Aðeins 35 komast á lokahringinn í Ástralíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2017 11:00 Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/Golfsamband Íslands Valdís Þóra Jónsdóttir á fyrir höndum baráttu um að komast á lokahringinn á sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðini í golfi, sem nú stendur yfir í Ástralíu. Hún lék á pari vallarins í nótt og er á samtals tveimur undir pari eftir fyrstu tvo hringina, í 35.-45. sæti. Sjá einnig: Valdís Þóra komst í gegnum niðurskurðinn Fram kemur á golf.is að aðeins efstu 35 kylfingarnir eftir þrjá keppnisdaga fá að spila á lokahringnum aðfaranótt sunnudags. Það er engu að síður ljóst að Valdís Þóra er örugg með verðlaunafé og stig á mótaröðinni. „Staðan er allt í lagi eftir 36 holur en ég setti ekki pútt oafní á öðrum hringnum,“ sagði Valdís Þóra í samtali við golf.is. „Ég var í fínum færum og hitti sautján flatir í tilætluðum höggafjölda,“ segir Valdís Þóra sem bætir við að hún hafi verið með 35 pútt sem hafi verið of mikið. „Þau hljóta að fara að detta. Aðstæður voru svipaðar í dag og á fyrsta hringnum. Það bætti aðeins í vindinn eftir hádegi eins og það gerir hér á þessum slóðum.“ Valdís Þóra hefur leik á þriðja keppnishring klukkan 20:40 í kvöld, að íslenskum tíma. Golf Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir á fyrir höndum baráttu um að komast á lokahringinn á sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðini í golfi, sem nú stendur yfir í Ástralíu. Hún lék á pari vallarins í nótt og er á samtals tveimur undir pari eftir fyrstu tvo hringina, í 35.-45. sæti. Sjá einnig: Valdís Þóra komst í gegnum niðurskurðinn Fram kemur á golf.is að aðeins efstu 35 kylfingarnir eftir þrjá keppnisdaga fá að spila á lokahringnum aðfaranótt sunnudags. Það er engu að síður ljóst að Valdís Þóra er örugg með verðlaunafé og stig á mótaröðinni. „Staðan er allt í lagi eftir 36 holur en ég setti ekki pútt oafní á öðrum hringnum,“ sagði Valdís Þóra í samtali við golf.is. „Ég var í fínum færum og hitti sautján flatir í tilætluðum höggafjölda,“ segir Valdís Þóra sem bætir við að hún hafi verið með 35 pútt sem hafi verið of mikið. „Þau hljóta að fara að detta. Aðstæður voru svipaðar í dag og á fyrsta hringnum. Það bætti aðeins í vindinn eftir hádegi eins og það gerir hér á þessum slóðum.“ Valdís Þóra hefur leik á þriðja keppnishring klukkan 20:40 í kvöld, að íslenskum tíma.
Golf Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira