Tekur þátt í Mozart-maraþoni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. febrúar 2017 08:45 Félagarnir í Auryn-quartett með Ásdísi á milli sín. Vísir/Vilhelm Kammermúsíkklúbburinn fagnar 60 ára afmæli sínu með tvennum tónleikum nú um helgina í Norðurljósasal Hörpu. Þar mun hinn þekkti þýski strengjakvartett Auryn-quartet flytja alla sex strengjakvintetta Mozarts, ásamt Ásdísi Valdimarsdóttur víóluleikara. Ásdís býr í Hollandi en er stödd hjá Þórunni systur sinni þegar í hana næst, nýkomin af æfingu í Hörpu. Hún segir óvenju langt síðan hún kom heim síðast. „Ég kom í jarðarför stjúpa míns í janúar í fyrra en árið áður kom ég fimm sinnum, meðal annars til að spila með Kammermúsíkklúbbnum með Einari Jóhannessyni. Ég hef spilað nánast á hverju ári fyrir klúbbinn undanfarið og er ægilega ánægð með að hann var tilbúinn að leyfa mér að koma með þennan kvartett að spila alla kvintetta Mozarts því ég var búin að reyna við Listahátíð en fékk aldrei svar. Ég held það sé mjög gaman fyrir Íslendinga að fá að heyra þessa tónlist, hún er sú fegursta í heimi.“ Félögunum í Auryn-quartett kveðst Ásdís hafa kynnst fljótlega eftir að hún lauk námi. „Ég held það hafi verið 1985 sem við spiluðum saman oktett eftir Mendelson. Fyrir nokkrum árum endurnýjuðum við kynnin því víóluleikarinn þeirra veiktist og ég hoppaði inn í fyrir hann. Í framhaldi af því buðu þeir mér að spila alla Mozartkvintettana með þeim á Ítalíu. Mér fannst það svo gaman að ég fór að hugsa að þetta yrði að gerast á Íslandi líka. Ég veit að þeir hafa aldrei verið fluttir í heild sinni hér og kvintett nr. 1 í B-dúr K174, hefur aldrei verið fluttur á Íslandi áður svo menn viti. Það er sá sem við byrjum á.“ Spurð hvort það sé ekki komin löng röð fyrir utan Hörpu svarar Ásdís. „Ég veit það ekki en vona bara að fólk komi. Þetta er svo guðdómleg tónlist, maður fer bara til himnaríkis meðan maður hlustar.“ Ásdís kveðst hafa komið með alla fjölskylduna heim núna, eiginmanninn Michael Stirling, sem er sellisti og er hálfur Breti og hálfur Frakki, og börnin tvö sem eru 12 ára og tæplega 16. „Við vorum svo heppin að það hittist þannig á að það er vetrarfrí í skólunum þessa viku og því gátum við komið öll,“ segir hún kampakát. Hún segir þau Michael hafa sest að í Hollandi fyrir 13 árum því hann hafi fengið svo góða vinnu þar en gæðin hafi minnkað vegna mikils niðurskurðar til lista í Hollandi. „Heimurinn er að breytast,“ segir hún. Tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands lætur Ásdís ekki fram hjá sér fara þegar hún er á landinu. „Það er svo gaman að heyra í hljómsveitinni, mér finnst hún alltaf verða betri og betri. Ég held það sé svo gott fyrir sveitina að æfa í svona góðu húsi, þá heyrir fólk svo vel hvert í öðru.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. febrúar 2017 Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Kammermúsíkklúbburinn fagnar 60 ára afmæli sínu með tvennum tónleikum nú um helgina í Norðurljósasal Hörpu. Þar mun hinn þekkti þýski strengjakvartett Auryn-quartet flytja alla sex strengjakvintetta Mozarts, ásamt Ásdísi Valdimarsdóttur víóluleikara. Ásdís býr í Hollandi en er stödd hjá Þórunni systur sinni þegar í hana næst, nýkomin af æfingu í Hörpu. Hún segir óvenju langt síðan hún kom heim síðast. „Ég kom í jarðarför stjúpa míns í janúar í fyrra en árið áður kom ég fimm sinnum, meðal annars til að spila með Kammermúsíkklúbbnum með Einari Jóhannessyni. Ég hef spilað nánast á hverju ári fyrir klúbbinn undanfarið og er ægilega ánægð með að hann var tilbúinn að leyfa mér að koma með þennan kvartett að spila alla kvintetta Mozarts því ég var búin að reyna við Listahátíð en fékk aldrei svar. Ég held það sé mjög gaman fyrir Íslendinga að fá að heyra þessa tónlist, hún er sú fegursta í heimi.“ Félögunum í Auryn-quartett kveðst Ásdís hafa kynnst fljótlega eftir að hún lauk námi. „Ég held það hafi verið 1985 sem við spiluðum saman oktett eftir Mendelson. Fyrir nokkrum árum endurnýjuðum við kynnin því víóluleikarinn þeirra veiktist og ég hoppaði inn í fyrir hann. Í framhaldi af því buðu þeir mér að spila alla Mozartkvintettana með þeim á Ítalíu. Mér fannst það svo gaman að ég fór að hugsa að þetta yrði að gerast á Íslandi líka. Ég veit að þeir hafa aldrei verið fluttir í heild sinni hér og kvintett nr. 1 í B-dúr K174, hefur aldrei verið fluttur á Íslandi áður svo menn viti. Það er sá sem við byrjum á.“ Spurð hvort það sé ekki komin löng röð fyrir utan Hörpu svarar Ásdís. „Ég veit það ekki en vona bara að fólk komi. Þetta er svo guðdómleg tónlist, maður fer bara til himnaríkis meðan maður hlustar.“ Ásdís kveðst hafa komið með alla fjölskylduna heim núna, eiginmanninn Michael Stirling, sem er sellisti og er hálfur Breti og hálfur Frakki, og börnin tvö sem eru 12 ára og tæplega 16. „Við vorum svo heppin að það hittist þannig á að það er vetrarfrí í skólunum þessa viku og því gátum við komið öll,“ segir hún kampakát. Hún segir þau Michael hafa sest að í Hollandi fyrir 13 árum því hann hafi fengið svo góða vinnu þar en gæðin hafi minnkað vegna mikils niðurskurðar til lista í Hollandi. „Heimurinn er að breytast,“ segir hún. Tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands lætur Ásdís ekki fram hjá sér fara þegar hún er á landinu. „Það er svo gaman að heyra í hljómsveitinni, mér finnst hún alltaf verða betri og betri. Ég held það sé svo gott fyrir sveitina að æfa í svona góðu húsi, þá heyrir fólk svo vel hvert í öðru.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. febrúar 2017
Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira