Belgía stórveldið í Evrópudeildinni í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2017 10:00 Olivier Deschacht, varnarmaður Anderlecht, var alveg til að fagna sæti í 16 liða úrslitum ber á ofan þrátt fyrir kuldann í Sánkti Pétursborg í gær. Vísir/Getty Þrjú belgísk félög komust áfram í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar en fyrstu umferð útsláttarkeppninnar lauk í gærkvöldi. Þetta er sögulegur árangur hjá Belgum því aldrei áður hafa þrjú belgísk félög komst í sextán liða úrslit í sömu Evrópukeppni á sama tímabili. Alls eiga tólf lönd lið í pottinum þegar dregið verður í Evrópudeildinni í dag. Anderlecht sló út Zenit Saint Petersburg frá Rússlandi á fleiri mörkum skoruðum á útivelli þrátt fyrir að hafa tapað seinni leiknum 3-1. Genk sló út Astra Giurgiu frá Rúmeníu 3-2 samanlagt eftir 1-0 heimsigur í seinni leiknum. Gent sló út Tottenham 3-2 eftir 2-2 jafntefli í gær í seinni leik liðanna á Wembley í London. Tottenham var annað enska liðið til að detta úr keppni en Southampton komst ekki upp úr riðlakeppninni. Belgar eru stórveldið í Evrópudeildinni í ár enda með fleiri lið á lífi í keppninni en Englendingar og Spánverjar til samans. Spánverjar hafa verið áberandi í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar undanfarin ár en núna er bara Celto Vigo eftir þar sem Athletic Bilbao og Villarreal féllu bæði úr leik í 32 liða úrslitunum. Nú er það spurningin hvort valdataflið sé eitthvað að breytast og belgísku félögin að koma svona sterk upp eða hvort að þetta sé eitthvað tilfallandi og að heppnin hafi hreinlega verið með Belgunum í þetta skiptið.Þjóðir sem eiga lið í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar: Belgía 3 lið (Anderlecht, Genk, Gent) Rússland 2 lið (Krasnodar, Rostov) Þýskaland 2 lið (Borussia Mönchengladbach, Schalke 04) Kýpur (APOEL) Danmörk (FC Kaupmannahöfn) England (Manchester United) Frakkland (Lyon) Grikkland (Olympiacos) Ítalía (Roma) Holland (Ajax) Spánn (Celta Vigo) Tyrkland (Besiktas) Evrópudeild UEFA Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Sjá meira
Þrjú belgísk félög komust áfram í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar en fyrstu umferð útsláttarkeppninnar lauk í gærkvöldi. Þetta er sögulegur árangur hjá Belgum því aldrei áður hafa þrjú belgísk félög komst í sextán liða úrslit í sömu Evrópukeppni á sama tímabili. Alls eiga tólf lönd lið í pottinum þegar dregið verður í Evrópudeildinni í dag. Anderlecht sló út Zenit Saint Petersburg frá Rússlandi á fleiri mörkum skoruðum á útivelli þrátt fyrir að hafa tapað seinni leiknum 3-1. Genk sló út Astra Giurgiu frá Rúmeníu 3-2 samanlagt eftir 1-0 heimsigur í seinni leiknum. Gent sló út Tottenham 3-2 eftir 2-2 jafntefli í gær í seinni leik liðanna á Wembley í London. Tottenham var annað enska liðið til að detta úr keppni en Southampton komst ekki upp úr riðlakeppninni. Belgar eru stórveldið í Evrópudeildinni í ár enda með fleiri lið á lífi í keppninni en Englendingar og Spánverjar til samans. Spánverjar hafa verið áberandi í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar undanfarin ár en núna er bara Celto Vigo eftir þar sem Athletic Bilbao og Villarreal féllu bæði úr leik í 32 liða úrslitunum. Nú er það spurningin hvort valdataflið sé eitthvað að breytast og belgísku félögin að koma svona sterk upp eða hvort að þetta sé eitthvað tilfallandi og að heppnin hafi hreinlega verið með Belgunum í þetta skiptið.Þjóðir sem eiga lið í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar: Belgía 3 lið (Anderlecht, Genk, Gent) Rússland 2 lið (Krasnodar, Rostov) Þýskaland 2 lið (Borussia Mönchengladbach, Schalke 04) Kýpur (APOEL) Danmörk (FC Kaupmannahöfn) England (Manchester United) Frakkland (Lyon) Grikkland (Olympiacos) Ítalía (Roma) Holland (Ajax) Spánn (Celta Vigo) Tyrkland (Besiktas)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Sjá meira