Spegilmynd af þeim fyrsta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2017 06:30 Keflvíkingar hlaupa sigurhring með bikarinn. vísir/andri marinó Bikarmeistaratitillinn var svo sannarlega ekki að fara í fyrsta sinn til Keflavíkur um helgina en allir leikmenn liðsins voru aftur á móti að vinna hann í fyrsta sinn sem leikmenn Keflavíkurliðsins. Það hafði ekki gerst í næstum því þrjá áratugi en á þessum þremur ótrúlegu áratugum hefur Keflavík unnið 29 stóra titla í kvennaflokki, fimmtán Íslandsmeistaratitla og fjórtán bikarmeistaratitla. Öll tólf bikarmeistaralið Keflavíkur frá 1989 til 2013 höfðu innanborðs þrjá eða fleiri leikmenn sem höfðu áður orðið bikarmeistarar með Keflavíkurliðinu.Hröð endurnýjun á liðinu Eftir ótrúlega hraða endurnýjun á Keflavíkurliðinu síðustu tvö ár var staðan hins vegar sú að liðið skipuðu tólf leikmenn sem aldrei höfðu unnið stóran titil með Keflavíkurliðinu. Sigureðlið virðist vera í blóðinu hjá Keflavíkurstúlkum sem eru orðnar bikarmeistarar á tímapunkti þegar flest önnur félög væru enn í sárum eftir að hafa misst nær alla reynsluna út úr sínu liði. Kvennalið Keflavík hafði aðeins einu sinni beðið lengur eftir bikartitli síðan sá fyrsti vannst en fjögur ár voru síðan sá síðasti kom í hús árið 2013. Þegar Keflavík beið í sjö ár eftir bikarmeistaratitlinum frá 2004 til 2011 voru samt í liðinu þrír leikmenn sem höfðu áður fengið bikarmeistaragull um hálsinn sem leikmenn Keflavíkurliðsins. Hið unga lið naut þó góðs af því að þjálfarinn Sverrir Þór Sverrisson var búinn að vinna bikarinn oft áður, bæði sem leikmaður og þjálfari. Tveir leikmenn Keflavíkur, Erna Hákonardóttir og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir, unnu einnig bikarinn með Njarðvík fyrir fimm árum og Erna var líka í leikmannahópi Snæfells þegar liðið vann bikarinn í fyrra. Aðrir leikmenn liðsins voru á eftir sínum fyrsta stóra titli á ferlinum.Sextán til átján ára stelpur Þegar Keflavík vann bikarinn í fyrsta sinn 1988 voru í liðinu kornungar stelpur eins og í ár. Stelpur á aldrinum 16 til 18 ára og flestar í mjög stórum hlutverkum en búnar að vinna titla í yngri flokkum árin á undan. Í liðinu í ár eru tvær átján ára stelpur í byrjunarliðinu og tvær sem komu saman með sextán stig inn af bekknum eiga það sameiginlegt að vera yngri en átján ára. Björg Hafsteinsdóttir var sú eina sem tók þátt í að landa átta fyrstu bikarmeistaratitlum Keflavíkurliðsins frá 1988 til 1997. Hún vann sinn fyrsta titil nítján ára gömul en nú var einmitt dóttir hennar, Thelma Dís Ágústsdóttir, að verða bikarmeistari í fyrsta sinn átján ára gömul. Thelma Dís var í byrjunarliðinu og var með 8 fráköst og 3 stoðsendingar í úrslitaleiknum. Björg skoraði 25 stig í úrslitaleiknum fyrir 29 árum.Á sama aldri og mamma sín Elínborg Herbertsdóttir, önnur úr fyrsta bikarmeistaraliði Keflavíkur, var aðeins nýorðin sextán ára gömul þegar hún varð bikarmeistari í fyrsta sinn árið 1988 eða jafngömul og dóttir hennar, Birna Valgerður Benónýsdóttir, sem verður ekki sautján ára fyrr en í september. Birna skoraði 11 stig, tók 7 fráköst og varði 3 skot í sínum fyrsta bikarúrslitaleik í meistaraflokki. Anna María Sveinsdóttir missti aðeins af einum af fyrstu ellefu bikarmeistaratitlunum (barneignarfrí) og er sú sem hefur unnið þá flesta á ferlinum. Það hefur nefnilega ekkert eitt annað félag unnið fleiri bikarmeistaratitla til samans en KR er með tíu bikarmeistaratitla eins og Anna María.Nýtt gullaldarlið? Hvort Keflavík er búið að eignast nýtt gullaldarlið verður að koma í ljós en þær sem unnu bikarinn 1988 áttu eftir að vinna alla titla í boði næstu þrjú tímabil og við tók mikil sigurganga sem lengist nú enn. Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Leik lokið: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Leik lokið: Keflavík - ÍR 81-89 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Leik lokið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Leik lokið: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Bikarmeistaratitillinn var svo sannarlega ekki að fara í fyrsta sinn til Keflavíkur um helgina en allir leikmenn liðsins voru aftur á móti að vinna hann í fyrsta sinn sem leikmenn Keflavíkurliðsins. Það hafði ekki gerst í næstum því þrjá áratugi en á þessum þremur ótrúlegu áratugum hefur Keflavík unnið 29 stóra titla í kvennaflokki, fimmtán Íslandsmeistaratitla og fjórtán bikarmeistaratitla. Öll tólf bikarmeistaralið Keflavíkur frá 1989 til 2013 höfðu innanborðs þrjá eða fleiri leikmenn sem höfðu áður orðið bikarmeistarar með Keflavíkurliðinu.Hröð endurnýjun á liðinu Eftir ótrúlega hraða endurnýjun á Keflavíkurliðinu síðustu tvö ár var staðan hins vegar sú að liðið skipuðu tólf leikmenn sem aldrei höfðu unnið stóran titil með Keflavíkurliðinu. Sigureðlið virðist vera í blóðinu hjá Keflavíkurstúlkum sem eru orðnar bikarmeistarar á tímapunkti þegar flest önnur félög væru enn í sárum eftir að hafa misst nær alla reynsluna út úr sínu liði. Kvennalið Keflavík hafði aðeins einu sinni beðið lengur eftir bikartitli síðan sá fyrsti vannst en fjögur ár voru síðan sá síðasti kom í hús árið 2013. Þegar Keflavík beið í sjö ár eftir bikarmeistaratitlinum frá 2004 til 2011 voru samt í liðinu þrír leikmenn sem höfðu áður fengið bikarmeistaragull um hálsinn sem leikmenn Keflavíkurliðsins. Hið unga lið naut þó góðs af því að þjálfarinn Sverrir Þór Sverrisson var búinn að vinna bikarinn oft áður, bæði sem leikmaður og þjálfari. Tveir leikmenn Keflavíkur, Erna Hákonardóttir og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir, unnu einnig bikarinn með Njarðvík fyrir fimm árum og Erna var líka í leikmannahópi Snæfells þegar liðið vann bikarinn í fyrra. Aðrir leikmenn liðsins voru á eftir sínum fyrsta stóra titli á ferlinum.Sextán til átján ára stelpur Þegar Keflavík vann bikarinn í fyrsta sinn 1988 voru í liðinu kornungar stelpur eins og í ár. Stelpur á aldrinum 16 til 18 ára og flestar í mjög stórum hlutverkum en búnar að vinna titla í yngri flokkum árin á undan. Í liðinu í ár eru tvær átján ára stelpur í byrjunarliðinu og tvær sem komu saman með sextán stig inn af bekknum eiga það sameiginlegt að vera yngri en átján ára. Björg Hafsteinsdóttir var sú eina sem tók þátt í að landa átta fyrstu bikarmeistaratitlum Keflavíkurliðsins frá 1988 til 1997. Hún vann sinn fyrsta titil nítján ára gömul en nú var einmitt dóttir hennar, Thelma Dís Ágústsdóttir, að verða bikarmeistari í fyrsta sinn átján ára gömul. Thelma Dís var í byrjunarliðinu og var með 8 fráköst og 3 stoðsendingar í úrslitaleiknum. Björg skoraði 25 stig í úrslitaleiknum fyrir 29 árum.Á sama aldri og mamma sín Elínborg Herbertsdóttir, önnur úr fyrsta bikarmeistaraliði Keflavíkur, var aðeins nýorðin sextán ára gömul þegar hún varð bikarmeistari í fyrsta sinn árið 1988 eða jafngömul og dóttir hennar, Birna Valgerður Benónýsdóttir, sem verður ekki sautján ára fyrr en í september. Birna skoraði 11 stig, tók 7 fráköst og varði 3 skot í sínum fyrsta bikarúrslitaleik í meistaraflokki. Anna María Sveinsdóttir missti aðeins af einum af fyrstu ellefu bikarmeistaratitlunum (barneignarfrí) og er sú sem hefur unnið þá flesta á ferlinum. Það hefur nefnilega ekkert eitt annað félag unnið fleiri bikarmeistaratitla til samans en KR er með tíu bikarmeistaratitla eins og Anna María.Nýtt gullaldarlið? Hvort Keflavík er búið að eignast nýtt gullaldarlið verður að koma í ljós en þær sem unnu bikarinn 1988 áttu eftir að vinna alla titla í boði næstu þrjú tímabil og við tók mikil sigurganga sem lengist nú enn.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Leik lokið: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Leik lokið: Keflavík - ÍR 81-89 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Leik lokið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Leik lokið: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira