Dagný meidd og tæp fyrir Algarve: „Árið 2017 ekki byrjað eins og ég vildi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. febrúar 2017 12:45 Dagný Brynjarsdóttir ætlaði sér að vera í topp standi frá byrjun árs og fram yfir EM. vísir/stefán Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, er frá æfingum og keppni þessa dagana vegna meiðsla en hún glímir við útbungun í baki sem svipar til þess að vera með brjósklos. Nýtt ár hefur ekki byrjað vel á Dagnýju sem var einnig mikið veik í janúar. „Þetta er áfall fyrir mig þar sem mig langar auðvitað að vera upp á mitt besta allt þetta ár út af EM. Eitt af markmiðum mínum var að vera heilsuhraust og klár í slaginn strax á nýju ári,“ segir Dagný við Vísi. Miðjumaðurinn marksækni var meidd í öxl á síðasta ári og meiddist svo í hné undir lok árs en var búin að ná sér og ætlaði að byrja 2017 með stæl. Það gekk ekki alveg eftir. „Ég fékk slæma flensu og lá í tvær vikur. Ég gat svo ekki byrjað að æfa eftir það því þá kemur þessi útbungun í bakinu í ljós. Ég hef ekki komist á heila fótboltaæfingu síðan um miðjan janúar sem er leiðinlegt því ég ætlaði að nota janúar og febrúar til að æfa aukalega áður en ég færi til Algarve,“ segir Dagný sem er í kapphlaupi við tímann ætli hún með til Portúgal á árlega æfingamótið. „Við förum út 26. febrúar þannig þetta er ekki langur tími. Það var bara verið að greina mig á mánudaginn. Það var ekki hægt á meðan ég var veik. Svo þegar ég fór að finna fyrir þessu hélt ég að þetta væri bara eitthvað í vöðvunum eftir veikindin.“Dagný Brynjarsdóttir fór á kostum í undankeppni EM 2017.mynd/ksí/hilmar þórErfitt að ganga Meiðslin voru það alvarleg að Dagný fann til þegar hún labbaði en nú er hún öll að koma til. Hún tekur á því í ræktinni til að koma sér í stand en er á eftir áætlun miðað við það sem hún ætlaði sér að gera. „Ég má gera allt svo lengi sem ég finn ekki til en maður er svo geðveikur að maður heldur alltaf áfram eins og ég gerði áður en ég vissi hvað þetta var. Mér var alveg drullu illt í þessu bara þegar ég labbaði en þetta er orðið betra núna,“ segir Dagný. Rangæingurinn er ekki að missa af neinu hjá landsliðinu eða félagsliði sínu Portland Thorns þar sem hún á ekki flug til móts við hópinn fyrr en eftir Algarve-mótið. Lykilmenn íslenska landsliðsins eru sumir að glíma við erfið meiðsli en Margrét Lára Viðarsdóttir var í aðgerð á dögunum og þá er Hólmfríður Magnúsdóttir fótbrotin. Þó meiðsli Dagnýjar séu ekki jafn alvarleg hefur allt svona mun meiri áhrif á stelpurnar þar sem 2017 er EM-ár.Árið 2017 byrjar ekki nógu vel.vísir/anton brinkVill nýta hvern einasta dag „Mín meiðsli eru bara smávægileg miðað við Hólmfríðar en alveg sama hversu stórt eða lítið þetta er þá er svona mikil vonbrigði. Ég æfði eins og ég veit ekki hvað í nóvember og desember. Ég var að æfa með karlaliði Selfoss og að taka aukaæfingar og svo lyfta þrisvar sinnum í viku,“ segir Dagný. „Auðvitað vill maður nýta hvern einsta dag og hverja einustu stund á svona ári. Vonandi næ ég mér bara sem allra fyrst. Það er mánuður farinn í súginn og þegar maður er svona æfingasjúk þá er þeta erfitt,“ segir Dagný sem ætlaði að byrja árið á betri hátt en raun ber vitni. „Markmiðið var að byrja árið með stæl en fyrst veikist ég og svo meiðist ég. Árið 2017 er ekki alveg að byrja eins og ég vildi. Það horfir samt til betri vegar núna og verið allt annað síðan ég vissi um hvað var að ræða,“ segir Dagný Brynjarsdóttir. Worked so hard to get healthy after dealing with injuries all last year. Started the new year with a lot of excitement being at my best this year. This picture is the closest one I could find to my current mood right now after I got the news that I'm dealing with disc protrusions in my back. This is a huge setback for me, but I promise, I'll be back stronger. A photo posted by Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) on Feb 6, 2017 at 6:06am PST EM 2017 í Hollandi Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, er frá æfingum og keppni þessa dagana vegna meiðsla en hún glímir við útbungun í baki sem svipar til þess að vera með brjósklos. Nýtt ár hefur ekki byrjað vel á Dagnýju sem var einnig mikið veik í janúar. „Þetta er áfall fyrir mig þar sem mig langar auðvitað að vera upp á mitt besta allt þetta ár út af EM. Eitt af markmiðum mínum var að vera heilsuhraust og klár í slaginn strax á nýju ári,“ segir Dagný við Vísi. Miðjumaðurinn marksækni var meidd í öxl á síðasta ári og meiddist svo í hné undir lok árs en var búin að ná sér og ætlaði að byrja 2017 með stæl. Það gekk ekki alveg eftir. „Ég fékk slæma flensu og lá í tvær vikur. Ég gat svo ekki byrjað að æfa eftir það því þá kemur þessi útbungun í bakinu í ljós. Ég hef ekki komist á heila fótboltaæfingu síðan um miðjan janúar sem er leiðinlegt því ég ætlaði að nota janúar og febrúar til að æfa aukalega áður en ég færi til Algarve,“ segir Dagný sem er í kapphlaupi við tímann ætli hún með til Portúgal á árlega æfingamótið. „Við förum út 26. febrúar þannig þetta er ekki langur tími. Það var bara verið að greina mig á mánudaginn. Það var ekki hægt á meðan ég var veik. Svo þegar ég fór að finna fyrir þessu hélt ég að þetta væri bara eitthvað í vöðvunum eftir veikindin.“Dagný Brynjarsdóttir fór á kostum í undankeppni EM 2017.mynd/ksí/hilmar þórErfitt að ganga Meiðslin voru það alvarleg að Dagný fann til þegar hún labbaði en nú er hún öll að koma til. Hún tekur á því í ræktinni til að koma sér í stand en er á eftir áætlun miðað við það sem hún ætlaði sér að gera. „Ég má gera allt svo lengi sem ég finn ekki til en maður er svo geðveikur að maður heldur alltaf áfram eins og ég gerði áður en ég vissi hvað þetta var. Mér var alveg drullu illt í þessu bara þegar ég labbaði en þetta er orðið betra núna,“ segir Dagný. Rangæingurinn er ekki að missa af neinu hjá landsliðinu eða félagsliði sínu Portland Thorns þar sem hún á ekki flug til móts við hópinn fyrr en eftir Algarve-mótið. Lykilmenn íslenska landsliðsins eru sumir að glíma við erfið meiðsli en Margrét Lára Viðarsdóttir var í aðgerð á dögunum og þá er Hólmfríður Magnúsdóttir fótbrotin. Þó meiðsli Dagnýjar séu ekki jafn alvarleg hefur allt svona mun meiri áhrif á stelpurnar þar sem 2017 er EM-ár.Árið 2017 byrjar ekki nógu vel.vísir/anton brinkVill nýta hvern einasta dag „Mín meiðsli eru bara smávægileg miðað við Hólmfríðar en alveg sama hversu stórt eða lítið þetta er þá er svona mikil vonbrigði. Ég æfði eins og ég veit ekki hvað í nóvember og desember. Ég var að æfa með karlaliði Selfoss og að taka aukaæfingar og svo lyfta þrisvar sinnum í viku,“ segir Dagný. „Auðvitað vill maður nýta hvern einsta dag og hverja einustu stund á svona ári. Vonandi næ ég mér bara sem allra fyrst. Það er mánuður farinn í súginn og þegar maður er svona æfingasjúk þá er þeta erfitt,“ segir Dagný sem ætlaði að byrja árið á betri hátt en raun ber vitni. „Markmiðið var að byrja árið með stæl en fyrst veikist ég og svo meiðist ég. Árið 2017 er ekki alveg að byrja eins og ég vildi. Það horfir samt til betri vegar núna og verið allt annað síðan ég vissi um hvað var að ræða,“ segir Dagný Brynjarsdóttir. Worked so hard to get healthy after dealing with injuries all last year. Started the new year with a lot of excitement being at my best this year. This picture is the closest one I could find to my current mood right now after I got the news that I'm dealing with disc protrusions in my back. This is a huge setback for me, but I promise, I'll be back stronger. A photo posted by Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) on Feb 6, 2017 at 6:06am PST
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira