Letiframburður áberandi í borginni Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 4. febrúar 2017 11:00 Braga leiðast ofnotuð orð og klisjur. "Svo sem orðið "frábært, sem er sennilega minn eini náttúrulegi óvinur. Ég þoli það ekki.“ Visir/Ernir Bragi Valdimar Skúlason er ein aðalsprautan í Baggalút og Memfismafíunni. Hann er einn eigenda auglýsingastofunnar Brandenburg, hefur skrifað barnabækur og stýrt sjónvarpsþáttum. Sameiginlegur þráður í gegnum öll hans störf er íslenskt mál sem hann hefur gaman af að leika sér með. „Ég er að leika mér með íslensku allan daginn og finnst ég heppinn,“ segir Bragi. „Ég dróst inn í auglýsingabransann fyrir einhverja tilviljun fyrir um áratug. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hvað þetta er skemmtilegur og skapandi iðnaður. Auglýsingaiðnaðurinn er á háu plani og metnaðurinn er mikill. Þessi vinna hentar mér vel, ég hef gaman af því að vinna með hugmyndaríku fólki og engir tveir vinnudagar eru eins,“ segir Bragi. Bragi og Brynja Þorgeirsdóttir hafa fengið mikið lof fyrir þáttaraðir sínar Orðbragð á RÚV þar sem meginmarkmiðið er að kveikja áhuga Íslendinga á tungumálinu. Nokkur stór verkefni Brandenburg hafa einnig þetta sama markmið. Bragi vann að verkefni fyrir Nova, Tölum saman, sem hvetur fólk til að bæta við orðaforðann. Hugmyndin kviknaði að sögn Braga út frá öllum þeim aragrúa orða sem Íslendingar eiga yfir ýmiskonar tjáningu og samskipti á íslensku „Ég er svo illa haldinn af orðablæti að ég fór í að finna öll orðin sem eru til yfir það að tala. Yfir það hvernig við tjáum okkur. Þau eru fjölmörg,“ segir hann og hefur upptalningu. „Spjalla, fjasa, masa, blaðra, bulla. Það er mikill fjársjóður í samheitaorðabókinni og eftir grams í orðabókum töluðum við svo við Arnar og Helga í hljómsveitinni Úlfur Úlfur sem lögðu grunninn að því að nýta þessi fjölmörgu ólíku orð og semja og útfæra lag. Emm sjé Gauti flutti svo verkið í auglýsingu sem Magnús Leifsson leikstýrði,“ segir Bragi.Sms og skinnhandritHerferðin Tölum saman beinist að yngra fólki, en talar eldra fólk endilega betri íslensku? „Nei, alls ekki, það talar ekkert endilega betri íslensku. Tungumálið er alltaf að þróast, ég held að það sem háir okkur mest er að orðaforðinn fer minnkandi. Orðafátækt er varasöm. Við eigum svo mörg falleg orð sem við notum ekki,“ segir Bragi og segir yngra fólk jafnvel líklegra til að nota ný orð og skapandi leiðir til að nota tungumálið.Á það þá líka við um það hvernig það notar sms og styttir mál sitt í spjalli á Snapchat eða Facebook? „Já. Þessar styttingar eða notkun íslenskunnar miðast við plássið, tímann. Þegar þú flettir skinnhandritum þá sérðu svipaðan ritstíl. Í gömlu handritunum er mikið um styttingar og skammstafanir, enda skinnin takmörkuð auðlind. Það var ekki alltaf bara hægt að slátra öðrum kálfi!“Letiframburður í höfuðborginni Bragi er einnig stoltur af öðru verkefni sem stofan hans tók þátt í nýverið, tengdu landsleik í lestri sem nú stendur yfir, Allir lesa. „Við erum mjög stolt af samstarfinu okkar við Ævar vísindamann. Við hönnuðum veggspjöldin fyrir lestrarátakið og viljum þannig leggja okkar af mörkum til að fá alla krakka til þess að taka þátt í átakinu,“ segir Bragi. „Sjálfur á ég þrjár stelpur. Sú elsta les oft og mikið og sú í miðið er á fullu í að læra að lesa núna. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með og taka þátt í þessu ferli, sem lestrarnámið er. Sjálfur var ég sílesandi sem krakki, en les alls ekki nógu mikið í dag. Vonandi næ ég mér aftur á strik síðar, ég á í það minnsta nóg eftir. En það er algert lífsspursmál fyrir tungumálið okkar að halda lestri að börnum. Þar eru orðin, hugsunin og samhengið.“Hvað er falleg íslenska? Hvar á landinu finnst Braga fallegasti framburðurinn? „Það er leitt að mismunandi framburður eftir landshlutum heyrist lítið lengur. En á móti kemur kannski letiframburðurinn, sem er orðinn ansi áberandi, sérstaklega í höfuðborginni,“ segir Bragi og segist lítið hrifinn af því að fólk vandi sig ekki við að tala skýrt. „Við verðum samt að muna að það er innihaldið sem skiptir máli. Hvernig við tjáum okkur við fólkið í kringum okkur. Hvaða orð við veljum. Við megum hugsa meira um það,“ segir Bragi. „Orðskrúð eða fábreytni, hvort tveggja getur verið vont. Það er hugurinn að baki sem skiptir máli – ætli það sé ekki fallegasti framburðurinn, þegar hugur fylgir máli.“Þörf á mikilli fjárfestingu Hann segir að ef Íslendingar vilji bjarga íslenskunni verði að umbera breytingar, en um leið að fjárfesta í að halda henni við. „Ég held að við verðum að sætta okkur við þróun málsins og hvetja til skapandi notkunar. Varast klisjur og gæta orðaforðans. Það er hins vegar tæknin sem gæti gert út af við íslenskuna. Það þarf mikla fjárfestingu í máltækni, til að gæta íslenskunnar þegar kemur að snjalltækjum og hvers konar talandi tækjum og tólum,“ segir hann. „Það þarf hreinlega að ausa fjármagni í þetta verkefni. Og þar þurfa allir að koma að borðinu, ríki og fyrirtæki. Við höfum ekki efni á neinni nísku þar. Upp með budduna!“En segjum sem svo að íslenskan deyi út, hvaða tungumál kýs hann að verði talað hér? „Úff, ég get nú varla hugsað þá hugsun til enda. En ætli ég myndi ekki velja færeysku! Ég myndi tvímælalaust kjósa að það yrði þá þjóðtungan.“Skyldi hann vera mikið í að leiðrétta fólk? „Nei, ég er nú frekar umburðarlyndur, í það minnsta á yfirborðinu. Ég set í mesta lagi upp mjög áberandi vandlætingarsvip í bland við yfirlætislega vorkunn.“Orðið frábært er óvinurEn hvað með fegurð orða, eru sum orð fallegri en önnur? „Mér þykir nú ósköp vænt um öll orð. Orð eins og „pungvörtu“ og „tussusnúð“ myndi ég sennilega ekki nota fyrir framan móður mína, en annars er ég almennt mikill orðavinur og orðverndunarsinni. Hins vegar leiðast mér klisjur og ofnotuð orð, svo sem orðið „frábært“, sem er sennilega minn eini náttúrulegi óvinur. Ég þoli það ekki. Það er bannað að nota það orð hér á auglýsingastofunni,“ segir hann ákveðinn en dregur svo í land. „Ég hef reyndar tapað nokkrum orrustum fyrir einhverjum skrambans tilboðsheilsíðum — en stríðinu er ekki lokið,“ segir hann og grettir sig. Menning Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Bragi Valdimar Skúlason er ein aðalsprautan í Baggalút og Memfismafíunni. Hann er einn eigenda auglýsingastofunnar Brandenburg, hefur skrifað barnabækur og stýrt sjónvarpsþáttum. Sameiginlegur þráður í gegnum öll hans störf er íslenskt mál sem hann hefur gaman af að leika sér með. „Ég er að leika mér með íslensku allan daginn og finnst ég heppinn,“ segir Bragi. „Ég dróst inn í auglýsingabransann fyrir einhverja tilviljun fyrir um áratug. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hvað þetta er skemmtilegur og skapandi iðnaður. Auglýsingaiðnaðurinn er á háu plani og metnaðurinn er mikill. Þessi vinna hentar mér vel, ég hef gaman af því að vinna með hugmyndaríku fólki og engir tveir vinnudagar eru eins,“ segir Bragi. Bragi og Brynja Þorgeirsdóttir hafa fengið mikið lof fyrir þáttaraðir sínar Orðbragð á RÚV þar sem meginmarkmiðið er að kveikja áhuga Íslendinga á tungumálinu. Nokkur stór verkefni Brandenburg hafa einnig þetta sama markmið. Bragi vann að verkefni fyrir Nova, Tölum saman, sem hvetur fólk til að bæta við orðaforðann. Hugmyndin kviknaði að sögn Braga út frá öllum þeim aragrúa orða sem Íslendingar eiga yfir ýmiskonar tjáningu og samskipti á íslensku „Ég er svo illa haldinn af orðablæti að ég fór í að finna öll orðin sem eru til yfir það að tala. Yfir það hvernig við tjáum okkur. Þau eru fjölmörg,“ segir hann og hefur upptalningu. „Spjalla, fjasa, masa, blaðra, bulla. Það er mikill fjársjóður í samheitaorðabókinni og eftir grams í orðabókum töluðum við svo við Arnar og Helga í hljómsveitinni Úlfur Úlfur sem lögðu grunninn að því að nýta þessi fjölmörgu ólíku orð og semja og útfæra lag. Emm sjé Gauti flutti svo verkið í auglýsingu sem Magnús Leifsson leikstýrði,“ segir Bragi.Sms og skinnhandritHerferðin Tölum saman beinist að yngra fólki, en talar eldra fólk endilega betri íslensku? „Nei, alls ekki, það talar ekkert endilega betri íslensku. Tungumálið er alltaf að þróast, ég held að það sem háir okkur mest er að orðaforðinn fer minnkandi. Orðafátækt er varasöm. Við eigum svo mörg falleg orð sem við notum ekki,“ segir Bragi og segir yngra fólk jafnvel líklegra til að nota ný orð og skapandi leiðir til að nota tungumálið.Á það þá líka við um það hvernig það notar sms og styttir mál sitt í spjalli á Snapchat eða Facebook? „Já. Þessar styttingar eða notkun íslenskunnar miðast við plássið, tímann. Þegar þú flettir skinnhandritum þá sérðu svipaðan ritstíl. Í gömlu handritunum er mikið um styttingar og skammstafanir, enda skinnin takmörkuð auðlind. Það var ekki alltaf bara hægt að slátra öðrum kálfi!“Letiframburður í höfuðborginni Bragi er einnig stoltur af öðru verkefni sem stofan hans tók þátt í nýverið, tengdu landsleik í lestri sem nú stendur yfir, Allir lesa. „Við erum mjög stolt af samstarfinu okkar við Ævar vísindamann. Við hönnuðum veggspjöldin fyrir lestrarátakið og viljum þannig leggja okkar af mörkum til að fá alla krakka til þess að taka þátt í átakinu,“ segir Bragi. „Sjálfur á ég þrjár stelpur. Sú elsta les oft og mikið og sú í miðið er á fullu í að læra að lesa núna. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með og taka þátt í þessu ferli, sem lestrarnámið er. Sjálfur var ég sílesandi sem krakki, en les alls ekki nógu mikið í dag. Vonandi næ ég mér aftur á strik síðar, ég á í það minnsta nóg eftir. En það er algert lífsspursmál fyrir tungumálið okkar að halda lestri að börnum. Þar eru orðin, hugsunin og samhengið.“Hvað er falleg íslenska? Hvar á landinu finnst Braga fallegasti framburðurinn? „Það er leitt að mismunandi framburður eftir landshlutum heyrist lítið lengur. En á móti kemur kannski letiframburðurinn, sem er orðinn ansi áberandi, sérstaklega í höfuðborginni,“ segir Bragi og segist lítið hrifinn af því að fólk vandi sig ekki við að tala skýrt. „Við verðum samt að muna að það er innihaldið sem skiptir máli. Hvernig við tjáum okkur við fólkið í kringum okkur. Hvaða orð við veljum. Við megum hugsa meira um það,“ segir Bragi. „Orðskrúð eða fábreytni, hvort tveggja getur verið vont. Það er hugurinn að baki sem skiptir máli – ætli það sé ekki fallegasti framburðurinn, þegar hugur fylgir máli.“Þörf á mikilli fjárfestingu Hann segir að ef Íslendingar vilji bjarga íslenskunni verði að umbera breytingar, en um leið að fjárfesta í að halda henni við. „Ég held að við verðum að sætta okkur við þróun málsins og hvetja til skapandi notkunar. Varast klisjur og gæta orðaforðans. Það er hins vegar tæknin sem gæti gert út af við íslenskuna. Það þarf mikla fjárfestingu í máltækni, til að gæta íslenskunnar þegar kemur að snjalltækjum og hvers konar talandi tækjum og tólum,“ segir hann. „Það þarf hreinlega að ausa fjármagni í þetta verkefni. Og þar þurfa allir að koma að borðinu, ríki og fyrirtæki. Við höfum ekki efni á neinni nísku þar. Upp með budduna!“En segjum sem svo að íslenskan deyi út, hvaða tungumál kýs hann að verði talað hér? „Úff, ég get nú varla hugsað þá hugsun til enda. En ætli ég myndi ekki velja færeysku! Ég myndi tvímælalaust kjósa að það yrði þá þjóðtungan.“Skyldi hann vera mikið í að leiðrétta fólk? „Nei, ég er nú frekar umburðarlyndur, í það minnsta á yfirborðinu. Ég set í mesta lagi upp mjög áberandi vandlætingarsvip í bland við yfirlætislega vorkunn.“Orðið frábært er óvinurEn hvað með fegurð orða, eru sum orð fallegri en önnur? „Mér þykir nú ósköp vænt um öll orð. Orð eins og „pungvörtu“ og „tussusnúð“ myndi ég sennilega ekki nota fyrir framan móður mína, en annars er ég almennt mikill orðavinur og orðverndunarsinni. Hins vegar leiðast mér klisjur og ofnotuð orð, svo sem orðið „frábært“, sem er sennilega minn eini náttúrulegi óvinur. Ég þoli það ekki. Það er bannað að nota það orð hér á auglýsingastofunni,“ segir hann ákveðinn en dregur svo í land. „Ég hef reyndar tapað nokkrum orrustum fyrir einhverjum skrambans tilboðsheilsíðum — en stríðinu er ekki lokið,“ segir hann og grettir sig.
Menning Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira