Tekur þátt í Mozart-maraþoni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. febrúar 2017 08:45 Félagarnir í Auryn-quartett með Ásdísi á milli sín. Vísir/Vilhelm Kammermúsíkklúbburinn fagnar 60 ára afmæli sínu með tvennum tónleikum nú um helgina í Norðurljósasal Hörpu. Þar mun hinn þekkti þýski strengjakvartett Auryn-quartet flytja alla sex strengjakvintetta Mozarts, ásamt Ásdísi Valdimarsdóttur víóluleikara. Ásdís býr í Hollandi en er stödd hjá Þórunni systur sinni þegar í hana næst, nýkomin af æfingu í Hörpu. Hún segir óvenju langt síðan hún kom heim síðast. „Ég kom í jarðarför stjúpa míns í janúar í fyrra en árið áður kom ég fimm sinnum, meðal annars til að spila með Kammermúsíkklúbbnum með Einari Jóhannessyni. Ég hef spilað nánast á hverju ári fyrir klúbbinn undanfarið og er ægilega ánægð með að hann var tilbúinn að leyfa mér að koma með þennan kvartett að spila alla kvintetta Mozarts því ég var búin að reyna við Listahátíð en fékk aldrei svar. Ég held það sé mjög gaman fyrir Íslendinga að fá að heyra þessa tónlist, hún er sú fegursta í heimi.“ Félögunum í Auryn-quartett kveðst Ásdís hafa kynnst fljótlega eftir að hún lauk námi. „Ég held það hafi verið 1985 sem við spiluðum saman oktett eftir Mendelson. Fyrir nokkrum árum endurnýjuðum við kynnin því víóluleikarinn þeirra veiktist og ég hoppaði inn í fyrir hann. Í framhaldi af því buðu þeir mér að spila alla Mozartkvintettana með þeim á Ítalíu. Mér fannst það svo gaman að ég fór að hugsa að þetta yrði að gerast á Íslandi líka. Ég veit að þeir hafa aldrei verið fluttir í heild sinni hér og kvintett nr. 1 í B-dúr K174, hefur aldrei verið fluttur á Íslandi áður svo menn viti. Það er sá sem við byrjum á.“ Spurð hvort það sé ekki komin löng röð fyrir utan Hörpu svarar Ásdís. „Ég veit það ekki en vona bara að fólk komi. Þetta er svo guðdómleg tónlist, maður fer bara til himnaríkis meðan maður hlustar.“ Ásdís kveðst hafa komið með alla fjölskylduna heim núna, eiginmanninn Michael Stirling, sem er sellisti og er hálfur Breti og hálfur Frakki, og börnin tvö sem eru 12 ára og tæplega 16. „Við vorum svo heppin að það hittist þannig á að það er vetrarfrí í skólunum þessa viku og því gátum við komið öll,“ segir hún kampakát. Hún segir þau Michael hafa sest að í Hollandi fyrir 13 árum því hann hafi fengið svo góða vinnu þar en gæðin hafi minnkað vegna mikils niðurskurðar til lista í Hollandi. „Heimurinn er að breytast,“ segir hún. Tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands lætur Ásdís ekki fram hjá sér fara þegar hún er á landinu. „Það er svo gaman að heyra í hljómsveitinni, mér finnst hún alltaf verða betri og betri. Ég held það sé svo gott fyrir sveitina að æfa í svona góðu húsi, þá heyrir fólk svo vel hvert í öðru.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. febrúar 2017 Menning Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Kammermúsíkklúbburinn fagnar 60 ára afmæli sínu með tvennum tónleikum nú um helgina í Norðurljósasal Hörpu. Þar mun hinn þekkti þýski strengjakvartett Auryn-quartet flytja alla sex strengjakvintetta Mozarts, ásamt Ásdísi Valdimarsdóttur víóluleikara. Ásdís býr í Hollandi en er stödd hjá Þórunni systur sinni þegar í hana næst, nýkomin af æfingu í Hörpu. Hún segir óvenju langt síðan hún kom heim síðast. „Ég kom í jarðarför stjúpa míns í janúar í fyrra en árið áður kom ég fimm sinnum, meðal annars til að spila með Kammermúsíkklúbbnum með Einari Jóhannessyni. Ég hef spilað nánast á hverju ári fyrir klúbbinn undanfarið og er ægilega ánægð með að hann var tilbúinn að leyfa mér að koma með þennan kvartett að spila alla kvintetta Mozarts því ég var búin að reyna við Listahátíð en fékk aldrei svar. Ég held það sé mjög gaman fyrir Íslendinga að fá að heyra þessa tónlist, hún er sú fegursta í heimi.“ Félögunum í Auryn-quartett kveðst Ásdís hafa kynnst fljótlega eftir að hún lauk námi. „Ég held það hafi verið 1985 sem við spiluðum saman oktett eftir Mendelson. Fyrir nokkrum árum endurnýjuðum við kynnin því víóluleikarinn þeirra veiktist og ég hoppaði inn í fyrir hann. Í framhaldi af því buðu þeir mér að spila alla Mozartkvintettana með þeim á Ítalíu. Mér fannst það svo gaman að ég fór að hugsa að þetta yrði að gerast á Íslandi líka. Ég veit að þeir hafa aldrei verið fluttir í heild sinni hér og kvintett nr. 1 í B-dúr K174, hefur aldrei verið fluttur á Íslandi áður svo menn viti. Það er sá sem við byrjum á.“ Spurð hvort það sé ekki komin löng röð fyrir utan Hörpu svarar Ásdís. „Ég veit það ekki en vona bara að fólk komi. Þetta er svo guðdómleg tónlist, maður fer bara til himnaríkis meðan maður hlustar.“ Ásdís kveðst hafa komið með alla fjölskylduna heim núna, eiginmanninn Michael Stirling, sem er sellisti og er hálfur Breti og hálfur Frakki, og börnin tvö sem eru 12 ára og tæplega 16. „Við vorum svo heppin að það hittist þannig á að það er vetrarfrí í skólunum þessa viku og því gátum við komið öll,“ segir hún kampakát. Hún segir þau Michael hafa sest að í Hollandi fyrir 13 árum því hann hafi fengið svo góða vinnu þar en gæðin hafi minnkað vegna mikils niðurskurðar til lista í Hollandi. „Heimurinn er að breytast,“ segir hún. Tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands lætur Ásdís ekki fram hjá sér fara þegar hún er á landinu. „Það er svo gaman að heyra í hljómsveitinni, mér finnst hún alltaf verða betri og betri. Ég held það sé svo gott fyrir sveitina að æfa í svona góðu húsi, þá heyrir fólk svo vel hvert í öðru.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. febrúar 2017
Menning Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira