Arna Stefanía fegin að hafa hætt við að hætta: „Ég var alveg komin með upp í kok“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. febrúar 2017 19:30 Fyrir hálfu öðru ári ætlaði Arna Stefanía Guðmundsdóttir frjálsíþróttakona í FH að hætta í íþróttum. Um helgina varð hún Norðurlandameistari í 400 metra hlaupi og framundan eru mörg verkefni hjá þessum efnilega íþróttamanni. „Ég hef einu sinni áður keppt á fullorðinsmóti. Það var á EM í Amsterdam síðasta sumar. Það verður mjög gaman að fá að keppa núna á EM innanhúss. Þetta leggst mjög vel í mig. Formið er gott og ég held að allt sé opið þar. Maður veit svona næstum því hvar maður stendur í Evrópu núna. Ég held að ég sé á nokkuð góðum stað,“ segir Arna Stefanía. Arna Stefanía hefur bætt sig mikið á skömmum tíma. Fyrir keppnistíðina hafði hún best hlaupið á 4,40 sekúndum en á Reykjavíkurleikunum bætti hún Íslandsmet 20-22ja ára þegar hún hljóp á á 53,92 sekúndum. Í byrjun mars keppir hún á Evrópumótinu í Belgrad. Ekki er langt síðan hún ætlaði að hætta í íþróttum. „Sumarið 2014 var ég komin með upp í kok. Ég meiddist og andlega hliðin var alveg farin. Ég hafði ekkert gaman að þessu og mig langaði ekki einu sinni til að koma og horfa á frjálsíþróttamót,“ segir hún. „Ég fór að æfa aðeins með Silju Úlfars og hún kom mér aftur af stað. Sem betur fer náði ég að komast inn til Ragnheiðar en hún hefur skipt mig miklu máli í mínum árangri.“ Hún sér ekki eftir því að hætta við að hætta: „Alls ekki. Stundum er maður þreyttur og nennir ekki á æfingu en ánægjan þegar þú kemur í mark og þú sérð að æfingarnar eru að skila sér er mikil. Sumir lýsa þessu sem vímu og ég get tekið undir það.“ Allt innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ Sjá meira
Fyrir hálfu öðru ári ætlaði Arna Stefanía Guðmundsdóttir frjálsíþróttakona í FH að hætta í íþróttum. Um helgina varð hún Norðurlandameistari í 400 metra hlaupi og framundan eru mörg verkefni hjá þessum efnilega íþróttamanni. „Ég hef einu sinni áður keppt á fullorðinsmóti. Það var á EM í Amsterdam síðasta sumar. Það verður mjög gaman að fá að keppa núna á EM innanhúss. Þetta leggst mjög vel í mig. Formið er gott og ég held að allt sé opið þar. Maður veit svona næstum því hvar maður stendur í Evrópu núna. Ég held að ég sé á nokkuð góðum stað,“ segir Arna Stefanía. Arna Stefanía hefur bætt sig mikið á skömmum tíma. Fyrir keppnistíðina hafði hún best hlaupið á 4,40 sekúndum en á Reykjavíkurleikunum bætti hún Íslandsmet 20-22ja ára þegar hún hljóp á á 53,92 sekúndum. Í byrjun mars keppir hún á Evrópumótinu í Belgrad. Ekki er langt síðan hún ætlaði að hætta í íþróttum. „Sumarið 2014 var ég komin með upp í kok. Ég meiddist og andlega hliðin var alveg farin. Ég hafði ekkert gaman að þessu og mig langaði ekki einu sinni til að koma og horfa á frjálsíþróttamót,“ segir hún. „Ég fór að æfa aðeins með Silju Úlfars og hún kom mér aftur af stað. Sem betur fer náði ég að komast inn til Ragnheiðar en hún hefur skipt mig miklu máli í mínum árangri.“ Hún sér ekki eftir því að hætta við að hætta: „Alls ekki. Stundum er maður þreyttur og nennir ekki á æfingu en ánægjan þegar þú kemur í mark og þú sérð að æfingarnar eru að skila sér er mikil. Sumir lýsa þessu sem vímu og ég get tekið undir það.“ Allt innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ Sjá meira