Haukar geta gert það í kvöld sem þeim hefur ekki tekist í 77 daga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2017 17:00 Það gengur ekkert hjá Emil Barja og félögum að landa sigri í jöfnum leikjum á útivöllum. Vísir/Anton Fjórir leikir fara fram í 17. umferð Domino´s deildar karla í kvöld og þar á meðal er leikur ÍR og Hauka í Hertz hellinum í Seljaskóla. Haukar eru tveimur stigum á eftir ÍR en bæði lið teljast vera samtímis í fallbaráttu og að berjast um sæti í úrslitakeppninni. Það er því mikið undir í þessum leik liðanna í kvöld. Haukar hafa ekki unnið útileik síðan að þeir heimsóttu Snæfelli í Stykkishólm 1. desember síðastliðinn eða fyrir 77 dögum síðan.Frá þeim tíma hefur Haukaliðið tapað fjórum útileikjum á móti KR, Þór Þorl., Skallagrím og Tindastól. Í viðbæt bætist síðan tapleikur á móti 1. deildarliði Vals í Maltbikarnum. ÍR-ingar hafa aftur á móti verið á mikilli siglingu í Seljaskólanum en Breiðholtsliðið hefur unnið fjóra heimaleiki í röð eða alla heimaleiki sína á fyrrnefndum 77 dögum. ÍR hefur unnið í þessum fjórum leikjum lið Þór Þorl, lið Njarðvíkur, lið Stjörnunnar og lið Skallagríms en þrjú þeirra eru ofar í töflunni. Það er annars athyglisvert að skoða útileiki Haukaliðsins í vetur því liðið hefur tapað sjö af átta útileikjum en þrír af tapleikjunum hafa komið í framlengingu og liðið hefur ekki tapað með meira en tíu stigum á útivelli í allan vetur. Vissulega sjö töp en fjögur þeirra með fimm stigum eða minna. Hlutirnir hafa svo sannarlega ekki fallið með Haukaliðinu í útileikjunum í vetur og nú er spurning hvort að það fari að breytast á endasprettinum. Þrátt fyrir að vera aðeins með þrettán prósent sigurhlutfall á útivelli í vetur þá hafa ennfremur aðeins þrjú af liðum deildarinnar (Þór Ak., Stjarnan og KR) skorað fleiri stig í leik á útivelli. Haukar eru með 87,6 stig að meðaltali í útileikjum sínum. Það fylgir reyndar sögunni að aðeins botnlið Snæfells (104,1) hefur fengið fleiri stig á sig í útileikjunum því Haukar hafa fengið á sig 90,8 stig.Útileikir Haukaliðsins í Domino´s deildinni í vetur: 26. janúar í Vesturbæ - 8 stiga tap fyrir KR (69-77) 20. janúar í Þorlákshöfn - 10 stiga tap fyrir Þór (84-94) 5. janúar í Borgarnesi - 2 stiga tap fyrir Skallagrím (102-104, framlenging) 15. desember á Sauðárkróki - 5 stiga tap fyrir Tindastól (82-87) 1. desember í Stykkishólmi - 17 stiga sigur á Snæfelli (78-95) 16. nóvember í Njarðvík - 10 stiga tap fyrir Njarðvík (88-98) 4. nóvember á Akureyri - 3 stiga tap fyrir Þór (93-96, framlenging) 13. október í Grindavík - 4 stiga tap fyrir Grindavík (88-92, framlenging) Dominos-deild kvenna Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
Fjórir leikir fara fram í 17. umferð Domino´s deildar karla í kvöld og þar á meðal er leikur ÍR og Hauka í Hertz hellinum í Seljaskóla. Haukar eru tveimur stigum á eftir ÍR en bæði lið teljast vera samtímis í fallbaráttu og að berjast um sæti í úrslitakeppninni. Það er því mikið undir í þessum leik liðanna í kvöld. Haukar hafa ekki unnið útileik síðan að þeir heimsóttu Snæfelli í Stykkishólm 1. desember síðastliðinn eða fyrir 77 dögum síðan.Frá þeim tíma hefur Haukaliðið tapað fjórum útileikjum á móti KR, Þór Þorl., Skallagrím og Tindastól. Í viðbæt bætist síðan tapleikur á móti 1. deildarliði Vals í Maltbikarnum. ÍR-ingar hafa aftur á móti verið á mikilli siglingu í Seljaskólanum en Breiðholtsliðið hefur unnið fjóra heimaleiki í röð eða alla heimaleiki sína á fyrrnefndum 77 dögum. ÍR hefur unnið í þessum fjórum leikjum lið Þór Þorl, lið Njarðvíkur, lið Stjörnunnar og lið Skallagríms en þrjú þeirra eru ofar í töflunni. Það er annars athyglisvert að skoða útileiki Haukaliðsins í vetur því liðið hefur tapað sjö af átta útileikjum en þrír af tapleikjunum hafa komið í framlengingu og liðið hefur ekki tapað með meira en tíu stigum á útivelli í allan vetur. Vissulega sjö töp en fjögur þeirra með fimm stigum eða minna. Hlutirnir hafa svo sannarlega ekki fallið með Haukaliðinu í útileikjunum í vetur og nú er spurning hvort að það fari að breytast á endasprettinum. Þrátt fyrir að vera aðeins með þrettán prósent sigurhlutfall á útivelli í vetur þá hafa ennfremur aðeins þrjú af liðum deildarinnar (Þór Ak., Stjarnan og KR) skorað fleiri stig í leik á útivelli. Haukar eru með 87,6 stig að meðaltali í útileikjum sínum. Það fylgir reyndar sögunni að aðeins botnlið Snæfells (104,1) hefur fengið fleiri stig á sig í útileikjunum því Haukar hafa fengið á sig 90,8 stig.Útileikir Haukaliðsins í Domino´s deildinni í vetur: 26. janúar í Vesturbæ - 8 stiga tap fyrir KR (69-77) 20. janúar í Þorlákshöfn - 10 stiga tap fyrir Þór (84-94) 5. janúar í Borgarnesi - 2 stiga tap fyrir Skallagrím (102-104, framlenging) 15. desember á Sauðárkróki - 5 stiga tap fyrir Tindastól (82-87) 1. desember í Stykkishólmi - 17 stiga sigur á Snæfelli (78-95) 16. nóvember í Njarðvík - 10 stiga tap fyrir Njarðvík (88-98) 4. nóvember á Akureyri - 3 stiga tap fyrir Þór (93-96, framlenging) 13. október í Grindavík - 4 stiga tap fyrir Grindavík (88-92, framlenging)
Dominos-deild kvenna Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira