Endurupptökunefndin ætlar að ljúka störfum undir lok mánaðarins Birgir Olgeirsson skrifar 10. febrúar 2017 10:22 Guðmundar og Geirfinnsmálið fyrir Hæstarétti í janúar 1980. Ljósmyndasafn Reykjavíkur Endurupptökunefnd Guðmundar- og Geirfinnsmálsins hefur tilkynnt að hún muni ljúka störfum í lok þessa mánaðar. „Þessu miðar áfram og er að komast á lokametrann,“ segir Björn L. Bergsson, formaður nefndarinnar, í samtali við Vísi um málið. Í desember síðastliðnum var greint frá því að lögreglan á Austurlandi hefði tekið skýrslu af karlmanni í nóvember sem taldi sig hafa upplýsingar varðandi málið sem gætu haft áhrif á það hvort nefndin ákveði að taka upp málið að nýju, en upplýsingarnar vörðuðu hvarf Geirfinns Einarssonar. Þeir Guðmundur og Geirfinnur voru alls ótengdir í lifanda lífi en málum þeirra var spyrt saman eftir dauða þeirra.Björn L. Bergsson, formaður endurupptökunefndarinnar.Vísir„Ekkert sem hafði áhrif á okkar niðurstöðu“ Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari vegna endurupptökubeiðni í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, lét nefndina vita af manninum sem vildi koma þessu upplýsingum á framfæri. Endurupptökunefndin fékk gögn sem vörðuðu vitnisburð mannsins í hendurnar en eftir yfirferð á þeim tilkynnti hún settum saksóknara að nefndin teldi ekki þörf á frekari skoðun á þeirri ábendingu, að sögn Björns.Það kom því ekkert úr þessari ábendingu? „Nei, ekkert sem hefur áhrif á okkar niðurstöðu,“ svarar Björn endurupptökunefndin ákvað að fresta því að birta niðurstöðu sína vegna þessarar ábendingar. Hann segir nefndina nú einungis vinna úr málinu eins og það kemur fyrir nefndina og er áætlað að ljúka því verki fyrir lok þessa mánaðar.Frá meðferð málsins árið 1978.VísirÍ júní síðastliðnum voru tveir kalrmenn handteknir og yfirheyrðir vegna rannsóknar á þætti málsins sem varðar Guðmund Einarsson. Þeir voru látnir lausir að lokinni yfirheyrslu.43 ár frá hvarfi Guðmundar og Geirfinns Guðmundar- og Geirfinnsmálið varðar mannshvörf sem bæði áttu sér stað árið 1974. Guðmundur Einarsson sást síðast í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Eiginkona Geirfinns Einarssonar sá hann síðast klukkan 22:30 í nóvember sama ár samkvæmt gögnum lögreglunnar í Keflavík. Næstu árin fór fram mikil rannsókn á málinu. Um sex árum frá hvarfi þeirra Guðmundar og Geirfinns voru þau Albert Klahn Skaftason, Erla Bolladóttir, Guðjón Skarphéðinsson, Kristján Viðar Viðarsson, Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson dæmd til fangelsisvistar Í Hæstarétti í febrúar árið 1980 vegna aðildar að dauða þeirra Guðmundar og Geirfinns. Sævar Marinó Ciesielski fékk lengsta dóminn, eða sautján ára fangelsisvist. Kristján Viðar var dæmdur í sextán ára fangelsi, Tryggvi Rúnar 13 ára fangelsi, Guðjón í tíu ára fangelsi, Erla í þriggja ára fangelsi og Albert Klahn í 12 mánaða fangelsi. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Ómar gleymdi að spyrja meintan banamann Geirfinns hvað hann hét Frásögn í nýútkominni bók Ómars gefur nýja sýn á morðið á Geirfinni Einarssyni. 9. ágúst 2016 12:10 Austfirðingur með nýjar upplýsingar í Geirfinnsmálinu Gætu haft áhrif á hvort málið verði tekið upp að nýju. 9. desember 2016 13:51 Handtökur í Guðmundarmáli varða líkflutning: Kunningi þegar viðurkennt að hafa flutt lík Guðmundar Húsleit var framkvæmd í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið í fyrradag. 16. júní 2016 08:41 Sonur Sævars Ciesielski: Hinn raunverulegi ofbeldismaður er kerfið Gefur lítið fyrir kjaftasögur um Geirfinnsmálið. 10. ágúst 2016 14:12 Erla segir tafir á úrskurði endurupptökunefndar fela í sér áframhaldandi illa meðferð og kúgun Endurupptökunefnd Guðmundar- og Geirfinnsmálanna hefur tekið sér frest fram yfir áramót til að kveða upp úrskurð sinni gagnvart Erlu Bolladóttur vegna mögulegs nýs vitnisburðar um afdrif Geirfinns. 22. nóvember 2016 20:00 Segir tafir nefndarinnar vera illa meðferð og kúgun Erla telur að endurupptökunefndin sé að bregðast hlutverki sínu og fari út fyrir lögákveðinn ramma sinn með því að ætla að rannsaka hvað hafi gerst fyrir 42 árum. 23. nóvember 2016 07:00 Formaður endurupptökunefndarinnar: „Ábending sem var hluti af gögnunum“ Tveir menn handteknir og yfirheyrðir í tengslum við endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. 15. júní 2016 12:03 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Endurupptökunefnd Guðmundar- og Geirfinnsmálsins hefur tilkynnt að hún muni ljúka störfum í lok þessa mánaðar. „Þessu miðar áfram og er að komast á lokametrann,“ segir Björn L. Bergsson, formaður nefndarinnar, í samtali við Vísi um málið. Í desember síðastliðnum var greint frá því að lögreglan á Austurlandi hefði tekið skýrslu af karlmanni í nóvember sem taldi sig hafa upplýsingar varðandi málið sem gætu haft áhrif á það hvort nefndin ákveði að taka upp málið að nýju, en upplýsingarnar vörðuðu hvarf Geirfinns Einarssonar. Þeir Guðmundur og Geirfinnur voru alls ótengdir í lifanda lífi en málum þeirra var spyrt saman eftir dauða þeirra.Björn L. Bergsson, formaður endurupptökunefndarinnar.Vísir„Ekkert sem hafði áhrif á okkar niðurstöðu“ Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari vegna endurupptökubeiðni í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, lét nefndina vita af manninum sem vildi koma þessu upplýsingum á framfæri. Endurupptökunefndin fékk gögn sem vörðuðu vitnisburð mannsins í hendurnar en eftir yfirferð á þeim tilkynnti hún settum saksóknara að nefndin teldi ekki þörf á frekari skoðun á þeirri ábendingu, að sögn Björns.Það kom því ekkert úr þessari ábendingu? „Nei, ekkert sem hefur áhrif á okkar niðurstöðu,“ svarar Björn endurupptökunefndin ákvað að fresta því að birta niðurstöðu sína vegna þessarar ábendingar. Hann segir nefndina nú einungis vinna úr málinu eins og það kemur fyrir nefndina og er áætlað að ljúka því verki fyrir lok þessa mánaðar.Frá meðferð málsins árið 1978.VísirÍ júní síðastliðnum voru tveir kalrmenn handteknir og yfirheyrðir vegna rannsóknar á þætti málsins sem varðar Guðmund Einarsson. Þeir voru látnir lausir að lokinni yfirheyrslu.43 ár frá hvarfi Guðmundar og Geirfinns Guðmundar- og Geirfinnsmálið varðar mannshvörf sem bæði áttu sér stað árið 1974. Guðmundur Einarsson sást síðast í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Eiginkona Geirfinns Einarssonar sá hann síðast klukkan 22:30 í nóvember sama ár samkvæmt gögnum lögreglunnar í Keflavík. Næstu árin fór fram mikil rannsókn á málinu. Um sex árum frá hvarfi þeirra Guðmundar og Geirfinns voru þau Albert Klahn Skaftason, Erla Bolladóttir, Guðjón Skarphéðinsson, Kristján Viðar Viðarsson, Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson dæmd til fangelsisvistar Í Hæstarétti í febrúar árið 1980 vegna aðildar að dauða þeirra Guðmundar og Geirfinns. Sævar Marinó Ciesielski fékk lengsta dóminn, eða sautján ára fangelsisvist. Kristján Viðar var dæmdur í sextán ára fangelsi, Tryggvi Rúnar 13 ára fangelsi, Guðjón í tíu ára fangelsi, Erla í þriggja ára fangelsi og Albert Klahn í 12 mánaða fangelsi.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Ómar gleymdi að spyrja meintan banamann Geirfinns hvað hann hét Frásögn í nýútkominni bók Ómars gefur nýja sýn á morðið á Geirfinni Einarssyni. 9. ágúst 2016 12:10 Austfirðingur með nýjar upplýsingar í Geirfinnsmálinu Gætu haft áhrif á hvort málið verði tekið upp að nýju. 9. desember 2016 13:51 Handtökur í Guðmundarmáli varða líkflutning: Kunningi þegar viðurkennt að hafa flutt lík Guðmundar Húsleit var framkvæmd í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið í fyrradag. 16. júní 2016 08:41 Sonur Sævars Ciesielski: Hinn raunverulegi ofbeldismaður er kerfið Gefur lítið fyrir kjaftasögur um Geirfinnsmálið. 10. ágúst 2016 14:12 Erla segir tafir á úrskurði endurupptökunefndar fela í sér áframhaldandi illa meðferð og kúgun Endurupptökunefnd Guðmundar- og Geirfinnsmálanna hefur tekið sér frest fram yfir áramót til að kveða upp úrskurð sinni gagnvart Erlu Bolladóttur vegna mögulegs nýs vitnisburðar um afdrif Geirfinns. 22. nóvember 2016 20:00 Segir tafir nefndarinnar vera illa meðferð og kúgun Erla telur að endurupptökunefndin sé að bregðast hlutverki sínu og fari út fyrir lögákveðinn ramma sinn með því að ætla að rannsaka hvað hafi gerst fyrir 42 árum. 23. nóvember 2016 07:00 Formaður endurupptökunefndarinnar: „Ábending sem var hluti af gögnunum“ Tveir menn handteknir og yfirheyrðir í tengslum við endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. 15. júní 2016 12:03 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Ómar gleymdi að spyrja meintan banamann Geirfinns hvað hann hét Frásögn í nýútkominni bók Ómars gefur nýja sýn á morðið á Geirfinni Einarssyni. 9. ágúst 2016 12:10
Austfirðingur með nýjar upplýsingar í Geirfinnsmálinu Gætu haft áhrif á hvort málið verði tekið upp að nýju. 9. desember 2016 13:51
Handtökur í Guðmundarmáli varða líkflutning: Kunningi þegar viðurkennt að hafa flutt lík Guðmundar Húsleit var framkvæmd í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið í fyrradag. 16. júní 2016 08:41
Sonur Sævars Ciesielski: Hinn raunverulegi ofbeldismaður er kerfið Gefur lítið fyrir kjaftasögur um Geirfinnsmálið. 10. ágúst 2016 14:12
Erla segir tafir á úrskurði endurupptökunefndar fela í sér áframhaldandi illa meðferð og kúgun Endurupptökunefnd Guðmundar- og Geirfinnsmálanna hefur tekið sér frest fram yfir áramót til að kveða upp úrskurð sinni gagnvart Erlu Bolladóttur vegna mögulegs nýs vitnisburðar um afdrif Geirfinns. 22. nóvember 2016 20:00
Segir tafir nefndarinnar vera illa meðferð og kúgun Erla telur að endurupptökunefndin sé að bregðast hlutverki sínu og fari út fyrir lögákveðinn ramma sinn með því að ætla að rannsaka hvað hafi gerst fyrir 42 árum. 23. nóvember 2016 07:00
Formaður endurupptökunefndarinnar: „Ábending sem var hluti af gögnunum“ Tveir menn handteknir og yfirheyrðir í tengslum við endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. 15. júní 2016 12:03