Kolbeinn Höður Gunnarsson sló í dag Íslandsmet í 200 metra hlaupi innanhúss.
Kolbeinn kom í mark á 21,32 sekúndum á American Indoor Track&Field Championship í Birmingham Alabama.
Kolbeinn átti sjálfur gamla metið sem er 21,38 sekúndur. Hann setti það fyrir tveimur árum.
Tveimur klukkustundum fyrir 200 metra hlaupið keppti Kolbeinn í 400 metra hlaupi. Þar kom hann í mark á 47,98 sekúndum. Kolbeinn á metið í 400 metra hlaupi sem er 47,59 sekúndur.
Kolbeinn Höður sló Íslandsmetið í 200 metra hlaupi
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mest lesið


Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn


Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni
Íslenski boltinn


55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri
Íslenski boltinn




Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth
Enski boltinn