Eyðimerkurgöngunni lokið hjá Fowler Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. febrúar 2017 11:00 Rickie Fowler kyssir bikarinn. vísir/getty Bandaríski kylfingurinn Rickie Fowler stóð uppi sem sigurvegari á Honda Classic-mótinu sem kláraðist í Flórída í nótt en hann lauk leik á samtals tólf höggum undir pari. Þar með lauk eyðimerkurgöngu Fowler en hann var ekki búinn að vinna sigur á PGA-mótaröðinni í 16 mánuði eða síðan hann vann Deutsche Bank-mótið í september árið 2015. Fowler hóf lokahringinn með fjögurra högga forskot á Morgan Hoffman og Gary Woodland en þeir enduðu jafnir í öðru til þriðja sæti á átta höggum undir pari. „Púttarinn bjargaði mér. Það var erfitt að spila lokahringinn en ég barðist eins og ég gat,“ sagði Fowler sigurreifur eftir lokahringinn. „Mér fannst ég slá fullt af höggum sem hefðu vanalega verið mjög góð en vindurinn var mikill og erfiður í dag. Það blés hressilega sem hélt okkur á tánum.“ Sigurinn á Honda Classic er hans fjórði á PGA-mótaröðinni en þssi 25 ára gamli kylfingur hefur aldrei á ferlinum unnið risamót. Hann er sem stendur í 18. sæti heimslistans en hann færðist upp í tíunda sæti FedEx-listans með sigrinum í Flórída. Golf Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Rickie Fowler stóð uppi sem sigurvegari á Honda Classic-mótinu sem kláraðist í Flórída í nótt en hann lauk leik á samtals tólf höggum undir pari. Þar með lauk eyðimerkurgöngu Fowler en hann var ekki búinn að vinna sigur á PGA-mótaröðinni í 16 mánuði eða síðan hann vann Deutsche Bank-mótið í september árið 2015. Fowler hóf lokahringinn með fjögurra högga forskot á Morgan Hoffman og Gary Woodland en þeir enduðu jafnir í öðru til þriðja sæti á átta höggum undir pari. „Púttarinn bjargaði mér. Það var erfitt að spila lokahringinn en ég barðist eins og ég gat,“ sagði Fowler sigurreifur eftir lokahringinn. „Mér fannst ég slá fullt af höggum sem hefðu vanalega verið mjög góð en vindurinn var mikill og erfiður í dag. Það blés hressilega sem hélt okkur á tánum.“ Sigurinn á Honda Classic er hans fjórði á PGA-mótaröðinni en þssi 25 ára gamli kylfingur hefur aldrei á ferlinum unnið risamót. Hann er sem stendur í 18. sæti heimslistans en hann færðist upp í tíunda sæti FedEx-listans með sigrinum í Flórída.
Golf Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira