Íslenski boltinn

Skoraði fleiri mörk en hin lið riðilsins til samans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigríður María S Sigurðardóttir.
Sigríður María S Sigurðardóttir. Vísir/Eyþór
KR er komið í undanúrslit Reykjavíkurmótsins eftir öruggan sigur í B-riðli. KR vann báða leiki sína í riðlinum á móti HK/Víkingi og Fjölni.

Sigríður María S Sigurðardóttir skoraði öll þrjú mörkin í 3-0 sigri á KR í Egilshöllinni í gær en hún skoraði þar með þrennu í öðrum leiknum í röð.

Sigríður María skoraði líka þrennu í 5-1 sigri á HK/Víkingi fyrir tveimur vikum síðan.

Sigríður María var því alls með sex mörk í riðlakeppni Reykjavíkurmótsins eða fleiri mörk en hin lið riðilsins, HK/Víkingur (3) og Fjölnir (2) til samans. Enginn annar leikmaður riðilsins skoraði meira en eitt mark.

Sigríður María varð líka markahæsti leikmaður riðlakeppninnar og skoraði tvöfalt meira en næsta kona þrátt fyrir að leikmennirnir i hinum riðlinum hafi fengið leik meira.

Fylkir og Valur komust áfram úr A-riðlinum eftir örugga sigra í gær. Fylkir vann 6-1 sigur á ÍR og vann riðilinn.

Ragnheiður Erla Garðarsdóttir og Hulda Hrund Arnarsdóttir skoruðu báðar tvö mörk fyrir Fylki í sigrinum á ÍR en hin mörkin skoruðu þær Kristín Þóra Birgisdóttir og Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir.

Elín Metta Jensen skoraði tvö mörk fyrir Val í 6-2 sigri á Þrótti. Vesna Elísa Smiljkovic, Laufey Björnsdóttir og Elísa Viðarsdóttir voru allar á skotskónum en síðasta markið var sjálfsmark Þróttara.

Undanúrslit Reykjavíkurmótsins er klár. Fylkir mætir Fjölni klukkan 19.00 á fimmtudagskvöldið og strax á eftir spilar KR við Val. Sigurvegararnir mætast í úrslitaleiknum fimmtudaginn 23. febrúar.

Markahæstar í riðlakeppni Reykjavíkurmótsins:

Sigríður María S Sigurðardóttir, KR 6

Hulda Hrund Arnarsdóttir Fylki 3

Elín Metta Jensen, Val 3

Hlíf Hauksdóttir, Val 2

Kristín Þóra Birgisdóttir, Fylki 2

Ástrós Eiðsdóttir, ÍR 2

Ragnheiður Erla Garðarsdóttir, Fylki 2

Málfríður Anna Eiríksdóttir, Val 2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×