Bernie Ecclestone hættur sem forstjóri Formúlu 1 Finnur Thorlacius skrifar 24. janúar 2017 10:10 Bernie Ecclestone. Æðstiprestur Formúlu 1 til margra ára, Bernie Ecclestone, hefur látið af forstjórastóli þar á bæ. Hann verður einskonar heiðursfélagaforseti Formúlunnar en veit sjálfur ekki hvað það felur í sér. Hann hefur því ekki lengur tögl og haldir í fyrirtækinu og hefur Liberty Media´s Chase Carey tekið við formennskunni og öllum helstu ákvörðunum sem teknar verða innan fyrirtækisins. Þessi breyting verður formlega tilkynnt næsta þriðjudag og þá verður einnig tilkynnt um stór hlutverk Ross Brown og Sean Bratches við yfirstjórn Formúlu 1. Þeir munu hafa með höndum ákvarðanir er varða regluverk íþróttarinnar og markaðsmál. Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent
Æðstiprestur Formúlu 1 til margra ára, Bernie Ecclestone, hefur látið af forstjórastóli þar á bæ. Hann verður einskonar heiðursfélagaforseti Formúlunnar en veit sjálfur ekki hvað það felur í sér. Hann hefur því ekki lengur tögl og haldir í fyrirtækinu og hefur Liberty Media´s Chase Carey tekið við formennskunni og öllum helstu ákvörðunum sem teknar verða innan fyrirtækisins. Þessi breyting verður formlega tilkynnt næsta þriðjudag og þá verður einnig tilkynnt um stór hlutverk Ross Brown og Sean Bratches við yfirstjórn Formúlu 1. Þeir munu hafa með höndum ákvarðanir er varða regluverk íþróttarinnar og markaðsmál.
Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent