Rússneskir þjálfarar sem láta íþróttamenn nota ólögleg lyf eru enn að störfum Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. janúar 2017 19:00 Rússar eru líklega ekki færir um að uppræta kerfisbundna lyfjamisferlið sem hélt frjálsíþróttafólki þjóðarinnar frá Ólympíuleikunum í Ríó á síðasta ári. Þetta segir rannsóknarblaðamaðurinn sem kom upp um spillingu Rússanna en hann hélt erindi á ráðstefnu ÍSÍ og ÍBR um lyfjamál í Háskólanum í Reykjavík í síðustu viku. Þjóðverjinn Hajo Seppelt gerði fræga heimildamynd fyrir ARD árið 2014 þar sem hann sannaði kerfisbundið og ríkisstyrkt lyfjamisferli í rússneskum frjálsíþróttum. Út frá því fór í gang mikil rannsóknarvinna sem varð til þess að fjölda rússneskra íþróttamanna, þar á meðal nær öllu frjálsíþróttafólki Rússlands, var meinuð þátttaka á ÓL í Ríó í fyrra. „Þetta er nánast án vafa stærsta kerfisbundna lyfjamisferli sögunnar í frjálsíþróttum sem vitað er núna að teygir anga sína inn í fleiri íþróttir í Rússlandi. Það er bara hægt að bera þetta saman við lyfjakerið í Austur-Þýskalandi sem við upplifðum árið 1989,“ segir Seppelt í viðtali við íþróttadeild. Þrátt fyrir uppljóstranir Seppelts og McClaren-skýrsluna sýndi ný heimildamynd ARD um síðustu helgi að ekki margt hefur breyst hjá Rússunum. Sumir þjálfarar, sem vitað er að dæla lyfjum í íþróttamenn sína, eru enn að stöfum. „Það sýnir á ný hversu djúpt í rússneskt íþróttalíf þetta lyfjamisferli og spilling nær. Þetta er í raun lyfjamenning sem hefur átt sér stað í ár og áratugi,“ segir hann, en eru Rússar þá ekki hæfir til að kljást við þetta vandamál ef þeir hafa áhuga á því yfir höfuð? „Kannski er rússneska sambandið ekki hæft eða hreinlega getur ekki leyst þetta vandamál. Það sem gerist í Moskvu er eitt en svo er það sem gerist í Síberíu eða Ural-héraði allt annað. Rússar geta ekki stjórnað þessu og fólkinu fyrir utan Moskvu er alveg sama um hvað höfuðborgin segir því að gera.“ „Einhver sem er vanur að vinna svona alla sína ævi sem þjálfari og kannski áður sem íþróttamaður heldur kannski að lyf séu nauðsynleg fyrir íþróttir. Hvernig er hægt að breyta þeim hugsunarhætti á vikum eða mánuðum? Það er einfaldlega ekki hægt,“ segir Hajo Seppelt. Aðrar íþróttir Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sér ekki eftir að hafa svindlað allan ferilinn Ráðstefnugestum ofbauð afstaða danska hjólreiðamannsins Michael Rasmussen sem sér ekki eftir því að hafa notað árangursbætandi efni. 27. janúar 2017 19:00 Sagan segir okkur að ekki er hægt að vinna Tour de France án ólöglegra lyfja Danski hjólreiðamaðurinn Michael Rasmussen sér ekki eftir því að hafa notað árangursbætandi efni allan sinn feril. Daninn gat ekki horft upp á menn sem hann vissi að voru ekki betri en hann stinga af á lyfjum. 28. janúar 2017 06:00 Fæðubótarefni geta verið hættuleg fyrir íþróttafólk og almenna neytendur Dr. Ron Maughan fræðir fólk um hættur fæðubótarefna á ráðstefnu um lyfjamál á morgun. 25. janúar 2017 19:30 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn Fleiri fréttir Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Sjá meira
Rússar eru líklega ekki færir um að uppræta kerfisbundna lyfjamisferlið sem hélt frjálsíþróttafólki þjóðarinnar frá Ólympíuleikunum í Ríó á síðasta ári. Þetta segir rannsóknarblaðamaðurinn sem kom upp um spillingu Rússanna en hann hélt erindi á ráðstefnu ÍSÍ og ÍBR um lyfjamál í Háskólanum í Reykjavík í síðustu viku. Þjóðverjinn Hajo Seppelt gerði fræga heimildamynd fyrir ARD árið 2014 þar sem hann sannaði kerfisbundið og ríkisstyrkt lyfjamisferli í rússneskum frjálsíþróttum. Út frá því fór í gang mikil rannsóknarvinna sem varð til þess að fjölda rússneskra íþróttamanna, þar á meðal nær öllu frjálsíþróttafólki Rússlands, var meinuð þátttaka á ÓL í Ríó í fyrra. „Þetta er nánast án vafa stærsta kerfisbundna lyfjamisferli sögunnar í frjálsíþróttum sem vitað er núna að teygir anga sína inn í fleiri íþróttir í Rússlandi. Það er bara hægt að bera þetta saman við lyfjakerið í Austur-Þýskalandi sem við upplifðum árið 1989,“ segir Seppelt í viðtali við íþróttadeild. Þrátt fyrir uppljóstranir Seppelts og McClaren-skýrsluna sýndi ný heimildamynd ARD um síðustu helgi að ekki margt hefur breyst hjá Rússunum. Sumir þjálfarar, sem vitað er að dæla lyfjum í íþróttamenn sína, eru enn að stöfum. „Það sýnir á ný hversu djúpt í rússneskt íþróttalíf þetta lyfjamisferli og spilling nær. Þetta er í raun lyfjamenning sem hefur átt sér stað í ár og áratugi,“ segir hann, en eru Rússar þá ekki hæfir til að kljást við þetta vandamál ef þeir hafa áhuga á því yfir höfuð? „Kannski er rússneska sambandið ekki hæft eða hreinlega getur ekki leyst þetta vandamál. Það sem gerist í Moskvu er eitt en svo er það sem gerist í Síberíu eða Ural-héraði allt annað. Rússar geta ekki stjórnað þessu og fólkinu fyrir utan Moskvu er alveg sama um hvað höfuðborgin segir því að gera.“ „Einhver sem er vanur að vinna svona alla sína ævi sem þjálfari og kannski áður sem íþróttamaður heldur kannski að lyf séu nauðsynleg fyrir íþróttir. Hvernig er hægt að breyta þeim hugsunarhætti á vikum eða mánuðum? Það er einfaldlega ekki hægt,“ segir Hajo Seppelt.
Aðrar íþróttir Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sér ekki eftir að hafa svindlað allan ferilinn Ráðstefnugestum ofbauð afstaða danska hjólreiðamannsins Michael Rasmussen sem sér ekki eftir því að hafa notað árangursbætandi efni. 27. janúar 2017 19:00 Sagan segir okkur að ekki er hægt að vinna Tour de France án ólöglegra lyfja Danski hjólreiðamaðurinn Michael Rasmussen sér ekki eftir því að hafa notað árangursbætandi efni allan sinn feril. Daninn gat ekki horft upp á menn sem hann vissi að voru ekki betri en hann stinga af á lyfjum. 28. janúar 2017 06:00 Fæðubótarefni geta verið hættuleg fyrir íþróttafólk og almenna neytendur Dr. Ron Maughan fræðir fólk um hættur fæðubótarefna á ráðstefnu um lyfjamál á morgun. 25. janúar 2017 19:30 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn Fleiri fréttir Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Sjá meira
Sér ekki eftir að hafa svindlað allan ferilinn Ráðstefnugestum ofbauð afstaða danska hjólreiðamannsins Michael Rasmussen sem sér ekki eftir því að hafa notað árangursbætandi efni. 27. janúar 2017 19:00
Sagan segir okkur að ekki er hægt að vinna Tour de France án ólöglegra lyfja Danski hjólreiðamaðurinn Michael Rasmussen sér ekki eftir því að hafa notað árangursbætandi efni allan sinn feril. Daninn gat ekki horft upp á menn sem hann vissi að voru ekki betri en hann stinga af á lyfjum. 28. janúar 2017 06:00
Fæðubótarefni geta verið hættuleg fyrir íþróttafólk og almenna neytendur Dr. Ron Maughan fræðir fólk um hættur fæðubótarefna á ráðstefnu um lyfjamál á morgun. 25. janúar 2017 19:30