Asíski draumurinn hafinn: „Átján prósent líkur á því að ég komi lifandi heim“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. janúar 2017 10:30 Strákarnir í höfuðstöðvum Dohop á föstudaginn ásamt Jóhanni Þórssyni, markaðsstjóra Dohop. vísir/eyþór Tökur á nýrri seríu sem mun bera nafnið Asíski draumurinn hófust í gær. Þar munu koma fram Auðunn Blöndan, Steinþór Hróar Steinþórsson, Sverrir Þór Sverrisson og Pétur Jóhann Sigfússon líkt og í síðustu þáttaröð. Asíski draumurinn verður framhald af Evrópska draumnum sem og Ameríska draumnum en þeir þættir voru sýndir á Stöð 2 á árunum 2010 og 2012. „Vonandi sleppur þetta. Það eru svona átján prósent líkur á því að ég komi lifandi heim,“ segir Steindi Jr. „Þetta leggst alveg hrikalega vel í okkur. Við erum búnir að undirbúa okkur vel en vissulega eru alltaf einhverjir óvissuþættir, en það er nú fallega við þetta allt saman. Að sjálfsögðu er stefnan sett á að vinna keppnina en eins og þið vitið þá er Auðunn Blöndal með mér í liði og við erum báðir með mikið keppnisskap.“ Hann segir að þegar þessi lið mættust í Evrópska draumnum þá hafi þeir tapað á svindli. „Að okkar mati. Við erum hungraðir og brjálaðir, þetta verður eins og að stela nammi af barni. Sem er reyndar í stigareglunum, án gríns, veit ekkert hvernig það komast þarna inn.“ Steindi segist vera mjög stressaður fyrir þessu ferðalagi. „Ég er stressaður fyrir eins og til dæmis bara hugmyndin að fara fíflast í fólki í landi sem ég vissi varla að væri til. Það er eitthvað sem ég bjóst ekki við að gera þegar ég kom inn í þennan heim. Svo veit ég ekki alveg hvernig stemningin er þarna í Asíu, þetta er auðvitað allt annar menningarheimur,“ segir Steindi og er hræddur við að þurfa að borða djúpsteiktar tarantúlur eða boxa við kengúrur. Í Ameríska draumnum ferðuðust Auðunn Blöndal og Egill Gillz saman í liði ásamt Sveppa og Villa sem voru í hinu liðinu um Bandaríkin þar sem þeir leystu ýmsar skemmtilegar þrautir líkt og að láta löggu hlæja og að hafa saurlát á ógeðslegu almenningssalerni. Í Evrópska draumnum tók Steindi svo við keflinu og ferðaðist um með Audda en Pétur Jóhann tók við keflinu í liði Sveppa og saman ferðuðust þeir félagar um Evrópu í sama tilgangi, að leysa þrautir og fá fleiri stig en hitt liðið. Þar fóru þeir félagar meðal annars í fallhlífarstökk. Ljóst er að þeir félagar munu ganga langt í að toppa sig í ferðalaginu um Asíu en áhugavert verður að sjá hvaða þrautir þeir munu taka að sér að leysa. Drengirnir mættu allir í höfuðstöðvar DOHOP á föstudaginn og sóttu flugmiðana sína. Þeir héldu síðan út til Asíu í gær. Hér í London skilja leiðir. Let the games BEIJING! #Asískidraumurinn A photo posted by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) on Jan 23, 2017 at 11:08am PST Asíski draumurinn Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fleiri fréttir Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Sjá meira
Tökur á nýrri seríu sem mun bera nafnið Asíski draumurinn hófust í gær. Þar munu koma fram Auðunn Blöndan, Steinþór Hróar Steinþórsson, Sverrir Þór Sverrisson og Pétur Jóhann Sigfússon líkt og í síðustu þáttaröð. Asíski draumurinn verður framhald af Evrópska draumnum sem og Ameríska draumnum en þeir þættir voru sýndir á Stöð 2 á árunum 2010 og 2012. „Vonandi sleppur þetta. Það eru svona átján prósent líkur á því að ég komi lifandi heim,“ segir Steindi Jr. „Þetta leggst alveg hrikalega vel í okkur. Við erum búnir að undirbúa okkur vel en vissulega eru alltaf einhverjir óvissuþættir, en það er nú fallega við þetta allt saman. Að sjálfsögðu er stefnan sett á að vinna keppnina en eins og þið vitið þá er Auðunn Blöndal með mér í liði og við erum báðir með mikið keppnisskap.“ Hann segir að þegar þessi lið mættust í Evrópska draumnum þá hafi þeir tapað á svindli. „Að okkar mati. Við erum hungraðir og brjálaðir, þetta verður eins og að stela nammi af barni. Sem er reyndar í stigareglunum, án gríns, veit ekkert hvernig það komast þarna inn.“ Steindi segist vera mjög stressaður fyrir þessu ferðalagi. „Ég er stressaður fyrir eins og til dæmis bara hugmyndin að fara fíflast í fólki í landi sem ég vissi varla að væri til. Það er eitthvað sem ég bjóst ekki við að gera þegar ég kom inn í þennan heim. Svo veit ég ekki alveg hvernig stemningin er þarna í Asíu, þetta er auðvitað allt annar menningarheimur,“ segir Steindi og er hræddur við að þurfa að borða djúpsteiktar tarantúlur eða boxa við kengúrur. Í Ameríska draumnum ferðuðust Auðunn Blöndal og Egill Gillz saman í liði ásamt Sveppa og Villa sem voru í hinu liðinu um Bandaríkin þar sem þeir leystu ýmsar skemmtilegar þrautir líkt og að láta löggu hlæja og að hafa saurlát á ógeðslegu almenningssalerni. Í Evrópska draumnum tók Steindi svo við keflinu og ferðaðist um með Audda en Pétur Jóhann tók við keflinu í liði Sveppa og saman ferðuðust þeir félagar um Evrópu í sama tilgangi, að leysa þrautir og fá fleiri stig en hitt liðið. Þar fóru þeir félagar meðal annars í fallhlífarstökk. Ljóst er að þeir félagar munu ganga langt í að toppa sig í ferðalaginu um Asíu en áhugavert verður að sjá hvaða þrautir þeir munu taka að sér að leysa. Drengirnir mættu allir í höfuðstöðvar DOHOP á föstudaginn og sóttu flugmiðana sína. Þeir héldu síðan út til Asíu í gær. Hér í London skilja leiðir. Let the games BEIJING! #Asískidraumurinn A photo posted by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) on Jan 23, 2017 at 11:08am PST
Asíski draumurinn Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fleiri fréttir Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Sjá meira