Árið 2016 var það stærsta hjá Volvo atvinnutækjum | Brimborg hingað til að sögn Kristins Más Emilssonar, framkvæmdastjóra atvinnutækjasviðs. Brimborg tók við Volvo umboðinu árið 1988 og hefur því verið með Volvo atvinnutæki í þjónustu og sölu í hart nær þrjátíu ár.

Áralöng reynsla starfsfólks
Volvo atvinnutækjasvið | Brimborg er þjónustufyrirtæki sem leitast við að þjónusta viðskiptavini sem allra best hverju sinni. Ætíð er leitast við að finna bestu lausnina þegar kemur að útfærslu þeirra atvinnutækja sem viðskiptavinir eru að velta fyrir sér. „Starfsfólk okkar hefur áralanga reynslu í útfærslu á þeim atvinnutækjum sem við getum boðið upp á hverju sinni. Varahlutaþjónusta hjá okkar birgjum í Volvo atvinnutækjum er framúrskarandi, ef varahlutir eru ekki til hjá okkur þá nánast undantekningarlaust skila þeir sér erlendis frá daginn eftir, ef pöntun fer fram fyrir hádegi deginum áður. Verkstæðin hjá okkur eru tvískipt, annars vegar eru þjónustaðar Volvo vörubifreiðar og rútur og hins vegar Volvo vinnuvélar og Volvo Penta bátavélar. Tækninni fleygir fram og við vinnum stöðugt að því að mennta okkar starfsfólk á öllum sviðum.“

Árið 2017 verður án efa spennandi ár fyrir starfsfólk Volvo atvinnutækja | Brimborg en stefnt er að flutningi í nýtt húsnæði að Hádegismóum 8 sem verður sérhannað utan um starfsemina, í lok þessa árs. Samhliða er verið að fjölga starfsfólki í öllum deildum. „Hönnun hússins er búin að taka langan tíma hér innandyra með fagfólki og starfsmönnum sem hafa komið að hönnuninni. Þar verður eitt allra glæsilegasta og best útbúna verkstæði landsins fyrir þau atvinnutæki sem við erum að þjónusta. Við komum til með bjóða upp á hraðþjónustu við atvinnutæki, smurþjónustu, dekkjaþjónustu og bremsuviðgerðir ásamt öðrum smærri viðgerðum. Frumherji kemur til með að vera með sérhæfða skoðunarstöð fyrir stærri atvinnutæki í austurenda byggingarinnar. Aðstaða og aðbúnaður fyrir starfsmenn og okkar viðskiptavini verður með því besta sem gerist í dag,“ segir Kristinn Már og nefnir einnig að staðsetningin að Hádegismóum sé frábær í útjaðri Reykjavíkur og aðkoma frá stofnbraut fyrir stærri tæki eins og best verður á kosið, auk þess sem staðsetningin er í leiðinni fyrir marga af viðskiptavinum fyrirtækisins á leið þeirra út úr Reykjavík.
Nánari upplýsingar
Söludeild atvinnutækja er staðsett ásamt sölu varahluta í húsnæði á bak við aðalbyggingu að Bíldshöfða 6. Volvo atvinnutækjasvið er með fjórar heimasíður en þar er hægt að nálgast upplýsingar um vörur og þjónustu ásamt fréttum af því sem er í gangi hverju sinni.
www.volvotrucks.is www.volvoce.is www.volvobus.is og www.volvopenta.is.
Hægt er að fylgjast með Volvo atvinnutæki – Brimborg á Facebook.

