Var alltaf að leika fyrir bangsana Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. febrúar 2017 09:30 „Ég gapi alltaf þegar ég sé einhvern gera töfrabrögð,“ segir Gói. Vísir/Stefán Gói heitir fullu nafni Guðjón Davíð Karlsson. Hann bjó til leikritið Fjarskaland sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu og fjallar um gömlu ævintýrin. Skyldi hann hafa lesið mikið af ævintýrum sem krakki? „Já, ég elskaði ævintýri og þjóðsögur. Foreldrar mínir lásu mikið fyrir mig og sögðu mér sögur. Það er kannski ástæðan fyrir því að ég er með ævintýrin á heilanum.“Hvert þeirra hélst þú mest upp á? „Ég var alltaf svakalega hrifinn af Eldfærunum og Búkollu.“Varstu smeykur við eitthvað í ævintýrunum? „Átján barna faðir í álfheimum er saga sem ég var alltaf pínu smeykur við. Svo fékk ég alltaf kökk í hálsinn þegar ég las Dísu ljósálf.“Langaði þig einhverntíma að vera sögupersóna í ævintýri? „Ekki einhver ein. En ég var oft í ævintýraleikjum og þá var ég Pétur pan, Hans klaufi, því mér fannst hann svo fyndinn, og fleiri.“Reyndir þú einhverntíma að galdra? „Ég reyndi og reyndi. Ég fékk einhverntíman töframannasett í jólagjöf. Það gekk alveg ótrúlega illa hjá mér. En gapi ég alltaf þegar ég sé einhvern gera töfrabrögð.“Settir þú upp leiksýningar heima hjá þér, sem barn? „Stöðugt. Ég var alltaf að leika fyrir bangsana mína. Allskonar ævintýri.“Máttir þú vera með læti og fíflast þó pabbi þinn væri biskup? „Pabbi er prestur og þegar ég var unglingur þá varð hann biskup. En fyrir mér er hann alltaf pabbi minn. Það var mikið grín og gaman á heimilinu. Draumur minn er að verða jafn góður pabbi og hann er.“Hvaða ævintýri lest þú helst fyrir börnin þín? „Við lesum saman allskonar ævintýri. Reynum að lesa sem mest. Þegar ég var að skrifa Fjarskaland þá las ég oft úr því fyrir þau og prófaði suma brandara og fékk hugmyndir að ævintýrum frá þeim. Þau voru svona tilraunadýr.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. febrúar 2017. Lífið Menning Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Vill kynlíf en ekki samband Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þórdís Lóa brast í söng í pontu Lífið Fleiri fréttir „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Gói heitir fullu nafni Guðjón Davíð Karlsson. Hann bjó til leikritið Fjarskaland sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu og fjallar um gömlu ævintýrin. Skyldi hann hafa lesið mikið af ævintýrum sem krakki? „Já, ég elskaði ævintýri og þjóðsögur. Foreldrar mínir lásu mikið fyrir mig og sögðu mér sögur. Það er kannski ástæðan fyrir því að ég er með ævintýrin á heilanum.“Hvert þeirra hélst þú mest upp á? „Ég var alltaf svakalega hrifinn af Eldfærunum og Búkollu.“Varstu smeykur við eitthvað í ævintýrunum? „Átján barna faðir í álfheimum er saga sem ég var alltaf pínu smeykur við. Svo fékk ég alltaf kökk í hálsinn þegar ég las Dísu ljósálf.“Langaði þig einhverntíma að vera sögupersóna í ævintýri? „Ekki einhver ein. En ég var oft í ævintýraleikjum og þá var ég Pétur pan, Hans klaufi, því mér fannst hann svo fyndinn, og fleiri.“Reyndir þú einhverntíma að galdra? „Ég reyndi og reyndi. Ég fékk einhverntíman töframannasett í jólagjöf. Það gekk alveg ótrúlega illa hjá mér. En gapi ég alltaf þegar ég sé einhvern gera töfrabrögð.“Settir þú upp leiksýningar heima hjá þér, sem barn? „Stöðugt. Ég var alltaf að leika fyrir bangsana mína. Allskonar ævintýri.“Máttir þú vera með læti og fíflast þó pabbi þinn væri biskup? „Pabbi er prestur og þegar ég var unglingur þá varð hann biskup. En fyrir mér er hann alltaf pabbi minn. Það var mikið grín og gaman á heimilinu. Draumur minn er að verða jafn góður pabbi og hann er.“Hvaða ævintýri lest þú helst fyrir börnin þín? „Við lesum saman allskonar ævintýri. Reynum að lesa sem mest. Þegar ég var að skrifa Fjarskaland þá las ég oft úr því fyrir þau og prófaði suma brandara og fékk hugmyndir að ævintýrum frá þeim. Þau voru svona tilraunadýr.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. febrúar 2017.
Lífið Menning Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Vill kynlíf en ekki samband Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þórdís Lóa brast í söng í pontu Lífið Fleiri fréttir „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira