Jafet fékk að eiga Bensa bikarinn: Fólk á Íslandi hrætt við það sem það þekkir ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2017 20:45 Jafet Örn Þorsteinsson úr HFK vann Bensabikarinn til eignar á Íslandsmótinu í ólympískum hnefaleikum sem lauk í gærkvöldi en mótið fór fram í hinum nýja Mjölniskastala. Hann stefnir nú á atvinnumennsku. Kjartan Atli Kjartansson ræddi við hann í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Jafet Örn keppir í -75 kílógramma flokki og hefur verið afar sigursæll síðustu ár. Svo vel að hann hefur fengið hinn eftirsótta Bensa bikar til eignar, eftir að hafa fengið hann afhentan þrisvar í röð. Bensa bikarinn fær sá hnefaleikakappi sem talið er hafa staðið sig best á Íslandsmótinu í hvert sinn. Í úrslitum lagði Jafet Arnór Má Grímsson, en bardaginn þótti afar jafn. Dómarar voru ekki einhuga, ákvörðunin var klofin eins og sagt er, en Jafet stóð uppi sem sigurvegari. „Arnór er mjög efnilegur strákur og þetta var hörku bardagi alveg eins og í fyrra. Bara mjög skemmtilegt,“ sagði Jafet Örn Þorsteinsson í samtali við Kjartan Atla. Alls var keppt í átta flokkum, sex karlaflokkum og tveimur kvennaflokkum. Jafet segir að hnefaleikar séu vaxandi á Íslandi, en samt telur hann Íslendinga var svolítið fordómafulla í garð íþróttarinnar. „Ísland er mjög eftirá. Þetta var bannað svo lengi hérna og fólk er bara hrætt við það sem það þekkir ekki,“ sagði Jafet Örn. Nú hefur Jafet átt frábæru gengi að fagna í mótum hér á landi, en hver eru næstu skref? „Ég stefni á Norðurlandamót núna og ná svo fyrsta atvinnumannabardaganum í lok árs. Það er ekki alveg komið á hreint hvort það verður í Svíþjóð eða Danmörku,“ sagði Jafet Örn. Box Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Jafet Örn Þorsteinsson úr HFK vann Bensabikarinn til eignar á Íslandsmótinu í ólympískum hnefaleikum sem lauk í gærkvöldi en mótið fór fram í hinum nýja Mjölniskastala. Hann stefnir nú á atvinnumennsku. Kjartan Atli Kjartansson ræddi við hann í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Jafet Örn keppir í -75 kílógramma flokki og hefur verið afar sigursæll síðustu ár. Svo vel að hann hefur fengið hinn eftirsótta Bensa bikar til eignar, eftir að hafa fengið hann afhentan þrisvar í röð. Bensa bikarinn fær sá hnefaleikakappi sem talið er hafa staðið sig best á Íslandsmótinu í hvert sinn. Í úrslitum lagði Jafet Arnór Má Grímsson, en bardaginn þótti afar jafn. Dómarar voru ekki einhuga, ákvörðunin var klofin eins og sagt er, en Jafet stóð uppi sem sigurvegari. „Arnór er mjög efnilegur strákur og þetta var hörku bardagi alveg eins og í fyrra. Bara mjög skemmtilegt,“ sagði Jafet Örn Þorsteinsson í samtali við Kjartan Atla. Alls var keppt í átta flokkum, sex karlaflokkum og tveimur kvennaflokkum. Jafet segir að hnefaleikar séu vaxandi á Íslandi, en samt telur hann Íslendinga var svolítið fordómafulla í garð íþróttarinnar. „Ísland er mjög eftirá. Þetta var bannað svo lengi hérna og fólk er bara hrætt við það sem það þekkir ekki,“ sagði Jafet Örn. Nú hefur Jafet átt frábæru gengi að fagna í mótum hér á landi, en hver eru næstu skref? „Ég stefni á Norðurlandamót núna og ná svo fyrsta atvinnumannabardaganum í lok árs. Það er ekki alveg komið á hreint hvort það verður í Svíþjóð eða Danmörku,“ sagði Jafet Örn.
Box Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira