Einfalda leiðin Logi Bergmann skrifar 4. febrúar 2017 07:00 Ef ég væri svona alvöru pistlahöfundur, sem tæki mig hátíðlega, væri ég núna að fara að skrifa pistil um Donald Trump. En vá hvað ég nenni því ekki. Fer hann ekki bara ef við hættum að tala um hann? Í staðinn langar mig að skrifa um annað undarlegt fyrirbæri: Meistaramánuð og hvernig sumir nálgast það, sem kallað er að koma sér í form. Hvað sem það þýðir. Ef það er eitthvað sem allir elska, þá er það einfalda leiðin. Einfalda leiðin til að hætta að reykja, einfalda leiðin til að hætta að borða sykur, léttast, þrífa, læra eða ala upp börn. Við bara elskum þetta og erum alltaf til í að prófa eitthvað sem er bara nógu einfalt. Við vitum alveg innst inni að þetta virkar ekki en okkur langar bara svo sjúklega til þess. Af því þetta er svo einfalt. Sérstaklega núna, þegar fólk ætlar í einhvers konar panikki að fara að kolefnisjafna ruglið yfir hátíðirnar í Meistaramánuði. Á einfaldan hátt. Ekki misskilja mig. Einfalt er vissulega gott. Ég vil hafa hluti einfalda. Það segir sig sjálft. Takið til dæmis eftir því hvað orðið einfalt hefur á sér miklu þægilegri blæ en orðið flókið. Það er vesen og óþægilegt. Vissulega, svona ef maður hugsar það aðeins, er flókið líklegra til að virka. En samt?… Þetta er ekki eitthvað sem þessi kynslóð fann upp. Ef internetið hefði verið komið hér áður fyrr þá hefði örugglega einhver leitað að þessu: Einfalda leiðin til að fá sjálfstæði frá Dönum eða einfalda leiðin til að galdra án þess að verða brenndur á báli. Ef ég væri að selja eitthvað þá myndi ég leggja áherslu á að það væri einfalt. Ég held að það sé það fyrsta sem fólk hugsar um. Helst einfalt og kostar enga vinnu. Það er fullkomin vara. Og ég ætla ekki að vera með nein leiðindi út af því. Þannig höfum við fengið alls konar skemmtilega hluti: Bumbubanann, kartöfluflysjarann, alls konar hreinsidót. Já bara allan sjónvarpsmarkaðinn.Einfalt er betra en erfitt Helst af öllu viljum við samt einfalda hluti þegar við þurfum að gera eitthvað erfitt. Eins og grennast. Þá fyrst erum við til í að gera okkur að algjörum fíflum til að komast hjá því að leggja eitthvað á okkur. Æfa í þrjár mínútur á dag og missa 15 kíló. Já það hljómar eðlilega. Drekka grænt te og breyta engu öðru og missa tíu kíló. Já, það er einmitt það sem ég er tilbúinn til að leggja á mig. Og hver gæti gleymt megrunarkaramellunum eða eyrnalokkunum eða plástrunum eða munnspreyinu eða bara einhverju sem er með orðinu einfalt. Svo voru líka pillurnar. Ein pilla og sex vatnsglös þrisvar á dag og þá ertu ekkert svangur. Og núna síðast. Rauðvínsglas fyrir svefninn og kílóin fjúka af. Frábært! Í alvöru. Hvað ætli sé almennt að gerast í höfðinu á fólki sem heldur að það grennist við það að borða súkkulaðikaramellur? Sennilega harla lítið en ég ætla ekki að dæma. Þetta er svo einfalt.Einfaldur sannleikur Nú er ég hvorki lærður einkaþjálfari né íþróttakennari en ég held að það sé í raun búið að rannsaka þetta allt. Ef þú ætlar að léttast þá þarftu að brenna fleiri hitaeiningum en þú innbyrðir. Sem er vissulega einfalt en kannski ekki jafn skemmtilegt að æfa í þrjár mínútur tvisvar í mánuði og borða megrunarkaramellur og drekka rauðvín þess á milli. En þegar þið hugsið ykkur aðeins um. Hefur einhver sagt að lífið sé einfalt? P.s.: Einfalt kemur fyrir 22svar sinnum í þessum pistli. Bara ef þú varst að pæla í því. Já, eða 23svar með þessu síðasta. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Logi Bergmann Meistaramánuður Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Ef ég væri svona alvöru pistlahöfundur, sem tæki mig hátíðlega, væri ég núna að fara að skrifa pistil um Donald Trump. En vá hvað ég nenni því ekki. Fer hann ekki bara ef við hættum að tala um hann? Í staðinn langar mig að skrifa um annað undarlegt fyrirbæri: Meistaramánuð og hvernig sumir nálgast það, sem kallað er að koma sér í form. Hvað sem það þýðir. Ef það er eitthvað sem allir elska, þá er það einfalda leiðin. Einfalda leiðin til að hætta að reykja, einfalda leiðin til að hætta að borða sykur, léttast, þrífa, læra eða ala upp börn. Við bara elskum þetta og erum alltaf til í að prófa eitthvað sem er bara nógu einfalt. Við vitum alveg innst inni að þetta virkar ekki en okkur langar bara svo sjúklega til þess. Af því þetta er svo einfalt. Sérstaklega núna, þegar fólk ætlar í einhvers konar panikki að fara að kolefnisjafna ruglið yfir hátíðirnar í Meistaramánuði. Á einfaldan hátt. Ekki misskilja mig. Einfalt er vissulega gott. Ég vil hafa hluti einfalda. Það segir sig sjálft. Takið til dæmis eftir því hvað orðið einfalt hefur á sér miklu þægilegri blæ en orðið flókið. Það er vesen og óþægilegt. Vissulega, svona ef maður hugsar það aðeins, er flókið líklegra til að virka. En samt?… Þetta er ekki eitthvað sem þessi kynslóð fann upp. Ef internetið hefði verið komið hér áður fyrr þá hefði örugglega einhver leitað að þessu: Einfalda leiðin til að fá sjálfstæði frá Dönum eða einfalda leiðin til að galdra án þess að verða brenndur á báli. Ef ég væri að selja eitthvað þá myndi ég leggja áherslu á að það væri einfalt. Ég held að það sé það fyrsta sem fólk hugsar um. Helst einfalt og kostar enga vinnu. Það er fullkomin vara. Og ég ætla ekki að vera með nein leiðindi út af því. Þannig höfum við fengið alls konar skemmtilega hluti: Bumbubanann, kartöfluflysjarann, alls konar hreinsidót. Já bara allan sjónvarpsmarkaðinn.Einfalt er betra en erfitt Helst af öllu viljum við samt einfalda hluti þegar við þurfum að gera eitthvað erfitt. Eins og grennast. Þá fyrst erum við til í að gera okkur að algjörum fíflum til að komast hjá því að leggja eitthvað á okkur. Æfa í þrjár mínútur á dag og missa 15 kíló. Já það hljómar eðlilega. Drekka grænt te og breyta engu öðru og missa tíu kíló. Já, það er einmitt það sem ég er tilbúinn til að leggja á mig. Og hver gæti gleymt megrunarkaramellunum eða eyrnalokkunum eða plástrunum eða munnspreyinu eða bara einhverju sem er með orðinu einfalt. Svo voru líka pillurnar. Ein pilla og sex vatnsglös þrisvar á dag og þá ertu ekkert svangur. Og núna síðast. Rauðvínsglas fyrir svefninn og kílóin fjúka af. Frábært! Í alvöru. Hvað ætli sé almennt að gerast í höfðinu á fólki sem heldur að það grennist við það að borða súkkulaðikaramellur? Sennilega harla lítið en ég ætla ekki að dæma. Þetta er svo einfalt.Einfaldur sannleikur Nú er ég hvorki lærður einkaþjálfari né íþróttakennari en ég held að það sé í raun búið að rannsaka þetta allt. Ef þú ætlar að léttast þá þarftu að brenna fleiri hitaeiningum en þú innbyrðir. Sem er vissulega einfalt en kannski ekki jafn skemmtilegt að æfa í þrjár mínútur tvisvar í mánuði og borða megrunarkaramellur og drekka rauðvín þess á milli. En þegar þið hugsið ykkur aðeins um. Hefur einhver sagt að lífið sé einfalt? P.s.: Einfalt kemur fyrir 22svar sinnum í þessum pistli. Bara ef þú varst að pæla í því. Já, eða 23svar með þessu síðasta. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun