Verða stærri og sterkari í Mjölni Ólöf Skaftadóttir skrifar 18. febrúar 2017 07:00 Sunna Tsunami Davíðsdóttir og Áslaug takast á í hringnum, en þær eru báðar grjótharðir bardagakappar. Fréttablaðið/Vilhelm Maður er alveg í skýjunum yfir þessu öllu saman. Við erum svolítið að kveðja það gamla, sem var líka gott, en nú erum við að fagna því nýja. Nýrri og bjartri framtíð. Það er svo gott lið í Mjölni og svo góður andi – og það hefur bara að gera með fólkið. Ég held að andinn í nýja húsinu verði bara enn þá betri en á gamla staðnum,“ segir Sunna Tsunami Davíðsdóttir, bardagakappi í Mjölni, sem er full tilhlökkunar fyrir opnun nýs, stærra og betra íþróttahúss til að iðka blandaðar bardagalistir. Æfingar hefjast eftir dagskrá á mánudaginn næsta.Aðstaða í heimsklassa „Þetta breytir öllu fyrir okkur. Mjölnir er að verða stærri og sterkari,” segir Sunna og hlær og bætir við að það sé nú einmitt takmarkið með því að æfa í Mjölni, að verða stærri og sterkari. „Ég hugsa að það verði líka meira af því núna að við getum tekið á móti atvinnumönnum, sem vilja æfa hjá okkur. Það mun klárlega breyta mjög miklu fyrir sportið hér á landi. Þar munar mestu um fjölbreytni á æfingum, meiri og betri þekkingu og nýja æfingafélaga til að glíma við,” útskýrir Sunna. Hún segir nýju aðstöðuna frábæra. „Þetta verður í algjörum heimsklassa hérna í Öskjuhlíðinni og ég held að þegar við höfum þessa aðstöðu til að taka vel á móti atvinnufólki í sportinu þá mun því virkilega langa að koma og heimsækja okkur og staldra aðeins við. Íþróttamenn eiga eftir að verða sjúkir í að koma til okkar og við erum sjúk í að fá þau! Það er ekki ósvipað því þegar ég fór til Tælands og dvaldi þar, keppti og æfði og lærði heilmargt!”Fá smjörþefinn af MMA Í dag verður vegleg opnunarhátíð í Mjölnishöllinni nýju, í Öskjuhlíð, í húsnæðinu sem áður hýsti Keiluhöllina, á milli tvö og fjögur. Og partí um kvöldið, fyrir þá sem náð hafa aldri. „Ég ætla allavega klárlega ekki að láta mig vanta og vonandi koma sem flestir og kíkja á okkur,” segir Sunna. „Það verður góð kynning á sportinu, í öllum sölum húsnæðisins, þannig að það verður gaman fyrir fólk sem er forvitið um þetta allt saman að koma og fá smjörþefinn af því sem er að gerast hjá okkur.” Mikið verður um viðburði og nokkuð þétt dagskrá, meðal annars upphífingakeppni sem hefst klukkan þrjú. „Þetta verður mjög skemmtilegur dagur. Og partýið verður áreiðanlega ekki síðra!” MMA Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
Maður er alveg í skýjunum yfir þessu öllu saman. Við erum svolítið að kveðja það gamla, sem var líka gott, en nú erum við að fagna því nýja. Nýrri og bjartri framtíð. Það er svo gott lið í Mjölni og svo góður andi – og það hefur bara að gera með fólkið. Ég held að andinn í nýja húsinu verði bara enn þá betri en á gamla staðnum,“ segir Sunna Tsunami Davíðsdóttir, bardagakappi í Mjölni, sem er full tilhlökkunar fyrir opnun nýs, stærra og betra íþróttahúss til að iðka blandaðar bardagalistir. Æfingar hefjast eftir dagskrá á mánudaginn næsta.Aðstaða í heimsklassa „Þetta breytir öllu fyrir okkur. Mjölnir er að verða stærri og sterkari,” segir Sunna og hlær og bætir við að það sé nú einmitt takmarkið með því að æfa í Mjölni, að verða stærri og sterkari. „Ég hugsa að það verði líka meira af því núna að við getum tekið á móti atvinnumönnum, sem vilja æfa hjá okkur. Það mun klárlega breyta mjög miklu fyrir sportið hér á landi. Þar munar mestu um fjölbreytni á æfingum, meiri og betri þekkingu og nýja æfingafélaga til að glíma við,” útskýrir Sunna. Hún segir nýju aðstöðuna frábæra. „Þetta verður í algjörum heimsklassa hérna í Öskjuhlíðinni og ég held að þegar við höfum þessa aðstöðu til að taka vel á móti atvinnufólki í sportinu þá mun því virkilega langa að koma og heimsækja okkur og staldra aðeins við. Íþróttamenn eiga eftir að verða sjúkir í að koma til okkar og við erum sjúk í að fá þau! Það er ekki ósvipað því þegar ég fór til Tælands og dvaldi þar, keppti og æfði og lærði heilmargt!”Fá smjörþefinn af MMA Í dag verður vegleg opnunarhátíð í Mjölnishöllinni nýju, í Öskjuhlíð, í húsnæðinu sem áður hýsti Keiluhöllina, á milli tvö og fjögur. Og partí um kvöldið, fyrir þá sem náð hafa aldri. „Ég ætla allavega klárlega ekki að láta mig vanta og vonandi koma sem flestir og kíkja á okkur,” segir Sunna. „Það verður góð kynning á sportinu, í öllum sölum húsnæðisins, þannig að það verður gaman fyrir fólk sem er forvitið um þetta allt saman að koma og fá smjörþefinn af því sem er að gerast hjá okkur.” Mikið verður um viðburði og nokkuð þétt dagskrá, meðal annars upphífingakeppni sem hefst klukkan þrjú. „Þetta verður mjög skemmtilegur dagur. Og partýið verður áreiðanlega ekki síðra!”
MMA Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira