Lífið

Alltaf dreymt um að komast í landsliðið

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Dagný Rún er í Snælandsskóla og æfir fótbolta af kappi með HK.
Dagný Rún er í Snælandsskóla og æfir fótbolta af kappi með HK. Vísir/Eyþór Árnason
Íþróttir og stærðfræði eru uppáhaldsnámsgreinar Dagnýjar Rúnar Pétursdóttur sem er á fjórtánda ári og á að fermast í vor.

En hvað gerir hún helst eftir skóla? Ég fer á fótboltaæfingar og fer að hitta vinkonurnar.

Í hvaða liði og flokki ertu í fótbolta og hversu oft æfir þú á viku? Ég æfi fótbolta með 4. og 3. flokki HK. Ég æfi fjórum sinnum í viku og svo keppi ég flestar helgar.

Hvaða stöðu spilarðu? Mér finnst skemmtilegast að spila á kantinum eða á miðjunni og ég spila oftast þær stöður.

Hvaða hæfileikar koma þér að mestu gagni í boltanum? Hraði, styrkur og tækni myndi ég segja að væru mínir helstu styrkleikar.

Átt þú þér fyrirmynd á sviði fótboltans og ef svo er, hverja? Já, margar. T.d. Glódísi þar sem hún kemur líka úr HK og Hazard sem er í Chelsea.­

Spilar þú á hljóðfæri og þá hvert? Nei, ég lærði einu sinni á harmonikku en það stangaðist á við fótboltann svo að ég hætti því.

Er einhver tónlistarmaður/kona í uppáhaldi? Já, nokkrir, t.d. Ed Sheeran og Zara Larsson.

Hver er besta bíómynd sem þú hefur séð? Harry Potter.

Hvað dreymir þig um að verða þegar þú verður stærri? Atvinnumaður í fótbolta og sjúkraþjálfari. Svo hefur mig alltaf dreymt um að komast í landsliðið.

 

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. janúar 2017.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×