarstjóri Nuuk segir stækkun hafnarinnar skapa ný tækifæri fyrir fleiri fyrirtæki. „Þetta er góð leið til að þróa bæinn með frekari atvinnuþróun sem eykur hagvöxt og gefur okkur tækifæri til að styðja við fjölskyldur og einstaklinga til þess að afla sér góðrar menntunar og taka virkan þátt í samfélaginu. Í okkar augum hangir þetta saman,“ segir Asii. Fyrirhuguð stækkun flugvallarins er talin geta orðið lyftistöng fyrir ferðaþjónustu í Nuuk og styrkja böndin við Íslendinga, segir borgarstjórinn. Samstarfssamningur skipafélags Grænlendinga, Royal Arctic Line, og Eimskips mun jafnframt leiða til skipulagsbreytinga í sjóflutningum sem auka samskipti Grænlendinga við bæði Íslendinga og Færeyinga, að mati borgarstjórans. Guðmundur "Gujo" Þorsteinsson, verkefnisstjóri Kofoeds-skóla í Nuuk, flutti til Grænlands fyrir 46 árum. Hann segir að Íslendingar viti það best sjálfir að fyrsta skrefið að sjálfstæði séu aðflutningar og samgöngur; að geta komist á milli staða, - að geta flogið og siglt, enda sé Grænland eyja eins og Ísland. „Við í bæjarstjórninni ákváðum að í stað þess að bíða eftir að hlutirnir kæmu til okkar gerðum við áætlun og við vinnum með atvinnulífinu bæði hér, á Íslandi og í Danmörku,“ segir Asii Chemnitz Narup. „Við viljum hafa jákvæð áhrif fyrir næstu kynslóðir svo það má segja að við höfum tekið málin í okkar eigin hendur. Við sitjum ekki aðgerðalaus. Það lærðum við af Íslendingum. Ég er mjög hrifin af íslensku þjóðinni. Þið gefist aldrei upp og það gerum við ekki heldur," segir borgarstjóri Nuuk. Skipulag Tengdar fréttir Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30 Svona verður útsýnið úr grænlenska fangelsinu Þeir segja að engir fangar í heiminum fái betra útsýni því allir fangaklefar verða með glugga út á fjörðinn. Við blasa stórkostlegir fjallatindar og mögnuð fjarðamynni þar sem skipin sigla út og inn. 2. febrúar 2017 20:30 Gujo byggir upp grænlenska þjóð Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. 31. janúar 2017 21:30 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Kaup þriggja risaskipa styrkja tengsl Íslands og Grænlands Eimskip og Royal Arctic Line hafa samhliða undirritað samninga um smíði stærstu flutningaskipa í sögu Íslands og Grænlands. 25. janúar 2017 20:45 Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. Höfuðborg þessa næsta nágrannaríkis Íslands hefur verið að taka á sig sífellt meiri borgarmynd með háhýsum, alþjóðlegum verslunarmiðstöðvum og veglegum íþróttamannvirkjum. Þetta kom fram í tíu mínútna langri umfjöllun Stöðvar 2, sem sjá má í spilaranum hér að ofan. Frá Reykjavík er álíka langt til Nuuk og til Bergen í Noregi en Nuuk liggur miðsvæðis á vesturströnd Grænlands og er á sömu breiddargráðu og Reykjavík. Nuuk er sá höfuðstaður Norðurlanda sem vaxið hefur hraðast á undanförnum áratugum. Árið 1950 bjuggu þar um eitt þúsund manns en þá hét bærinn Godthåb. Í dag eru íbúarnir um 17.500 talsins.Íbúum Nuuk fjölgar hratt, sem kallar á miklar húsbyggingar og ný íbúðahverfi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í elsta hluta bæjarins, ofan við Nýlenduhöfn, stendur stytta af trúboðanum Hans Egede sem kom hingað með leyfi Danakonungs árið 1721 í leit að norrænum íbúum Grænlands en fann þá bara ínúíta. Hann stofnaði í staðinn trúboðsstöð, fór að kristna heimamenn og lagði þar með grunninn að bænum. Í dag er þetta miðstöð verslunar og stjórnsýslu, þarna er iðandi mannlíf, og þótt bærinn sé bara á stærð við Akureyri, þá kalla þeir Nuuk borg. Háhýsin spretta upp, það eru komin úthverfi og heilmikill borgarbragur á þennan fyrrum litla bæ. Húsakynnin standast algerlega samanburð við það sem gerist annarsstaðar á Norðurlöndunum.Við verslun í Nuuk nú í lok janúarmánaðar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Og ef þið haldið að Nuuk sé einhver afdalabyggð, þá kíkið bara með okkur inn í verslanamiðstöðvarnar, - og þær eru nokkrar. Sú stærsta heitir Nuuk Center, eða NC, sem er þeirra Kringla, með fjölda verslana og veitingastaða, og vöruúrvalið virðist síst minna en á Íslandi. Og veitingastaðirnir í Nuuk eru að minnsta kosti tuttugu talsins.Þorgerður Elín Brynjólfsdóttir og Eva Björk Jónsdóttir á þorrablóti Íslendingafélagsins í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Til að forvitnast um samfélagið skelltum við okkur á þorrablót Íslendingafélagsins og spurðum forsvarsmenn þess hvernig væri að vera Íslendingur í Nuuk. Þær Eva Björk Jónsdóttir, ráðstefnustjóri á Hótel Hans Egede í Nuuk, og Þorgerður Elín Brynjólfsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri í Nuuk, lýstu kynnum sínum af mannlífinu. Aðalmatvörukeðjan heitir Brugseni. Fyrir utan má iðulega sjá fólk selja handverk eða sitthvað matarkyns, eins og rækjur, fisk og hvalkjöt. Inni í búðinni mætti fyrst augum okkar girnilegt bakarí, þarna voru líka fersk blóm, og ávaxta- og grænmetisdeildin virtist stærri og fjölbreyttari en í mörgum íslenskum verslunum. Miðað við úrvalið í kjötborðinu virðist ríkja meira frelsi í innflutningi kjötvara en Íslendingar eiga að venjast. Og svo er líka hægt að kaupa vín og bjór í matvörubúðinni, áfengisdeildin hefur þó takmarkaðri opnunartíma en búðin að öðru leyti, henni er lokað fyrr á laugardögum með sérstöku rimlahliði og svo alveg lokað á sunnudögum. Og Nuuk var búið að fá sinn Rúmfatalager löngu áður en slíkur opnaði á Íslandi.Frá gömlu höfninni í Nuuk.Vísir/FRIÐRIK ÞÓR HALLDÓRSSONNafnið Nuuk þýðir nes og það er sérkennilegt að sjá blokkirnar standa á súlum á klettunum. Þótt fjöldi bíla sjáist aka um göturnar kom það okkur skemmtilega á óvart að sjá hvað margir eru fótgangandi. Þarna eru gulir strætisvagnar, eins og í Reykjavík. Nuuk er hluti af stærra sveitarfélagi, sem heitir Sermersooq, og af því þetta er borg þá er auðvitað borgarstjóri. Hún heitir Asii Chemnitz Narup og segir þetta stærsta sveitarfélag jarðar, því að það teygir sig yfir á austurströnd Grænlands. Um þrjátíu prósent íbúa landsins búa í Nuuk.Borgarstjóri Nuuk, Asii Chemnitz Narup.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Íbúum er að fjölga hægt og rólega. Í fyrra bættust 750 íbúar við og við sjáum fyrir okkur og stefnum á að geta hýst 30 þúsund íbúa árið 2030,“ segir Asii. Og ef marka má alla byggingarkranana, sem við sáum á lofti, þá er hér bullandi uppgangur. Það bráðvantar meira húsnæði. „Það vantar mikið af íbúðum og margir eru í húsnæðisvanda. Okkur mun vanta skóla og leikskóla og áætlun okkar um þróun bæjarins felur þetta allt í sér.“Frá aðalgötunni í miðbæ Nuuk. Stærsta hótelið, Hans Egede, sést hægra megin. Vinstra megin er önnur helsta verslanamiðstöðin.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Borgarstjórnin kynnti á dögunum áform um tvö ný úthverfi, Nuuk City Development, en til að komast á nýju svæðin er ætlunin að bora jarðgöng í gegnum eitt af bæjarfjöllunum. „Bærinn er að verða of lítill svo við ætlum að bora göng í gegnum stórt fjall sem nefnist Store Malene á dönsku, en Ukkusissat á grænlensku,“ segir borgarstjórinn. Nýju hverfin eiga að vera tilbúin á næstu sex til átta árum. En á meðan Nuuk hefur vaxið þá hefur íbúum Grænlands í heild fækkað og uppbyggingaráformum borgarstjórnar Nuuk verið mætt með tortryggni af hálfu ráðamanna annarra sveitarfélaga, sem segja höfuðborgina soga til sín íbúa dreifbýlisins. Stærstu vinnuveitendur Grænlands eru nefnilega stjórnsýslan og þjónustustofnanir hins opinbera, bæði hjá landsstjórninni og sveitarfélaginu, og flest opinberu störfin eru í Nuuk. Frá sundhöllinni í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Það þekkist um allan heim að fólk leitar í stærri bæi og í þéttbýli og það á einnig við á Grænlandi. Við sjáum ákveðið mynstur í flutningunum því fólk flytur hingað til Nuuk og ef draumar þess rætast ekki hér flytur það til Danmerkur,“ segir Asii. „Það er því fólksfækkun og mér finnst ekki að við eigum að sitja aðgerðalaus hjá. Svo við þurfum að stækka Nuuk svo hún verði ákjósanlegur staður til að búa og starfa á fyrir margar fjölskyldur. Við viljum fá unga námsfólkið heim frá útlöndum og Danmörku svo það geti lagt sitt af mörkum við uppbyggingu samfélagsins og hjálpað okkur á leið til sjálfstæðis.“Heitu pottarnir eru vinsælir í sundhöll Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Höfnin í Nuuk telst góð frá náttúrunnar hendi og klettar og eyjar skýla bátum fyrir veðri og vindum. Fiskveiðar og fiskvinnsla eru grunnstoð efnahags Grænlendinga og um helmingur fiskveiðiflota landsins er gerður út frá Nuuk. En þetta er jafnframt aðal vöruflutningahöfn Grænlands, um hana fer nánast allur inn- og útflutningur og svo er þetta miðstöð vöruflutninga til annarra byggða landsins. En þrengslin hefta frekari vöxt. Senn hyllir undir nýja gámahöfn sem tekin verður í notkun í sumar. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar, þeir voru um sextíu talsins þegar mest var en hefur fækkað nú þegar dregur að verklokum. Jón Ingi Georgsson, tæknifræðingur hjá Ístaki, segir þá lítið hafa blandast grænlenska samfélaginu enda vinnutíminn langur. Borgarstjóri Nuuk segir stækkun hafnarinnar skapa ný tækifæri fyrir fleiri fyrirtæki. „Þetta er góð leið til að þróa bæinn með frekari atvinnuþróun sem eykur hagvöxt og gefur okkur tækifæri til að styðja við fjölskyldur og einstaklinga til þess að afla sér góðrar menntunar og taka virkan þátt í samfélaginu. Í okkar augum hangir þetta saman,“ segir Asii. Fyrirhuguð stækkun flugvallarins er talin geta orðið lyftistöng fyrir ferðaþjónustu í Nuuk og styrkja böndin við Íslendinga, segir borgarstjórinn. Samstarfssamningur skipafélags Grænlendinga, Royal Arctic Line, og Eimskips mun jafnframt leiða til skipulagsbreytinga í sjóflutningum sem auka samskipti Grænlendinga við bæði Íslendinga og Færeyinga, að mati borgarstjórans. Guðmundur "Gujo" Þorsteinsson, verkefnisstjóri Kofoeds-skóla í Nuuk, flutti til Grænlands fyrir 46 árum. Hann segir að Íslendingar viti það best sjálfir að fyrsta skrefið að sjálfstæði séu aðflutningar og samgöngur; að geta komist á milli staða, - að geta flogið og siglt, enda sé Grænland eyja eins og Ísland. „Við í bæjarstjórninni ákváðum að í stað þess að bíða eftir að hlutirnir kæmu til okkar gerðum við áætlun og við vinnum með atvinnulífinu bæði hér, á Íslandi og í Danmörku,“ segir Asii Chemnitz Narup. „Við viljum hafa jákvæð áhrif fyrir næstu kynslóðir svo það má segja að við höfum tekið málin í okkar eigin hendur. Við sitjum ekki aðgerðalaus. Það lærðum við af Íslendingum. Ég er mjög hrifin af íslensku þjóðinni. Þið gefist aldrei upp og það gerum við ekki heldur," segir borgarstjóri Nuuk.
Skipulag Tengdar fréttir Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30 Svona verður útsýnið úr grænlenska fangelsinu Þeir segja að engir fangar í heiminum fái betra útsýni því allir fangaklefar verða með glugga út á fjörðinn. Við blasa stórkostlegir fjallatindar og mögnuð fjarðamynni þar sem skipin sigla út og inn. 2. febrúar 2017 20:30 Gujo byggir upp grænlenska þjóð Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. 31. janúar 2017 21:30 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Kaup þriggja risaskipa styrkja tengsl Íslands og Grænlands Eimskip og Royal Arctic Line hafa samhliða undirritað samninga um smíði stærstu flutningaskipa í sögu Íslands og Grænlands. 25. janúar 2017 20:45 Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30
Svona verður útsýnið úr grænlenska fangelsinu Þeir segja að engir fangar í heiminum fái betra útsýni því allir fangaklefar verða með glugga út á fjörðinn. Við blasa stórkostlegir fjallatindar og mögnuð fjarðamynni þar sem skipin sigla út og inn. 2. febrúar 2017 20:30
Gujo byggir upp grænlenska þjóð Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. 31. janúar 2017 21:30
Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00
Kaup þriggja risaskipa styrkja tengsl Íslands og Grænlands Eimskip og Royal Arctic Line hafa samhliða undirritað samninga um smíði stærstu flutningaskipa í sögu Íslands og Grænlands. 25. janúar 2017 20:45
Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?