Sýrlensk flóttafjölskylda kemur sér vel fyrir á Selfossi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. janúar 2017 20:00 Fjórtán sýrlenskir flóttamenn kom til Íslands í gær. Sjö þeirra, hjón með fimm börn, komu sér fyrir á Selfossi í dag. Í maí síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin að taka á móti hópi sýrlenskra fjölskyldna frá flóttamannabúðum í Beirút í Líbanon sem þurftu að flýja heimili sín vegna stríðs í heimalandinu. Fjölskyldurnar sem komu til landsins í gær eru tvær sjö manna fjölskyldur en von er á annri fjölskyldu á næstu dögum. Ein fjölskyldan hefur sest að í Hveragerði og hin á Selfossi. Vel lá á Haj Naasan fjölskyldunni, sem samanstendur af foreldrunum Abdul Rahman og Fadwa Kadre og börnunum þeirra fimm, þegar fréttamann bar að garði hjá þeim í morgun.„Við erum mjög ánægðog sérstaklega börnin.Þau voru rosalega spenntað komast til Íslands,“ segir Abdul Rahman. Börn hjónanna, sem eru á aldrinum átta til nítján ára, eru spennt að geta loksins byrjað í skóla. „Við erum rosalega spenntað fara í skólannog kynnast nýju fólki.Við hlökkum líka til að kynnast nágrönnum okkar í bænum þar sem við búum núna,“ segir elsti drengur hjónanna. Öll voru þau búin að kynna sér Ísland og Selfoss áður en þau komu til landsins. Majed Ahmad, sá yngsti í fjölskyldunni, vissi alveg út í hvað hann var að fara. „Já, ég veit margt um Ísland. Það eru stuttir dagar á veturna og langir dagar á sumrin. Mér finnst það mjög spennandi,“ segir Majed. Nú hefst ferli þar sem fólkið nýtur aðstoðar sjálfboðaliða Rauða krossins og fleiri við að aðlagast nýjum heimkynnum. Fulltrúar frá sveitarfélaginu Árborg og Rauða krossinum voru í heimsókn hjá fjölskyldunum í morgun. Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, félagsmálastjóri Árborgar og Fjóla Einarsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, segja samfélagið á Selfossi hafa tekið komu fólksins mjög vel. Þær segja Haj Naasan fjölskyldunamjög jákvæða og kærleiksríka. Þá vantar ekki upp á gestrisnina en fjölskyldan bauð gestum dagsins upp á köku og kaffi. Flóttamenn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Sjá meira
Fjórtán sýrlenskir flóttamenn kom til Íslands í gær. Sjö þeirra, hjón með fimm börn, komu sér fyrir á Selfossi í dag. Í maí síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin að taka á móti hópi sýrlenskra fjölskyldna frá flóttamannabúðum í Beirút í Líbanon sem þurftu að flýja heimili sín vegna stríðs í heimalandinu. Fjölskyldurnar sem komu til landsins í gær eru tvær sjö manna fjölskyldur en von er á annri fjölskyldu á næstu dögum. Ein fjölskyldan hefur sest að í Hveragerði og hin á Selfossi. Vel lá á Haj Naasan fjölskyldunni, sem samanstendur af foreldrunum Abdul Rahman og Fadwa Kadre og börnunum þeirra fimm, þegar fréttamann bar að garði hjá þeim í morgun.„Við erum mjög ánægðog sérstaklega börnin.Þau voru rosalega spenntað komast til Íslands,“ segir Abdul Rahman. Börn hjónanna, sem eru á aldrinum átta til nítján ára, eru spennt að geta loksins byrjað í skóla. „Við erum rosalega spenntað fara í skólannog kynnast nýju fólki.Við hlökkum líka til að kynnast nágrönnum okkar í bænum þar sem við búum núna,“ segir elsti drengur hjónanna. Öll voru þau búin að kynna sér Ísland og Selfoss áður en þau komu til landsins. Majed Ahmad, sá yngsti í fjölskyldunni, vissi alveg út í hvað hann var að fara. „Já, ég veit margt um Ísland. Það eru stuttir dagar á veturna og langir dagar á sumrin. Mér finnst það mjög spennandi,“ segir Majed. Nú hefst ferli þar sem fólkið nýtur aðstoðar sjálfboðaliða Rauða krossins og fleiri við að aðlagast nýjum heimkynnum. Fulltrúar frá sveitarfélaginu Árborg og Rauða krossinum voru í heimsókn hjá fjölskyldunum í morgun. Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, félagsmálastjóri Árborgar og Fjóla Einarsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, segja samfélagið á Selfossi hafa tekið komu fólksins mjög vel. Þær segja Haj Naasan fjölskyldunamjög jákvæða og kærleiksríka. Þá vantar ekki upp á gestrisnina en fjölskyldan bauð gestum dagsins upp á köku og kaffi.
Flóttamenn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent