Hönnuður Bugatti Veyron fer frá VW til BMW Finnur Thorlacius skrifar 8. febrúar 2017 15:00 Jozef Kaban við hlið Skoda Octavia. Slóvakinn Jozef Kaban sem hannaði Bugatti Veyron bílinn á sínum tíma og hefur verið einn aðalbílahönnuða Volkswagen bílasamstæðunnar hefur nú gengið til liðs við BMW. Eitt af síðustu verkum Jozef Kaban fyrir VW var að andlitslyfta Skoda Octavia bílnum og hann hefur komið víða við í hönnun fyrir VW. Jozef Kaban mun leysa af Karim Habib hjá BMW og verða partur af hönnunarteymi BMW undir forystu Adrian van Hooydonk. Þetta er ekki eina breytingin innan hönnunarteymis BMW því hinn 41 árs gamli Domagoj Duke mun leiða hönnun BMW i rafmagnsbílanna sem og bíla BMW M kraftabíladeildarinnar. Domagoj Duke hefur verið hjá BMW síðan árið 2010 og var til dæmis ábyrgur fyrir hönnun i3 og i8 bílanna sem og margra annarra BMW bíla. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent
Slóvakinn Jozef Kaban sem hannaði Bugatti Veyron bílinn á sínum tíma og hefur verið einn aðalbílahönnuða Volkswagen bílasamstæðunnar hefur nú gengið til liðs við BMW. Eitt af síðustu verkum Jozef Kaban fyrir VW var að andlitslyfta Skoda Octavia bílnum og hann hefur komið víða við í hönnun fyrir VW. Jozef Kaban mun leysa af Karim Habib hjá BMW og verða partur af hönnunarteymi BMW undir forystu Adrian van Hooydonk. Þetta er ekki eina breytingin innan hönnunarteymis BMW því hinn 41 árs gamli Domagoj Duke mun leiða hönnun BMW i rafmagnsbílanna sem og bíla BMW M kraftabíladeildarinnar. Domagoj Duke hefur verið hjá BMW síðan árið 2010 og var til dæmis ábyrgur fyrir hönnun i3 og i8 bílanna sem og margra annarra BMW bíla.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent