Hönnuður Bugatti Veyron fer frá VW til BMW Finnur Thorlacius skrifar 8. febrúar 2017 15:00 Jozef Kaban við hlið Skoda Octavia. Slóvakinn Jozef Kaban sem hannaði Bugatti Veyron bílinn á sínum tíma og hefur verið einn aðalbílahönnuða Volkswagen bílasamstæðunnar hefur nú gengið til liðs við BMW. Eitt af síðustu verkum Jozef Kaban fyrir VW var að andlitslyfta Skoda Octavia bílnum og hann hefur komið víða við í hönnun fyrir VW. Jozef Kaban mun leysa af Karim Habib hjá BMW og verða partur af hönnunarteymi BMW undir forystu Adrian van Hooydonk. Þetta er ekki eina breytingin innan hönnunarteymis BMW því hinn 41 árs gamli Domagoj Duke mun leiða hönnun BMW i rafmagnsbílanna sem og bíla BMW M kraftabíladeildarinnar. Domagoj Duke hefur verið hjá BMW síðan árið 2010 og var til dæmis ábyrgur fyrir hönnun i3 og i8 bílanna sem og margra annarra BMW bíla. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent
Slóvakinn Jozef Kaban sem hannaði Bugatti Veyron bílinn á sínum tíma og hefur verið einn aðalbílahönnuða Volkswagen bílasamstæðunnar hefur nú gengið til liðs við BMW. Eitt af síðustu verkum Jozef Kaban fyrir VW var að andlitslyfta Skoda Octavia bílnum og hann hefur komið víða við í hönnun fyrir VW. Jozef Kaban mun leysa af Karim Habib hjá BMW og verða partur af hönnunarteymi BMW undir forystu Adrian van Hooydonk. Þetta er ekki eina breytingin innan hönnunarteymis BMW því hinn 41 árs gamli Domagoj Duke mun leiða hönnun BMW i rafmagnsbílanna sem og bíla BMW M kraftabíladeildarinnar. Domagoj Duke hefur verið hjá BMW síðan árið 2010 og var til dæmis ábyrgur fyrir hönnun i3 og i8 bílanna sem og margra annarra BMW bíla.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent