Sigurjón vinnur seríu um Drakúla greifa sem vill taka yfir hinn vestræna heim Birgir Olgeirsson skrifar 15. febrúar 2017 16:42 Sigurjón Sighvatsson er með sjónvarpsseríu í bígerð sem fjallar um Drakúla greifa. Þættirnir verða byggðir á íslenskri útgáfu af bók Bram Stokers um greifann en Sigurjón sagði við Reykjavík síðdegis í gær að sú útgáfa sé hálfgerð endurskrif á sögunni. Um er að ræða Powers of Darkness en í þýðingu Valdimars Ásmundssonar fékk hún heitið Makt myrkranna. Sigurjón sagði að í íslensku útgáfunni sé Drakúla greifi ekki eins blóðþyrstur og í upprunalegu útgáfunni. „Hann er með þjóðfélagslegan tilgang sem er að taka yfir hinn vestræna heim og búa til nýtt veldi þar sem blóðið ræður ríkjum,“ sagði Sigurjón í Reykjavík síðdegis í gær. Sigurjón sagði að í Makt myrkranna vilji Drakúla ná einræði því hann trúir á mátt blóðsins. Þættirnir sem Sigurjón er með í vinnslu munu gerast í nútímanum og sagði hann margt í Makt myrkranna minna á það sem er að gerast í hinum vestræna heimi í dag. Miklir öfgar séu nú í Rússlandi, Bandaríkjunum og vísir að þeim í Frakklandi og að Drakúla greifa sé að finna í mörgum hornum í dag. Hann sagði talsvert í að almenningur fái að njóta þessara þátta sem munu gerast að mestu leyti í Austur Evrópu og á Englandi. Þá er Sigurjón með í vinnslu kvikmyndina Ég man þig, sem byggð er á samnefndri skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur. Tökum á þeirri mynd er lokið og er hún nú í eftirvinnslu. Þá er einnig í vinnslu hrollvekjan The Wanting sem er væntanleg í kvikmyndahús síðar á árinu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Sigurjón Sighvatsson er með sjónvarpsseríu í bígerð sem fjallar um Drakúla greifa. Þættirnir verða byggðir á íslenskri útgáfu af bók Bram Stokers um greifann en Sigurjón sagði við Reykjavík síðdegis í gær að sú útgáfa sé hálfgerð endurskrif á sögunni. Um er að ræða Powers of Darkness en í þýðingu Valdimars Ásmundssonar fékk hún heitið Makt myrkranna. Sigurjón sagði að í íslensku útgáfunni sé Drakúla greifi ekki eins blóðþyrstur og í upprunalegu útgáfunni. „Hann er með þjóðfélagslegan tilgang sem er að taka yfir hinn vestræna heim og búa til nýtt veldi þar sem blóðið ræður ríkjum,“ sagði Sigurjón í Reykjavík síðdegis í gær. Sigurjón sagði að í Makt myrkranna vilji Drakúla ná einræði því hann trúir á mátt blóðsins. Þættirnir sem Sigurjón er með í vinnslu munu gerast í nútímanum og sagði hann margt í Makt myrkranna minna á það sem er að gerast í hinum vestræna heimi í dag. Miklir öfgar séu nú í Rússlandi, Bandaríkjunum og vísir að þeim í Frakklandi og að Drakúla greifa sé að finna í mörgum hornum í dag. Hann sagði talsvert í að almenningur fái að njóta þessara þátta sem munu gerast að mestu leyti í Austur Evrópu og á Englandi. Þá er Sigurjón með í vinnslu kvikmyndina Ég man þig, sem byggð er á samnefndri skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur. Tökum á þeirri mynd er lokið og er hún nú í eftirvinnslu. Þá er einnig í vinnslu hrollvekjan The Wanting sem er væntanleg í kvikmyndahús síðar á árinu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira