Almenningur borgar Hörður Ægisson skrifar 27. janúar 2017 07:00 Íslenskt bankakerfi er um margt einstakt í vestrænum samanburði. Bankarnir eru meira og minna að öllu leyti í eigu ríkisins sem leggur um leið á þessa sömu banka sértæka skatta – þar vegur þyngst skattur á skuldir fjármálastofnana – sem kostuðu þá samanlagt um 17 milljarða 2016. Hinir sérstöku skattar á fjármálafyrirtæki eru um tíu sinnum hærri sem hlutfall af landsframleiðslu borið saman við þau fáu ríki sem hafa á annað borð innleitt slíka skatta. Þótt þessi skattheimta skili umtalsverðum tekjum í ríkissjóð er ekki víst að fyrirkomulagið þjóni hagsmunum almennings til lengdar. Eftir fjármálaáfallið 2008 var mörkuð sú stefna af stjórnvöldum að auka umtalsvert opinberar álögur á starfandi fjármálastofnanir. Það var í senn skynsamlegt og réttlætanlegt. Ríkissjóður hafði orðið fyrir gríðarlegum búsifjum vegna bankahrunsins. Framan af voru það aðeins nýju bankarnir sem voru látnir greiða fyrir tjónið sem gömlu bankarnir höfðu valdið. Það breyttist þegar síðasta ríkisstjórn afnam undanþágu slitabúa föllnu bankanna til að greiða skatt af heildarskuldum fjármálafyrirtækja og um leið hækkaði stórlega skatthlutfallið. Samanlagt þurftu slitabúin að greiða nærri sextíu milljarða til ríkisins vegna þessarar ráðstöfunar auk þess að framselja síðar eignir til stjórnvalda að fjárhæð um 500 milljarða. Þrátt fyrir að ríkissjóður hafi núna endurheimt allan hluta útlagðs kostnaðar sem hlaust við fall bankanna – og vel það – þá hefur ekki orðið nein breyting á skattaumhverfi fjármálafyrirtækja. Horfið hefur verið frá áformum um að tímabundin hækkun bankaskattsins myndi aðeins ná til áranna 2014 til 2017. Það kemur ekki á óvart enda er það ekki til pólitískra vinsælda fallið að tala fyrir lægri (ótekjutengdum) sköttum á banka. Í þingsályktun um fimm ára áætlun í ríkisfjármálum er nú stefnt að því að skatturinn verði lækkaður í fjórum skrefum frá og með 2020. Framundan er meiriháttar sala á eignarhlutum í bönkunum. Þar á enginn meiri hagsmuna að gæta en ríkið sem eigandi alls hlutafjár í Íslandsbanka og Landsbankanum – og eins við söluferli Arion banka vegna afkomuskiptasamnings við kröfuhafa Kaupþings. Engin umræða hefur samt farið fram um hvaða áhrif hinir sértæku skattar hafa á það verð sem mun fást fyrir bankana – og þar með endurheimtur ríkissjóðs – þegar þeir verða seldir. Þau eru umtalsverð þar sem skattarnir draga úr arðsemi af bankarekstri. Gróflega áætlað virðist því að óbreyttu augljóst að ríkið fái tugum milljarða minna í sinn hlut en ella við sölu á bönkunum. Óumdeilt er að bankaskatturinn bitnar einnig á þeim lánakjörum sem heimilum og fyrirtækjum standa til boða. Með öðrum orðum er almenningur að standa undir sköttunum í formi lakari lánakjara, líklega sem nemur um 0,5 prósentum, sem bjóðast hjá bönkunum. Mikið er rætt um háan vaxtakostnað í tengslum við boðaða endurskoðun peningastefnunnar. Ágætis leið að því markmiði væri að minnka sértæka skatta á lánastofnanir.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Íslenskt bankakerfi er um margt einstakt í vestrænum samanburði. Bankarnir eru meira og minna að öllu leyti í eigu ríkisins sem leggur um leið á þessa sömu banka sértæka skatta – þar vegur þyngst skattur á skuldir fjármálastofnana – sem kostuðu þá samanlagt um 17 milljarða 2016. Hinir sérstöku skattar á fjármálafyrirtæki eru um tíu sinnum hærri sem hlutfall af landsframleiðslu borið saman við þau fáu ríki sem hafa á annað borð innleitt slíka skatta. Þótt þessi skattheimta skili umtalsverðum tekjum í ríkissjóð er ekki víst að fyrirkomulagið þjóni hagsmunum almennings til lengdar. Eftir fjármálaáfallið 2008 var mörkuð sú stefna af stjórnvöldum að auka umtalsvert opinberar álögur á starfandi fjármálastofnanir. Það var í senn skynsamlegt og réttlætanlegt. Ríkissjóður hafði orðið fyrir gríðarlegum búsifjum vegna bankahrunsins. Framan af voru það aðeins nýju bankarnir sem voru látnir greiða fyrir tjónið sem gömlu bankarnir höfðu valdið. Það breyttist þegar síðasta ríkisstjórn afnam undanþágu slitabúa föllnu bankanna til að greiða skatt af heildarskuldum fjármálafyrirtækja og um leið hækkaði stórlega skatthlutfallið. Samanlagt þurftu slitabúin að greiða nærri sextíu milljarða til ríkisins vegna þessarar ráðstöfunar auk þess að framselja síðar eignir til stjórnvalda að fjárhæð um 500 milljarða. Þrátt fyrir að ríkissjóður hafi núna endurheimt allan hluta útlagðs kostnaðar sem hlaust við fall bankanna – og vel það – þá hefur ekki orðið nein breyting á skattaumhverfi fjármálafyrirtækja. Horfið hefur verið frá áformum um að tímabundin hækkun bankaskattsins myndi aðeins ná til áranna 2014 til 2017. Það kemur ekki á óvart enda er það ekki til pólitískra vinsælda fallið að tala fyrir lægri (ótekjutengdum) sköttum á banka. Í þingsályktun um fimm ára áætlun í ríkisfjármálum er nú stefnt að því að skatturinn verði lækkaður í fjórum skrefum frá og með 2020. Framundan er meiriháttar sala á eignarhlutum í bönkunum. Þar á enginn meiri hagsmuna að gæta en ríkið sem eigandi alls hlutafjár í Íslandsbanka og Landsbankanum – og eins við söluferli Arion banka vegna afkomuskiptasamnings við kröfuhafa Kaupþings. Engin umræða hefur samt farið fram um hvaða áhrif hinir sértæku skattar hafa á það verð sem mun fást fyrir bankana – og þar með endurheimtur ríkissjóðs – þegar þeir verða seldir. Þau eru umtalsverð þar sem skattarnir draga úr arðsemi af bankarekstri. Gróflega áætlað virðist því að óbreyttu augljóst að ríkið fái tugum milljarða minna í sinn hlut en ella við sölu á bönkunum. Óumdeilt er að bankaskatturinn bitnar einnig á þeim lánakjörum sem heimilum og fyrirtækjum standa til boða. Með öðrum orðum er almenningur að standa undir sköttunum í formi lakari lánakjara, líklega sem nemur um 0,5 prósentum, sem bjóðast hjá bönkunum. Mikið er rætt um háan vaxtakostnað í tengslum við boðaða endurskoðun peningastefnunnar. Ágætis leið að því markmiði væri að minnka sértæka skatta á lánastofnanir.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun