Ástarjátning í alheiminum Sif Sigmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2017 07:00 Valentínusardagur árið 1990. Staður: Höfuðstöðvar NASA. Voyager 1, geimfar NASA, nálgast jaðar sólkerfis okkar. Það hefur lokið hlutverki sínu sem var að rannsaka Júpíter og Satúrnus. Nú á að slökkva á myndavélunum til að spara orku svo að farið megi sigla sem lengst út úr sólkerfinu. En það heyrast mótbárur. Carl Sagan, einn vísindamannanna að baki leiðangrinum, hefur árum saman grátbeðið yfirmenn sína um að beina myndavélunum að jörðinni og smella af. Þeir láta loks undan. Niðurstaðan er ein frægasta ljósmynd sem tekin hefur verið af Jörðinni en á henni birtist heimili okkar sem agnarsmár, fölblár depill umkringdur svartnætti himingeimsins.Breytt heimsmynd Á ný hafa fjarlægir deplar fangað hug okkar, að þessu sinni svartir skuggar á rauðri dvergstjörnu. Margir biðu spenntir eftir blaðamannafundi sem NASA boðaði til í vikunni. Var þar tilkynnt að fundist hefði sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina. Fljótandi vatn – skilyrði fyrir lífi – kann að vera á þremur þeirra. Á sama tíma og NASA tilkynnti með viðhöfn um hugsanlegt líf á öðrum hnöttum var stigið annað, öllu hljóðlátara, skref í átt að breyttri heimsmynd. Í vikunni sem leið var nýrri bók dreift í grunnskóla í Bretlandi. Það væri ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir tvennt: 1) Lesefnið hafði þurft samþykki hæstaréttar landsins. 2) Það var fjármagnað gegnum hópfjármögnunar-vefsíðu. Árið 2015 komst hæstiréttur í Bretlandi að þeirri niðurstöðu að þarlendum skólum bæri að breyta trúarbragðakennslu sinni. Samhliða því að fræða börn um mismunandi trúarbrögð væri þeim skylt að fjalla um lífsskoðanir sem byggðu á trúleysi. Í kjölfarið hóf Húmanistafélag Bretlands söfnun fyrir riti handa börnum þar sem fjallað er um veraldlegar lífsskoðanir. Skólabörnum er nú kynntur afraksturinn.Á dánarbeði Hver erum við? Hvað erum við? Hver er tilgangurinn með þessu öllu saman? Enn, við upphaf 21. aldar, einoka trúarbrögð stóru spurningarnar er varða tilvist mannsins. Svo föst erum við í þeim þankagangi að ekkert annað en blákalt tilgangsleysi sé að finna í efnisheiminum að hæstaréttardóm og hópfjármögnun þarf til svo að kynna megi börnum andstæður þess yfirnáttúrulega. Fyrrnefndur Carl Sagan, sem á Valentínusardaginn fyrir tuttugu og sjö árum tryggði okkur einstaka sýn á okkur sjálf með myndatöku úr Voyager 1 geimfarinu, var kunnur víða um heim fyrir að miðla uppgötvunum og aðferðum vísindanna á skiljanlegan hátt. Carl var jafnframt trúleysingi og barðist alla tíð gegn hindurvitnum hvers konar. Carl lést árið 1996, aðeins 62 ára að aldri, eftir erfiða baráttu við sjaldgæfan beinmergssjúkdóm. Að honum látnum var ekkja hans, rithöfundurinn Ann Druyan, ítrekað spurð að því hvort Carl hefði bugast á dánarbeðinu og tekið trú í von um líf eftir dauðann. Ann svaraði með svo magnþrunginni en jarðbundinni ástarjátningu að frekari rök ætti ekki að þurfa fyrir ágæti – og réttmæti – veraldlegra lífsskoðana: „Carl mætti endalokum sínum af óbilandi hugrekki og leitaði aldrei huggunar í tálvonum. Það var sorglegt en við vissum að við sæjumst aldrei aftur. Ég veit að við munum aldrei verða saman aftur. En hið góða er að vegna þeirrar vissu gættum við þess öll þau tuttugu ár sem við áttum saman að vera meðvituð um hversu stutt og dýrmætt lífið er. Við gerðum aldrei lítið úr dauðanum með því að láta eins og hann væri eitthvað annað en endalokin. Hvert einasta andartak lífs okkar – hver einasta stund sem við áttum saman – var kraftaverk. Ekki í þeim skilningi að um væri að ræða eitthvað óútskýranlegt eða yfirnáttúrulegt. Heldur vissum við að við nutum góðs af tilviljunum; að tilviljanirnar höfðu verið okkur örlátar, hliðhollar; að okkur tókst að finna hvort annað þrátt fyrir víðáttu alheimsins og býsn tímans?… Það er það sem heldur mér gangandi, í því finn ég tilgang.“ Er ekki ástæða til að íslensk skólabörn, eins og þau bresku, eignist bók þar sem fjallað er um tilganginn í hinu efnislega, fegurðina í því rökrétta og mikilfengleika agnarsmás fölblás depils? Er alheimurinn ekki nóg? Þurfum við nokkuð meira? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun
Valentínusardagur árið 1990. Staður: Höfuðstöðvar NASA. Voyager 1, geimfar NASA, nálgast jaðar sólkerfis okkar. Það hefur lokið hlutverki sínu sem var að rannsaka Júpíter og Satúrnus. Nú á að slökkva á myndavélunum til að spara orku svo að farið megi sigla sem lengst út úr sólkerfinu. En það heyrast mótbárur. Carl Sagan, einn vísindamannanna að baki leiðangrinum, hefur árum saman grátbeðið yfirmenn sína um að beina myndavélunum að jörðinni og smella af. Þeir láta loks undan. Niðurstaðan er ein frægasta ljósmynd sem tekin hefur verið af Jörðinni en á henni birtist heimili okkar sem agnarsmár, fölblár depill umkringdur svartnætti himingeimsins.Breytt heimsmynd Á ný hafa fjarlægir deplar fangað hug okkar, að þessu sinni svartir skuggar á rauðri dvergstjörnu. Margir biðu spenntir eftir blaðamannafundi sem NASA boðaði til í vikunni. Var þar tilkynnt að fundist hefði sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina. Fljótandi vatn – skilyrði fyrir lífi – kann að vera á þremur þeirra. Á sama tíma og NASA tilkynnti með viðhöfn um hugsanlegt líf á öðrum hnöttum var stigið annað, öllu hljóðlátara, skref í átt að breyttri heimsmynd. Í vikunni sem leið var nýrri bók dreift í grunnskóla í Bretlandi. Það væri ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir tvennt: 1) Lesefnið hafði þurft samþykki hæstaréttar landsins. 2) Það var fjármagnað gegnum hópfjármögnunar-vefsíðu. Árið 2015 komst hæstiréttur í Bretlandi að þeirri niðurstöðu að þarlendum skólum bæri að breyta trúarbragðakennslu sinni. Samhliða því að fræða börn um mismunandi trúarbrögð væri þeim skylt að fjalla um lífsskoðanir sem byggðu á trúleysi. Í kjölfarið hóf Húmanistafélag Bretlands söfnun fyrir riti handa börnum þar sem fjallað er um veraldlegar lífsskoðanir. Skólabörnum er nú kynntur afraksturinn.Á dánarbeði Hver erum við? Hvað erum við? Hver er tilgangurinn með þessu öllu saman? Enn, við upphaf 21. aldar, einoka trúarbrögð stóru spurningarnar er varða tilvist mannsins. Svo föst erum við í þeim þankagangi að ekkert annað en blákalt tilgangsleysi sé að finna í efnisheiminum að hæstaréttardóm og hópfjármögnun þarf til svo að kynna megi börnum andstæður þess yfirnáttúrulega. Fyrrnefndur Carl Sagan, sem á Valentínusardaginn fyrir tuttugu og sjö árum tryggði okkur einstaka sýn á okkur sjálf með myndatöku úr Voyager 1 geimfarinu, var kunnur víða um heim fyrir að miðla uppgötvunum og aðferðum vísindanna á skiljanlegan hátt. Carl var jafnframt trúleysingi og barðist alla tíð gegn hindurvitnum hvers konar. Carl lést árið 1996, aðeins 62 ára að aldri, eftir erfiða baráttu við sjaldgæfan beinmergssjúkdóm. Að honum látnum var ekkja hans, rithöfundurinn Ann Druyan, ítrekað spurð að því hvort Carl hefði bugast á dánarbeðinu og tekið trú í von um líf eftir dauðann. Ann svaraði með svo magnþrunginni en jarðbundinni ástarjátningu að frekari rök ætti ekki að þurfa fyrir ágæti – og réttmæti – veraldlegra lífsskoðana: „Carl mætti endalokum sínum af óbilandi hugrekki og leitaði aldrei huggunar í tálvonum. Það var sorglegt en við vissum að við sæjumst aldrei aftur. Ég veit að við munum aldrei verða saman aftur. En hið góða er að vegna þeirrar vissu gættum við þess öll þau tuttugu ár sem við áttum saman að vera meðvituð um hversu stutt og dýrmætt lífið er. Við gerðum aldrei lítið úr dauðanum með því að láta eins og hann væri eitthvað annað en endalokin. Hvert einasta andartak lífs okkar – hver einasta stund sem við áttum saman – var kraftaverk. Ekki í þeim skilningi að um væri að ræða eitthvað óútskýranlegt eða yfirnáttúrulegt. Heldur vissum við að við nutum góðs af tilviljunum; að tilviljanirnar höfðu verið okkur örlátar, hliðhollar; að okkur tókst að finna hvort annað þrátt fyrir víðáttu alheimsins og býsn tímans?… Það er það sem heldur mér gangandi, í því finn ég tilgang.“ Er ekki ástæða til að íslensk skólabörn, eins og þau bresku, eignist bók þar sem fjallað er um tilganginn í hinu efnislega, fegurðina í því rökrétta og mikilfengleika agnarsmás fölblás depils? Er alheimurinn ekki nóg? Þurfum við nokkuð meira? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun