Árangurslaust fjárnám hjá útgáfufélagi Fréttatímans Nadine Guðrún Yaghi og Þorbjörn Þórðarson skrifa 11. febrúar 2017 19:00 Árangurslaust fjárnám var gert hjá Morgundegi ehf. útgáfufélagi Fréttatímans hinn 31. janúar síðastliðinn. Daginn áður hófu forsvarsmenn blaðsins að safna fjárframlögum frá almenningi til að halda útgáfu blaðsins áfram. Morgundagur ehf. er félag sem sér um útgáfu Fréttatímans. Í stjórn félagsins sitja Gunnar Smári Egilsson útgefandi blaðsins og athafnamaðurinn Sigurður Gísli Pálmason sem hefur lagt fé til rekstrar þess. Gert var árangurslaust fjárnám hjá Morgundegi ehf. útgefanda Fréttatímans hinn 31. janúar síðastliðinn hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu en hjá sýslumanni var það flokkað undir alvarleikastiginu ógjaldfærni. Samkvæmt færslu um hið áranguslausa fjárnám sem fréttastofa hefur undir höndum var það lagt fram hinn 30. janúar en sama dag kom Gunnar Smári Egilsson útgefandi Fréttatímans og stjórnarmaður í Morgundegi ehf. í viðtal í útvarpsþættinum Harmageddon á Xinu 977 sem haldið er úti af 365, útgefanda Stöðvar 2. Í viðtalinu greindi hann frá því að hann hefði nú hafið fjársöfnun og óskaði eftir fjárframlögum frá almenningi undir merkjum Frjálsrar fjölmiðlunar á heimasíðunni frjalsfjolmidlun.is. Árangurslaust fjárnám hefur þau réttaráhrif samkvæmt lögum að í þrjá mánuði á eftir geta kröfuhafar Morgundags ehf. farið fram á að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti. Gunnar Smári vildi ekki koma í viðtal þegar óskað var eftir því. Hann gaf skýringar á hinu árangurslausa fjárnámi sem hann dró síðar til baka og sakaði fréttamenn Stöðvar 2 um að láta annarleg sjónarmið stýra fréttaflutningi. Á fimmtudagskvöld höfðu tæplega 500 manns skráð sig í félagið Frjálsa fjölmiðlum og lagt til þess misháar upphæðir samkvæmt frétt á heimasíðu Fréttatímans. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Sjá meira
Árangurslaust fjárnám var gert hjá Morgundegi ehf. útgáfufélagi Fréttatímans hinn 31. janúar síðastliðinn. Daginn áður hófu forsvarsmenn blaðsins að safna fjárframlögum frá almenningi til að halda útgáfu blaðsins áfram. Morgundagur ehf. er félag sem sér um útgáfu Fréttatímans. Í stjórn félagsins sitja Gunnar Smári Egilsson útgefandi blaðsins og athafnamaðurinn Sigurður Gísli Pálmason sem hefur lagt fé til rekstrar þess. Gert var árangurslaust fjárnám hjá Morgundegi ehf. útgefanda Fréttatímans hinn 31. janúar síðastliðinn hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu en hjá sýslumanni var það flokkað undir alvarleikastiginu ógjaldfærni. Samkvæmt færslu um hið áranguslausa fjárnám sem fréttastofa hefur undir höndum var það lagt fram hinn 30. janúar en sama dag kom Gunnar Smári Egilsson útgefandi Fréttatímans og stjórnarmaður í Morgundegi ehf. í viðtal í útvarpsþættinum Harmageddon á Xinu 977 sem haldið er úti af 365, útgefanda Stöðvar 2. Í viðtalinu greindi hann frá því að hann hefði nú hafið fjársöfnun og óskaði eftir fjárframlögum frá almenningi undir merkjum Frjálsrar fjölmiðlunar á heimasíðunni frjalsfjolmidlun.is. Árangurslaust fjárnám hefur þau réttaráhrif samkvæmt lögum að í þrjá mánuði á eftir geta kröfuhafar Morgundags ehf. farið fram á að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti. Gunnar Smári vildi ekki koma í viðtal þegar óskað var eftir því. Hann gaf skýringar á hinu árangurslausa fjárnámi sem hann dró síðar til baka og sakaði fréttamenn Stöðvar 2 um að láta annarleg sjónarmið stýra fréttaflutningi. Á fimmtudagskvöld höfðu tæplega 500 manns skráð sig í félagið Frjálsa fjölmiðlum og lagt til þess misháar upphæðir samkvæmt frétt á heimasíðu Fréttatímans.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Sjá meira