Kaymer kominn í forystu í Abú Dabí Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2017 13:39 Þjóðverjinn Martin Kaymer er fremstur eftir fyrstu tvo keppnisdagana á HSBC-meistaramótinu sem nú fer fram í Abú Dabí en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Kaymer spilaði frábærlega í dag og kom í hús á 66 höggum, rétt eins og í gær. Hann er á samtals tólf höggum undir pari. Svíinn Henrik Stenson, sem var með tvegga högga forystu eftir fyrsta keppnidaginn, gaf eftir í dag og er dottinn niður í 6.-9. sætið á níu höggum undir pari samtals. Spánverjinn Rafa Cabrera Bello spilaði vel í dag og er næstur á eftir Kaymer á ellefu undir pari. Þrír kylfingar koma svo næstir á tíu undir pari. Kaymer fór rólega af stað í dag og var á einu yfir pari eftir fyrstu sjö holurnar. En svo kom örn á áttundu holu og hann fór svo á mikið flug á seinni níu holunum. Alls fékk hann sex fugla, tvö pör og einn skolla á seinni hluta hringsins í dag. Kaymer er í 53. sæti heimslistans sem stendur. Hann var efstur í átta vikur árið 2011 og vann opna bandaríska meistaramótið árið 2014. En síðan þá hefur hann ekki unnið mót og átt erfitt uppdráttar. Sýnt er beint frá mótinu á Golfstöðinni og útsending frá þriðja keppnisdegi hefst klukkan 08.30 í fyrramálið. Útsening frá PGA-mótinu CareerBuilder Challenge á Golfstöðinni hefst klukkan 20.00 í kvöld. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þjóðverjinn Martin Kaymer er fremstur eftir fyrstu tvo keppnisdagana á HSBC-meistaramótinu sem nú fer fram í Abú Dabí en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Kaymer spilaði frábærlega í dag og kom í hús á 66 höggum, rétt eins og í gær. Hann er á samtals tólf höggum undir pari. Svíinn Henrik Stenson, sem var með tvegga högga forystu eftir fyrsta keppnidaginn, gaf eftir í dag og er dottinn niður í 6.-9. sætið á níu höggum undir pari samtals. Spánverjinn Rafa Cabrera Bello spilaði vel í dag og er næstur á eftir Kaymer á ellefu undir pari. Þrír kylfingar koma svo næstir á tíu undir pari. Kaymer fór rólega af stað í dag og var á einu yfir pari eftir fyrstu sjö holurnar. En svo kom örn á áttundu holu og hann fór svo á mikið flug á seinni níu holunum. Alls fékk hann sex fugla, tvö pör og einn skolla á seinni hluta hringsins í dag. Kaymer er í 53. sæti heimslistans sem stendur. Hann var efstur í átta vikur árið 2011 og vann opna bandaríska meistaramótið árið 2014. En síðan þá hefur hann ekki unnið mót og átt erfitt uppdráttar. Sýnt er beint frá mótinu á Golfstöðinni og útsending frá þriðja keppnisdegi hefst klukkan 08.30 í fyrramálið. Útsening frá PGA-mótinu CareerBuilder Challenge á Golfstöðinni hefst klukkan 20.00 í kvöld.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira