„Ég vaknaði kannski upp með andfælum og öskrum“ Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2017 16:06 Árið 2003 tók blaðamaður Fréttablaðsins ítarlegt viðtal við Sævar Ciesielski þar sem hann segir opinskátt og einlæglega lífi sínu í skugga Guðmundar- og Geirfinnsmála. Þetta er sláandi frásögn. Í tilefni af fréttum dagsins endurbirtir Vísir þetta viðtal nú og lagar að nýju formi eins og unnt er. Viðtalið, sem var undir fyrirsögninni „Að hlusta á eigin raddir“, birtist 15. febrúar og var því fylgt úr hlaði með þessum orðum: „Sævar Marinó Ciesielski hefur átt misjafna daga eftir að hann afplánaði dóminn sem hann fékk fyrir að ráða bæði Geirfinni Einarssyni og Guðmundi Einarssyni bana. Hann var dæmdur á sínum tíma í ævilangt fangelsi. Sævar heldur fram sakleysi sínu, segir af ótrúlegum raunum í tengslum við einangrun og harðræði sem hann sætti og hvernig honum hefur gengið að fóta sig í daglega lífinu eftir að hann var látinn laus.“Sviptur öllu sem gerir þig að manniÁður en lengra er haldið er vert að heyra Sævar lýsa upplifun sinni einangrun en hann var 615 daga í einangrun í Síðumálafangelsi í tengslum við gæsluvarðhaldsvist sína. „Það var mjög erfitt að koma úr einangruninni. Maður var eins og vakúmpakkaður og heyrði bara ákveðna tíðni hljóða. Ég kom úr henni árið um jólaleytið 1977 og fór þá niður á Skólavörðustíg. Og þá fóru einkenni að koma fram. Ég vaknaði kannski á morgnana, gat hvorki hreyft legg né lið, en heyrði allt sem gerðist í kringum mig. Sá ekkert en heyrði bara. Gat ekki talað eða hreyft mig. Þá var farið að gefa mér sterk verkjalyf sem ég var á í einhverja mánuði eða ár á eftir. Það lagaðist ekkert við það en ég sljóvgaðist. Ég hafði aðlagast ákveðnu umhverfi sem var steindautt. Síðustu mánuðina í einangrun í Síðumúlanum var ég að upplifa skyndauða. Það var eins og slokknaði á öllum skynfærum. Þau höfðu ekki fengið neina næringu, ekkert til að miða sig við og heyrn og sjón og skynjunin öll dofnaði. Ég vaknaði kannski upp með andfælum og öskrum líkt og ég væri að öskra fyrir lífi mínu. Eins og ég hefði orðið fyrir hjartastoppi eða dauða. Ég var farinn að upplifa dauðann. Eins og heilinn slökkti á sér. Ég var kannski í þessu ástandi, oftast gerðist þetta á nóttinni, og þá kom eins og sprenging í gegnum mig og ég þeyttist út á gólf með öskrum. Og þá fékk ég mikinn hjartslátt. Þú situr uppi með sjálfan þig og fjóra veggi. Það þarf lítið að segja við mann í einangrunarvist því hann fær hluti á heilann. Hann ruglast, maður veit ekki hverju á að trúa, eða hvað maður er að segja. Og þú verður að trúa böðlunum því einhvers staðar verður heilabúið að finna sannleika, einhverja viðmiðun. Það er búið að svipta þig öllu sem gerir þig að manni.“Öryrki og fangi Geirfinns- og Guðmundarmála En, þá að viðtalinu sjálfu og vert að benda á að í lokin er rætt við barnsmóður Sævars sem hefur athyglisverða sögu að segja bæði sem snýr að því hversu brenndur Sævar var af þessum málum og svo útskúfun samfélagsins.Viðtal Fréttablaðsins við Sævar árið 2003 vakti verulega athygli enda segir Sævar þar hreinskilnislega undan og ofan af ævi sínu í skugga Guðmundar- og Geirfinnsmála. Myndina tók Róbert Reynisson þá ljósmyndari blaðsins.„Sævar er með stærri mönnum, slæst við djöfulinn eins og gengur og fær sér stöku sinnum í glas. Hann stendur að minnsta kosti í lappirnar. Maður hefur séð þá marga á fjórum fótum í gegnum tíðina,“ segir Sævar Marinó Ciesielski um sjálfan sig. Hann dregur ekki dul á að dagarnir hafi verið með ýmsu móti eftir að hann kom af Hrauninu. Í dag er hann skráður fyrir fimm börnum (eins og hann orðar það), býr við sárustu fátækt og á fjórar sambúðir að baki. Sævar hefur verið úrskurðarður 75 prósent öryrki og stríðir við andlega örðugleika vegna reynslu sem óhætt er að fullyrða að fæstir kæmust heilir frá. Hann hafnar því að vera með Geirfinns- og Guðmundarmálin á heilanum þótt hann sé fangi þeirra.Vertu ekkert að fara til Reykjavíkur Miðað við að þarna fer reynslumikill maður er Sævar furðu unglegur að sjá. En þegar hann er spurður um aldur þarf hann að hugsa sig um. „47 ára... nei, bíddu. Ég er 48! Aldur er svo afstæður. Ég er bara að verða eins og sænska ljóskan þarna í Svíþjóð sem hafði farið í svo margar fegurðaraðgerðir og yngingarmeðferðir að hún gekk alla leið og heimtaði að kennitölunni yrði breytt.“ Sævar lítur ekki á sig sem Reykvíking. Hann er fæddur í sveit, er Gnúpverji og ólst þar upp hjá afa sínum og ömmu á StóraHofi. „Ætli maður sé ekki að einhverju leyti Reykvíkingur. En það var undarlegt að alast upp í sveit og kynnast svo Reykjavík – ég var alltaf með annan fótinn í borginni hjá mömmu en undi mér best í sveitinni. Fannst eins og ég væri sprottinn upp úr moldinni þar. Og líklega hefði ég betur hlustað á ömmu þegar hún sagði við mig: Í guðanna bænum, Sævar minn. Vertu ekkert að fara til Reykjavíkur. Þú lendir bara í löggunni.“ Og það var nákvæmlega það sem gerðist. Sævar upplifði sig fljótt utangarðs, segir að hann hafi skorið sig úr bæði hvað útlit varðar og innri gerð, dulur og inni í sér. Hann var í Héraðsskólanum að Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Þar voru ýmsir sem flokkaðir voru sem vandræðaunglingar og sá stimpill fylgdi Sævari þegar hann kom til Reykjavíkur. Og ganga má út frá því sem vísu að samfélagsgerðin íslenska hafi verið fordómafyllri fyrir 35 árum en nú er.Strangur faðir og drykkfelldurFaðir Sævars var pólskur, hét Michael Frances Ciesielski, frá Kraká en fæddur í Ameríku. Hann kom til Íslands sem veðurfræðingur árið 1950, settist hér að og starfaði við eitt og annað sem viðskiptafræðingur en því námi lauk hann síðar í Bandaríkjunum.Þessa ágætu portrettmynd af Sævari tók Gunnar V. Andrésson. Sex árum eftir að viðtalið birtist í Fréttablaðinu. Það voru Sævari mikil vonbrigði að endurupptöku var hafnað á sínum tíma.visir/gva„Hann var strangur karlinn, drykkfelldur, vildi mikið vera að sulla. Hann var svona drinker eins og ég. Mér þykir gott að fá mér í glas og slaka á. En það sér sjaldan á mér. Þetta pólska blóð er til vandræða. Það er eins og ekkert bíti á það. Ég sat einhverju sinni á bar og var að spjalla við Pólverja sem upplýsti mig um merkingu nafnsins Ciesielski. Hann sagði það þýða himnasendingu. Þá hló barinn. En mér finnst oft eins og ég þoli áfengi betur en þeir sem í kringum mig eru. Ég er drinker eins og pabbi, ekki alkóhólisti. Móðir mín heitin var Sigurbjörg Ólöf Guðjónsdóttur. Þegar ég var 13 ára slitu foreldarar mínir samvistum og ári síðar dó pabbi.“Er fangi þessara málaNú verður farið fljótt yfir sögu. Um Guðmundar- og Geirfinnsmál hefur verið skrifað meira en nokkur sakamál önnur á Íslandi og hægur leikur að kynna sér þau. Sævar var handtekinn 12. desember árið 1974, þá tvítugur. Hann lýsir því að hafa sætt ótrúlegu harðræði við yfirheyrslur og var í einangrun í rúm tvö ár. Sævar Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson voru dæmdir í ævilangt fangelsi 19. desember 1977 fyrir að ráða Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni bana. Um það er spurt hvað hafi á daga Sævars drifið frá því hann gekk út af Hrauninu frjáls maður árið 1984. Óhjákvæmilega blandast málareksturinn inn í sögu hans. Nýleg skýrsla Láru V. Júlíusdóttur hefur orðið til að vekja enn og aftur athygli á þessum málum og Sævar fagnar því út af fyrir sig þó hann véfengi skýrsluna. „Ég hef verið að bíða eftir þessari niðurstöðu svo við Ragnar Aðalsteinsson lögmaður getum farið að snúa okkur að endurtekinni kröfu um endurupptöku málsins. Ég tel að einhver rannsóknaraðili, eins og ríkislögreglustjóri, ætti að gera úttekt á málinu í staðinn. Nei, ég er ekki sáttur við þessa skýrslu. Ég er búinn að stúdera þetta mál í ein 30 ár og velkjast með þetta fram og til baka...“Ertu með þetta mál á heilanum? „Nei, ég get slakað á mánuðum saman án þess að nefna þetta. Oftast segi ég við fólk: Ég ræði ekki þessi mál. En ég verð ekki frjáls fyrr en fengin hefur verið einhver niðurstaða. Ég er fangi þessara mála.“Stórskaddaður af völdum einangrunarvistarinnar Sævar segist vitanlega mjög skaddaður af völdum einangrunarvistarinnar og hefði átt að úrskurða hann 75 prósent öryrkja strax að henni lokinni. Það var ekki fyrr en 1996 sem hann er dæmdur slíkur en þá er hann við að missa allt úr höndum sér. Þegar hann kom úr fangelsi fékk hann enga félagslega aðstoð eða aðlögun af neinu tagi. „Bara hent út og sagt: Bjargaðu þér!“ Sævar telur að hann hefði átt að fá meðhöndlun strax að lokinni fangelsisvist sem andlegur öryrki. „Það var fangelsislæknir sem hvatti mig og sagði að ég þyrfti ekki að skammast mín því borðleggjandi væri að ég bæri verulegan skaða af völdum einangrunarvistarinnar. Þetta lýsir sér í svefntruflunum, einbeitingarleysi, andlegu getuleysi og máttleysi inni á milli. Ég festist stundum inni á milli fjögurra veggja, fell inn í tómleikann og heyri þá aðeins eigin raddir.“Sævar ávallt grunaður um græskuFljótlega eftir að Sævar losnaði fékk hann vinnu við Seðlabankann! Reyndar hjá fyrirtækinu Steintaki. „Það er alltaf erfitt að koma út og ég varð fyrir ýmsum spörkum þó svo að ég hafi gert allt sem í mínu valdi stendur til að aðlagast samfélaginu. En velviljaðir menn réðu mig í byggingarvinnu og ég sá um að koma öllu gabbróinu utan á Seðlabankabygginguna, boraði fyrir hverri einustu plötu þar, bar þær meira að segja upp og kom fyrir á sinn stað.“En allir vissu hver Sævar var. Hann nefnir eitt dæmi af mörgum. Einn morgun þegar Sævar var við vinnu komu þrír lögreglubílar inn á svæðið til að rannsaka grunsemdir sem vöknuðu þegar einn verkamannanna hélt því fram að peningar hefðu horfið úr veski sínu. „Hann sakaði mig um það þó hann hefði ekkert fyrir sér. Manninum var eitthvað í nöp við mig og var að reyna að koma mér í vesen. Ekkert varð úr þessu en ég hef lent í mörgu slíku. Til dæmis ef ég fæ mér í glas þá eru menn klagandi mig um allan bæ – hvenær hefur það verið refsivert. Ég nota engin geðlyf eða slíkt? Er ekki fimmti hver maður á Íslandi á slíku? Má ég ekki fá mér í glas til að deyfa sjálfan mig? Maður situr varla undir svona máli án þess að slaka á og fá sér í glas stöku sinnum. En ég hef nú frekar verið í því að reyna að koma mér úr veseni en í það. Maður tekur frekar til fótanna en að lenda í einhverju orðaskaki Ég hef oft orðið fyrir því að ráðist hefur verið á mig en aðallega er það nú að sitja undir þessu máli svona óuppgerðu sem hefur haft leiðinlegustu áhrifin á mitt líf allt.“Guilfordmálin örlagavaldurEftir störf sín við Seðlabankann tóku við parkettslípanir og -lagnir. Hann kynntist konu, var í sambúð með henni og eiga þau tvo drengi sem nú eru á fermingaraldri. Árið 1993 pakkar hann slípivél sinni í ferðatösku, rífur sig og fjölskylduna upp og plantar sér í miðríkjum Bandaríkjanna. „Ég var búinn að lifa tiltölulega hefðbundnu fjölskyldulífi og fer til Ameríku og vinn í parketti þar. Þá sé ég stöðu mína úr fjarlægð. Ég var búinn að leggja mikið á mig í átta eða níu ár en staða mín breyttist ekkert – ég fann alltaf til höfnunar og getuleysis að takast á við það. Einhvers konar útskúfun. Alltaf eitthvað verið að tala um mann: Já greyið! Hann lenti í þessu og svona... Fjarlægðin gerði það að verkum að ég sá þetta í skýrara ljósi. Mér leið vel andlega þarna úti og ætlaði ekki að koma heim. Vissi sem var að ég myndi bjarga mér þar margfalt betur en hér á Íslandi.“ Örlagavaldur í lífi Sævars reynist kvikmyndin „In the Name of the Father“ sem fjallar um Guildford-málin. „Upp úr því hringir í mig blaðamaður og fer að ræða þessi mál við mig. Ég ætlaði ekki að koma heim en ákvað eftir það samtal að gera svo og berjast fyrir endurupptöku málsins.“ Og þá má segja að sárin rifni upp á nýjan leik. Sævar hellir sér út í málið á nýjan leik.Upplifði höfnun samfélagsinsÞegar Hæstiréttur hafnaði beiðni Sævars árið 1997 um að taka aftur upp Guðmundar- og Geirfinnsmálin, sem dæmt hafði verið í 17 árum áður, fór Sævar fyrst að viðurkenna veikleika sína fyrir alvöru. „Að ég ber andlegan, líkamlegan og félagslegan skaða. Ég er ekki nema um tvítugt þegar ég lendi í þessu og hef verið undir miklu álagi síðan. Mér finnst eins og Hæstiréttur hafni persónunni Sævari Ciesielski. Og þeir gera það í sinni greinargerð. Þá fór ég að upplifa mig algerlega útundan í þessu samfélagi og það er tómt mál um að tala að reka fjölskyldu undir því álagi. Það er nánast sagt berum orðum að ég sé ekki æskilegur. Þetta hefur ýmsar afleiðingar. Undirstrikun þess sem að mér og mínu fólki hefur snúið í gegnum tíðina – útskúfun. Í það minnsta hef ég skynjað það svo. Móður minni sálugu fannst alltaf eins og verið væri að niðurlægja sig í tengslum við þetta mál.“Og hér er ég, þrjár eða fjórar sambúðir að baki og fimm börn skráð. Það slitnaði upp úr sambúð minni og barnsmóður minnar enda var þetta gífurlegt álag. Hún var þá í Háskólanum en ég vann allt sumarið 1994 að greinargerð um málið sem ég lagði fram 23. nóvember. Síðan hef ég verið að bíða og reyna að vinna í þessu eftir föngum. Og biðin er erfið. Þegar maður fer í svona málastand fara fjölskyldumálin öll til fjandans. Slitnar upp úr öllu og kemst rót á allt.Alltaf með kærustur uppá arminnSævar er ekki í sambúð sem stendur en segist alltaf eiga kærustur. Á slíku þurfi menn með svo stórt hjarta að halda – að eiga vísa ást og hlýju. „Ég hef alltaf einhverja konu hjá mér. Og ég á góðar vinkonur. Ég held þokkalegum tengslum við barnsmæður mínar. Ég hef reyndar ekkert samband við Erlu Bolladóttur. Við eigum saman 27 ára gamla stelpu og ég varð afi fyrir sex til sjö árum. Synd frá því að segja að um svo lítið samband sé að ræða og ég skammast mín stundum fyrir vanræksluna. Svo á ég tvo stráka á fermingaraldri og hef ekki mikið samband við þá en yngstu börnin mín tvö, sem eru þriggja og fjögurra ára, þau hitti ég reglulega. Sú barnsmóðir mín er þá númer þrjú í röðinni.“ Sævar býr við sára fátækt en segist nægjusamur. „Ég get ekki leyft mér hvað sem er og verð að miða lífernið við takmarkaðar tekjur. Hvernig næ ég endum saman sem öryrki? Vitanlega er maður blankur á seinni vikum mánaðarins og ekki fær maður lán í bönkum frekar en aðrir sem enga veltu hafa.“Þetta pólska blóðAuk málavafsturs hefur Sævar verið að vinna að myndlist undanfarin ár og er að undirbúa sýningu. Hann er laginn í höndunum og útbýr rammana sjálfur úr parkettstöfum. „Ég vil gjarnan gefa fólki tækifæri á að sjá hvað ég er að geraen þetta er svona konseptlist. Ég fæ ákveðna útrás í listinni fyrir mína þjáningu og reynslu sem speglast í verkunum – blæbrigði sálarinnar. Svona vinn ég úr mínum erfiðleikum og hefði ég gaman að því að koma á fót einhvers konar aðstöðu þar sem fólk á miðjum aldri gæti komið saman og starfað. Þetta veitir manni ró. Mér finnst ég mjög sterkur miðað við allt. Ég hef mjög sterk gen. Sterkustu gen á Íslandi og myndi ekki treysta neinum öðrum til að standa í mínum sporum án þess að lenda inni á geðdeild eða fremja sjálfsmorð, sem er nokkuð sem ég myndi aldrei gera. Það er þetta pólska blóð.“Heimilið undirlagt af Geirfinnsmálinu– viðtal við barnsmóður Sævars Ciesielski „Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt mál en ég hef orðið fyrir aðkasti frá fólki og fordómum,“ segir móðir tveggja yngstu barna Sævars. Kannski er samfélagið samt við sig því hún kýs að koma ekki fram undir nafni. Óttast að börnin kunni að súpa seyðið af því og segist hafa hagsmuna að gæta. Hún er ung, tuttugu og sex ára, þegar hún hefur sambúð með Sævari, var með honum um þriggja ára skeið en þau hættu saman fyrir þremur árum. Hún segist ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu stórt skref það var að binda trúss sitt við Sævar á sínum tíma.Útskúfun samfélagsinsHún hefur hingað til neitað öllum óskum um viðtöl, segir nægjanlegt að Sævar hafi staðið í eldlínunni. Fréttablaðið spyr hana hvernig reynsla það hafi verið að búa með þessum þekkta manni. „Þetta hefur reynst mér ákaflega erfitt og óneitanlega breytt minni sýn á þetta samfélag. Mér finnst ég engan veginn hafa átt þá fordóma skilið sem ég hef orðið fyrir. Ég dreg enga fjöður yfir að Sævar hefur verið í óreglu en þann stimpil hef ég þurft að búa við saklaus, en ég hef aldrei verið í óreglu sjálf. Það er einfaldlega særandi. Ég get nefnt eitt dæmi sem er mér í fersku minni. Við vorum á leigumarkaðnum þegar við bjuggum saman. Ég ætlaði að leigja íbúð og var búin að fá vilyrði og allt klappað og klárt. Svo var þessu öllu kippt til baka og því slengt framan í mig að ástæðan væri einfaldlega að sambýlismaður minn var Sævar Ciesielski.“Heimilið undirlagt af GeirfinnsmálinuHún hefur verið í skóla en er heimavinnandi núna og tekur að sér ýmis verkefni. Hún segir að álagið hafi verið gríðarlegt á heimilinu sem var undirlagt af Geirfinnsmálinu. Það hafi reynt mikið á sambandið. „Málið hefur átt hann allan og Sævar verður ekki frjáls maður fyrr en hann hefur verið hreinsaður af því sem hann var dæmdur fyrir. Hann er búinn að leggja allt undir. Sævar hefur ekki getað fótað sig í þessu samfélagi sem aldrei hefur boðið hann velkominn eftir að hann kom út. Þó hefur hann aldrei brotið neitt af sér frá því hann kom af Hrauninu. Sævar er hæfileikaríkur maður en hann hefur aldrei fengið að njóta sín. Það er á hreinu að fangelsi eru ekki mannbætandi og hafi hann verið jafn geðvilltur og lýsir sér í þeim verkum sem hann var dæmdur fyrir væri hann það sannarlega enn þann dag í dag – sem er ekki.“Fötin öll rifin og tættHún talar um að löngu sé kominn tími til að stjórnvöld fái þessi mál á hreint í eitt skipti fyrir öll, það séu svo margir aðstandendur sem eigi hagsmuna að gæta og um sárt að binda. „Sambúðin við Sævar var erfið, ekki bara vegna utanaðkomandi áhrifa. Algengt að hann vaknaði mjög hræddur á næturnar. Dreymdi mjög illa og hrökk upp með andfælum. Þetta voru einhverjar leifar úr gæsluvarðhaldinu. Móðir hans heitin sagði mér að þegar Sævar var í Síðumúlanum í gæsluvarðhaldi, þá tók hún þvottinn hans og þvoði. Fötin voru öll rifin og tætt og augljóst að hann hafði verið beittur harðræði. Þetta var mikil lífsreynsla að búa með Sævari og í dag reynir maður að gera sitt besta og horfa björtum augum fram á við. Það þýðir ekkert annað.“ Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Árið 2003 tók blaðamaður Fréttablaðsins ítarlegt viðtal við Sævar Ciesielski þar sem hann segir opinskátt og einlæglega lífi sínu í skugga Guðmundar- og Geirfinnsmála. Þetta er sláandi frásögn. Í tilefni af fréttum dagsins endurbirtir Vísir þetta viðtal nú og lagar að nýju formi eins og unnt er. Viðtalið, sem var undir fyrirsögninni „Að hlusta á eigin raddir“, birtist 15. febrúar og var því fylgt úr hlaði með þessum orðum: „Sævar Marinó Ciesielski hefur átt misjafna daga eftir að hann afplánaði dóminn sem hann fékk fyrir að ráða bæði Geirfinni Einarssyni og Guðmundi Einarssyni bana. Hann var dæmdur á sínum tíma í ævilangt fangelsi. Sævar heldur fram sakleysi sínu, segir af ótrúlegum raunum í tengslum við einangrun og harðræði sem hann sætti og hvernig honum hefur gengið að fóta sig í daglega lífinu eftir að hann var látinn laus.“Sviptur öllu sem gerir þig að manniÁður en lengra er haldið er vert að heyra Sævar lýsa upplifun sinni einangrun en hann var 615 daga í einangrun í Síðumálafangelsi í tengslum við gæsluvarðhaldsvist sína. „Það var mjög erfitt að koma úr einangruninni. Maður var eins og vakúmpakkaður og heyrði bara ákveðna tíðni hljóða. Ég kom úr henni árið um jólaleytið 1977 og fór þá niður á Skólavörðustíg. Og þá fóru einkenni að koma fram. Ég vaknaði kannski á morgnana, gat hvorki hreyft legg né lið, en heyrði allt sem gerðist í kringum mig. Sá ekkert en heyrði bara. Gat ekki talað eða hreyft mig. Þá var farið að gefa mér sterk verkjalyf sem ég var á í einhverja mánuði eða ár á eftir. Það lagaðist ekkert við það en ég sljóvgaðist. Ég hafði aðlagast ákveðnu umhverfi sem var steindautt. Síðustu mánuðina í einangrun í Síðumúlanum var ég að upplifa skyndauða. Það var eins og slokknaði á öllum skynfærum. Þau höfðu ekki fengið neina næringu, ekkert til að miða sig við og heyrn og sjón og skynjunin öll dofnaði. Ég vaknaði kannski upp með andfælum og öskrum líkt og ég væri að öskra fyrir lífi mínu. Eins og ég hefði orðið fyrir hjartastoppi eða dauða. Ég var farinn að upplifa dauðann. Eins og heilinn slökkti á sér. Ég var kannski í þessu ástandi, oftast gerðist þetta á nóttinni, og þá kom eins og sprenging í gegnum mig og ég þeyttist út á gólf með öskrum. Og þá fékk ég mikinn hjartslátt. Þú situr uppi með sjálfan þig og fjóra veggi. Það þarf lítið að segja við mann í einangrunarvist því hann fær hluti á heilann. Hann ruglast, maður veit ekki hverju á að trúa, eða hvað maður er að segja. Og þú verður að trúa böðlunum því einhvers staðar verður heilabúið að finna sannleika, einhverja viðmiðun. Það er búið að svipta þig öllu sem gerir þig að manni.“Öryrki og fangi Geirfinns- og Guðmundarmála En, þá að viðtalinu sjálfu og vert að benda á að í lokin er rætt við barnsmóður Sævars sem hefur athyglisverða sögu að segja bæði sem snýr að því hversu brenndur Sævar var af þessum málum og svo útskúfun samfélagsins.Viðtal Fréttablaðsins við Sævar árið 2003 vakti verulega athygli enda segir Sævar þar hreinskilnislega undan og ofan af ævi sínu í skugga Guðmundar- og Geirfinnsmála. Myndina tók Róbert Reynisson þá ljósmyndari blaðsins.„Sævar er með stærri mönnum, slæst við djöfulinn eins og gengur og fær sér stöku sinnum í glas. Hann stendur að minnsta kosti í lappirnar. Maður hefur séð þá marga á fjórum fótum í gegnum tíðina,“ segir Sævar Marinó Ciesielski um sjálfan sig. Hann dregur ekki dul á að dagarnir hafi verið með ýmsu móti eftir að hann kom af Hrauninu. Í dag er hann skráður fyrir fimm börnum (eins og hann orðar það), býr við sárustu fátækt og á fjórar sambúðir að baki. Sævar hefur verið úrskurðarður 75 prósent öryrki og stríðir við andlega örðugleika vegna reynslu sem óhætt er að fullyrða að fæstir kæmust heilir frá. Hann hafnar því að vera með Geirfinns- og Guðmundarmálin á heilanum þótt hann sé fangi þeirra.Vertu ekkert að fara til Reykjavíkur Miðað við að þarna fer reynslumikill maður er Sævar furðu unglegur að sjá. En þegar hann er spurður um aldur þarf hann að hugsa sig um. „47 ára... nei, bíddu. Ég er 48! Aldur er svo afstæður. Ég er bara að verða eins og sænska ljóskan þarna í Svíþjóð sem hafði farið í svo margar fegurðaraðgerðir og yngingarmeðferðir að hún gekk alla leið og heimtaði að kennitölunni yrði breytt.“ Sævar lítur ekki á sig sem Reykvíking. Hann er fæddur í sveit, er Gnúpverji og ólst þar upp hjá afa sínum og ömmu á StóraHofi. „Ætli maður sé ekki að einhverju leyti Reykvíkingur. En það var undarlegt að alast upp í sveit og kynnast svo Reykjavík – ég var alltaf með annan fótinn í borginni hjá mömmu en undi mér best í sveitinni. Fannst eins og ég væri sprottinn upp úr moldinni þar. Og líklega hefði ég betur hlustað á ömmu þegar hún sagði við mig: Í guðanna bænum, Sævar minn. Vertu ekkert að fara til Reykjavíkur. Þú lendir bara í löggunni.“ Og það var nákvæmlega það sem gerðist. Sævar upplifði sig fljótt utangarðs, segir að hann hafi skorið sig úr bæði hvað útlit varðar og innri gerð, dulur og inni í sér. Hann var í Héraðsskólanum að Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Þar voru ýmsir sem flokkaðir voru sem vandræðaunglingar og sá stimpill fylgdi Sævari þegar hann kom til Reykjavíkur. Og ganga má út frá því sem vísu að samfélagsgerðin íslenska hafi verið fordómafyllri fyrir 35 árum en nú er.Strangur faðir og drykkfelldurFaðir Sævars var pólskur, hét Michael Frances Ciesielski, frá Kraká en fæddur í Ameríku. Hann kom til Íslands sem veðurfræðingur árið 1950, settist hér að og starfaði við eitt og annað sem viðskiptafræðingur en því námi lauk hann síðar í Bandaríkjunum.Þessa ágætu portrettmynd af Sævari tók Gunnar V. Andrésson. Sex árum eftir að viðtalið birtist í Fréttablaðinu. Það voru Sævari mikil vonbrigði að endurupptöku var hafnað á sínum tíma.visir/gva„Hann var strangur karlinn, drykkfelldur, vildi mikið vera að sulla. Hann var svona drinker eins og ég. Mér þykir gott að fá mér í glas og slaka á. En það sér sjaldan á mér. Þetta pólska blóð er til vandræða. Það er eins og ekkert bíti á það. Ég sat einhverju sinni á bar og var að spjalla við Pólverja sem upplýsti mig um merkingu nafnsins Ciesielski. Hann sagði það þýða himnasendingu. Þá hló barinn. En mér finnst oft eins og ég þoli áfengi betur en þeir sem í kringum mig eru. Ég er drinker eins og pabbi, ekki alkóhólisti. Móðir mín heitin var Sigurbjörg Ólöf Guðjónsdóttur. Þegar ég var 13 ára slitu foreldarar mínir samvistum og ári síðar dó pabbi.“Er fangi þessara málaNú verður farið fljótt yfir sögu. Um Guðmundar- og Geirfinnsmál hefur verið skrifað meira en nokkur sakamál önnur á Íslandi og hægur leikur að kynna sér þau. Sævar var handtekinn 12. desember árið 1974, þá tvítugur. Hann lýsir því að hafa sætt ótrúlegu harðræði við yfirheyrslur og var í einangrun í rúm tvö ár. Sævar Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson voru dæmdir í ævilangt fangelsi 19. desember 1977 fyrir að ráða Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni bana. Um það er spurt hvað hafi á daga Sævars drifið frá því hann gekk út af Hrauninu frjáls maður árið 1984. Óhjákvæmilega blandast málareksturinn inn í sögu hans. Nýleg skýrsla Láru V. Júlíusdóttur hefur orðið til að vekja enn og aftur athygli á þessum málum og Sævar fagnar því út af fyrir sig þó hann véfengi skýrsluna. „Ég hef verið að bíða eftir þessari niðurstöðu svo við Ragnar Aðalsteinsson lögmaður getum farið að snúa okkur að endurtekinni kröfu um endurupptöku málsins. Ég tel að einhver rannsóknaraðili, eins og ríkislögreglustjóri, ætti að gera úttekt á málinu í staðinn. Nei, ég er ekki sáttur við þessa skýrslu. Ég er búinn að stúdera þetta mál í ein 30 ár og velkjast með þetta fram og til baka...“Ertu með þetta mál á heilanum? „Nei, ég get slakað á mánuðum saman án þess að nefna þetta. Oftast segi ég við fólk: Ég ræði ekki þessi mál. En ég verð ekki frjáls fyrr en fengin hefur verið einhver niðurstaða. Ég er fangi þessara mála.“Stórskaddaður af völdum einangrunarvistarinnar Sævar segist vitanlega mjög skaddaður af völdum einangrunarvistarinnar og hefði átt að úrskurða hann 75 prósent öryrkja strax að henni lokinni. Það var ekki fyrr en 1996 sem hann er dæmdur slíkur en þá er hann við að missa allt úr höndum sér. Þegar hann kom úr fangelsi fékk hann enga félagslega aðstoð eða aðlögun af neinu tagi. „Bara hent út og sagt: Bjargaðu þér!“ Sævar telur að hann hefði átt að fá meðhöndlun strax að lokinni fangelsisvist sem andlegur öryrki. „Það var fangelsislæknir sem hvatti mig og sagði að ég þyrfti ekki að skammast mín því borðleggjandi væri að ég bæri verulegan skaða af völdum einangrunarvistarinnar. Þetta lýsir sér í svefntruflunum, einbeitingarleysi, andlegu getuleysi og máttleysi inni á milli. Ég festist stundum inni á milli fjögurra veggja, fell inn í tómleikann og heyri þá aðeins eigin raddir.“Sævar ávallt grunaður um græskuFljótlega eftir að Sævar losnaði fékk hann vinnu við Seðlabankann! Reyndar hjá fyrirtækinu Steintaki. „Það er alltaf erfitt að koma út og ég varð fyrir ýmsum spörkum þó svo að ég hafi gert allt sem í mínu valdi stendur til að aðlagast samfélaginu. En velviljaðir menn réðu mig í byggingarvinnu og ég sá um að koma öllu gabbróinu utan á Seðlabankabygginguna, boraði fyrir hverri einustu plötu þar, bar þær meira að segja upp og kom fyrir á sinn stað.“En allir vissu hver Sævar var. Hann nefnir eitt dæmi af mörgum. Einn morgun þegar Sævar var við vinnu komu þrír lögreglubílar inn á svæðið til að rannsaka grunsemdir sem vöknuðu þegar einn verkamannanna hélt því fram að peningar hefðu horfið úr veski sínu. „Hann sakaði mig um það þó hann hefði ekkert fyrir sér. Manninum var eitthvað í nöp við mig og var að reyna að koma mér í vesen. Ekkert varð úr þessu en ég hef lent í mörgu slíku. Til dæmis ef ég fæ mér í glas þá eru menn klagandi mig um allan bæ – hvenær hefur það verið refsivert. Ég nota engin geðlyf eða slíkt? Er ekki fimmti hver maður á Íslandi á slíku? Má ég ekki fá mér í glas til að deyfa sjálfan mig? Maður situr varla undir svona máli án þess að slaka á og fá sér í glas stöku sinnum. En ég hef nú frekar verið í því að reyna að koma mér úr veseni en í það. Maður tekur frekar til fótanna en að lenda í einhverju orðaskaki Ég hef oft orðið fyrir því að ráðist hefur verið á mig en aðallega er það nú að sitja undir þessu máli svona óuppgerðu sem hefur haft leiðinlegustu áhrifin á mitt líf allt.“Guilfordmálin örlagavaldurEftir störf sín við Seðlabankann tóku við parkettslípanir og -lagnir. Hann kynntist konu, var í sambúð með henni og eiga þau tvo drengi sem nú eru á fermingaraldri. Árið 1993 pakkar hann slípivél sinni í ferðatösku, rífur sig og fjölskylduna upp og plantar sér í miðríkjum Bandaríkjanna. „Ég var búinn að lifa tiltölulega hefðbundnu fjölskyldulífi og fer til Ameríku og vinn í parketti þar. Þá sé ég stöðu mína úr fjarlægð. Ég var búinn að leggja mikið á mig í átta eða níu ár en staða mín breyttist ekkert – ég fann alltaf til höfnunar og getuleysis að takast á við það. Einhvers konar útskúfun. Alltaf eitthvað verið að tala um mann: Já greyið! Hann lenti í þessu og svona... Fjarlægðin gerði það að verkum að ég sá þetta í skýrara ljósi. Mér leið vel andlega þarna úti og ætlaði ekki að koma heim. Vissi sem var að ég myndi bjarga mér þar margfalt betur en hér á Íslandi.“ Örlagavaldur í lífi Sævars reynist kvikmyndin „In the Name of the Father“ sem fjallar um Guildford-málin. „Upp úr því hringir í mig blaðamaður og fer að ræða þessi mál við mig. Ég ætlaði ekki að koma heim en ákvað eftir það samtal að gera svo og berjast fyrir endurupptöku málsins.“ Og þá má segja að sárin rifni upp á nýjan leik. Sævar hellir sér út í málið á nýjan leik.Upplifði höfnun samfélagsinsÞegar Hæstiréttur hafnaði beiðni Sævars árið 1997 um að taka aftur upp Guðmundar- og Geirfinnsmálin, sem dæmt hafði verið í 17 árum áður, fór Sævar fyrst að viðurkenna veikleika sína fyrir alvöru. „Að ég ber andlegan, líkamlegan og félagslegan skaða. Ég er ekki nema um tvítugt þegar ég lendi í þessu og hef verið undir miklu álagi síðan. Mér finnst eins og Hæstiréttur hafni persónunni Sævari Ciesielski. Og þeir gera það í sinni greinargerð. Þá fór ég að upplifa mig algerlega útundan í þessu samfélagi og það er tómt mál um að tala að reka fjölskyldu undir því álagi. Það er nánast sagt berum orðum að ég sé ekki æskilegur. Þetta hefur ýmsar afleiðingar. Undirstrikun þess sem að mér og mínu fólki hefur snúið í gegnum tíðina – útskúfun. Í það minnsta hef ég skynjað það svo. Móður minni sálugu fannst alltaf eins og verið væri að niðurlægja sig í tengslum við þetta mál.“Og hér er ég, þrjár eða fjórar sambúðir að baki og fimm börn skráð. Það slitnaði upp úr sambúð minni og barnsmóður minnar enda var þetta gífurlegt álag. Hún var þá í Háskólanum en ég vann allt sumarið 1994 að greinargerð um málið sem ég lagði fram 23. nóvember. Síðan hef ég verið að bíða og reyna að vinna í þessu eftir föngum. Og biðin er erfið. Þegar maður fer í svona málastand fara fjölskyldumálin öll til fjandans. Slitnar upp úr öllu og kemst rót á allt.Alltaf með kærustur uppá arminnSævar er ekki í sambúð sem stendur en segist alltaf eiga kærustur. Á slíku þurfi menn með svo stórt hjarta að halda – að eiga vísa ást og hlýju. „Ég hef alltaf einhverja konu hjá mér. Og ég á góðar vinkonur. Ég held þokkalegum tengslum við barnsmæður mínar. Ég hef reyndar ekkert samband við Erlu Bolladóttur. Við eigum saman 27 ára gamla stelpu og ég varð afi fyrir sex til sjö árum. Synd frá því að segja að um svo lítið samband sé að ræða og ég skammast mín stundum fyrir vanræksluna. Svo á ég tvo stráka á fermingaraldri og hef ekki mikið samband við þá en yngstu börnin mín tvö, sem eru þriggja og fjögurra ára, þau hitti ég reglulega. Sú barnsmóðir mín er þá númer þrjú í röðinni.“ Sævar býr við sára fátækt en segist nægjusamur. „Ég get ekki leyft mér hvað sem er og verð að miða lífernið við takmarkaðar tekjur. Hvernig næ ég endum saman sem öryrki? Vitanlega er maður blankur á seinni vikum mánaðarins og ekki fær maður lán í bönkum frekar en aðrir sem enga veltu hafa.“Þetta pólska blóðAuk málavafsturs hefur Sævar verið að vinna að myndlist undanfarin ár og er að undirbúa sýningu. Hann er laginn í höndunum og útbýr rammana sjálfur úr parkettstöfum. „Ég vil gjarnan gefa fólki tækifæri á að sjá hvað ég er að geraen þetta er svona konseptlist. Ég fæ ákveðna útrás í listinni fyrir mína þjáningu og reynslu sem speglast í verkunum – blæbrigði sálarinnar. Svona vinn ég úr mínum erfiðleikum og hefði ég gaman að því að koma á fót einhvers konar aðstöðu þar sem fólk á miðjum aldri gæti komið saman og starfað. Þetta veitir manni ró. Mér finnst ég mjög sterkur miðað við allt. Ég hef mjög sterk gen. Sterkustu gen á Íslandi og myndi ekki treysta neinum öðrum til að standa í mínum sporum án þess að lenda inni á geðdeild eða fremja sjálfsmorð, sem er nokkuð sem ég myndi aldrei gera. Það er þetta pólska blóð.“Heimilið undirlagt af Geirfinnsmálinu– viðtal við barnsmóður Sævars Ciesielski „Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt mál en ég hef orðið fyrir aðkasti frá fólki og fordómum,“ segir móðir tveggja yngstu barna Sævars. Kannski er samfélagið samt við sig því hún kýs að koma ekki fram undir nafni. Óttast að börnin kunni að súpa seyðið af því og segist hafa hagsmuna að gæta. Hún er ung, tuttugu og sex ára, þegar hún hefur sambúð með Sævari, var með honum um þriggja ára skeið en þau hættu saman fyrir þremur árum. Hún segist ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu stórt skref það var að binda trúss sitt við Sævar á sínum tíma.Útskúfun samfélagsinsHún hefur hingað til neitað öllum óskum um viðtöl, segir nægjanlegt að Sævar hafi staðið í eldlínunni. Fréttablaðið spyr hana hvernig reynsla það hafi verið að búa með þessum þekkta manni. „Þetta hefur reynst mér ákaflega erfitt og óneitanlega breytt minni sýn á þetta samfélag. Mér finnst ég engan veginn hafa átt þá fordóma skilið sem ég hef orðið fyrir. Ég dreg enga fjöður yfir að Sævar hefur verið í óreglu en þann stimpil hef ég þurft að búa við saklaus, en ég hef aldrei verið í óreglu sjálf. Það er einfaldlega særandi. Ég get nefnt eitt dæmi sem er mér í fersku minni. Við vorum á leigumarkaðnum þegar við bjuggum saman. Ég ætlaði að leigja íbúð og var búin að fá vilyrði og allt klappað og klárt. Svo var þessu öllu kippt til baka og því slengt framan í mig að ástæðan væri einfaldlega að sambýlismaður minn var Sævar Ciesielski.“Heimilið undirlagt af GeirfinnsmálinuHún hefur verið í skóla en er heimavinnandi núna og tekur að sér ýmis verkefni. Hún segir að álagið hafi verið gríðarlegt á heimilinu sem var undirlagt af Geirfinnsmálinu. Það hafi reynt mikið á sambandið. „Málið hefur átt hann allan og Sævar verður ekki frjáls maður fyrr en hann hefur verið hreinsaður af því sem hann var dæmdur fyrir. Hann er búinn að leggja allt undir. Sævar hefur ekki getað fótað sig í þessu samfélagi sem aldrei hefur boðið hann velkominn eftir að hann kom út. Þó hefur hann aldrei brotið neitt af sér frá því hann kom af Hrauninu. Sævar er hæfileikaríkur maður en hann hefur aldrei fengið að njóta sín. Það er á hreinu að fangelsi eru ekki mannbætandi og hafi hann verið jafn geðvilltur og lýsir sér í þeim verkum sem hann var dæmdur fyrir væri hann það sannarlega enn þann dag í dag – sem er ekki.“Fötin öll rifin og tættHún talar um að löngu sé kominn tími til að stjórnvöld fái þessi mál á hreint í eitt skipti fyrir öll, það séu svo margir aðstandendur sem eigi hagsmuna að gæta og um sárt að binda. „Sambúðin við Sævar var erfið, ekki bara vegna utanaðkomandi áhrifa. Algengt að hann vaknaði mjög hræddur á næturnar. Dreymdi mjög illa og hrökk upp með andfælum. Þetta voru einhverjar leifar úr gæsluvarðhaldinu. Móðir hans heitin sagði mér að þegar Sævar var í Síðumúlanum í gæsluvarðhaldi, þá tók hún þvottinn hans og þvoði. Fötin voru öll rifin og tætt og augljóst að hann hafði verið beittur harðræði. Þetta var mikil lífsreynsla að búa með Sævari og í dag reynir maður að gera sitt besta og horfa björtum augum fram á við. Það þýðir ekkert annað.“
Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira