Ólafía Þórunn í 69. sæti eftir erfiðan þriðja hring Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. janúar 2017 20:30 Ólafía Þórunn horfir á eftir upphafshögginu á þriðju braut í dag. MYND/GSIMYNDIR.NET/SETH Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, náði sér ekki jafn vel á strik þriðja hring á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum í dag en Ólafía lék hringinn á 77 höggum, fjórum höggum yfir pari. Ólafía sem var í 20. sæti fyrir þriðja hring lék frábært golf í gær þar sem hún tapaði ekki einu höggi. Var hún að hitta flatirnar og brautirnar vel og skilaði það sér í hring upp á 68. högg. Hún lenti aftur á móti í meiri vandræðum með lengri höggin í dag en hún þurfti í tvígang að bjarga sér með góðu innáhöggi á fyrstu þremur holunum. Fékk hún fuglafæri á 2. holu en missti það í par. Ólafía fékk fyrsta skolla sinn á fimmtu braut en því fylgdu þrjú pör í röð. Skolli á níundu holu þýddi að hún var tveimur höggum yfir pari þegar hringurinn var hálfnaður. Fór hún í þrígang í glompur á fyrstu níu holunum og þurfti að taka víti á einni en náði samt að setja niður sjö pör. Annar skolli fylgdi á tíundu holu en hún náði aðeins að laga stöðuna á tólftu holu með fyrsta fugli dagsins. Ólafía var að slá styttra af teignum heldur en fyrri tvo dagana og var ekki að finna brautirnar jafn oft og áður. Lenti hún fyrir vikið í erfiðum aðstæðum þar sem hún þurfti að bjarga parinu en hún fékk skolla á sautjándu braut eftir fjögur pör í röð þar áður. Fylgdi hún því eftir með öðrum skolla á átjándu braut, fimmta skolla dagsins, og lauk hún leik á fjórum höggum yfir pari á hringnum og alls þremur höggum undir pari. Verður áhugavert að sjá hvernig henni tekst til á lokadeginum á morgun en hún hefur þegar tryggt sér peningaverðlaun er hún komst í gegnum niðurskurðinn. Golf Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, náði sér ekki jafn vel á strik þriðja hring á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum í dag en Ólafía lék hringinn á 77 höggum, fjórum höggum yfir pari. Ólafía sem var í 20. sæti fyrir þriðja hring lék frábært golf í gær þar sem hún tapaði ekki einu höggi. Var hún að hitta flatirnar og brautirnar vel og skilaði það sér í hring upp á 68. högg. Hún lenti aftur á móti í meiri vandræðum með lengri höggin í dag en hún þurfti í tvígang að bjarga sér með góðu innáhöggi á fyrstu þremur holunum. Fékk hún fuglafæri á 2. holu en missti það í par. Ólafía fékk fyrsta skolla sinn á fimmtu braut en því fylgdu þrjú pör í röð. Skolli á níundu holu þýddi að hún var tveimur höggum yfir pari þegar hringurinn var hálfnaður. Fór hún í þrígang í glompur á fyrstu níu holunum og þurfti að taka víti á einni en náði samt að setja niður sjö pör. Annar skolli fylgdi á tíundu holu en hún náði aðeins að laga stöðuna á tólftu holu með fyrsta fugli dagsins. Ólafía var að slá styttra af teignum heldur en fyrri tvo dagana og var ekki að finna brautirnar jafn oft og áður. Lenti hún fyrir vikið í erfiðum aðstæðum þar sem hún þurfti að bjarga parinu en hún fékk skolla á sautjándu braut eftir fjögur pör í röð þar áður. Fylgdi hún því eftir með öðrum skolla á átjándu braut, fimmta skolla dagsins, og lauk hún leik á fjórum höggum yfir pari á hringnum og alls þremur höggum undir pari. Verður áhugavert að sjá hvernig henni tekst til á lokadeginum á morgun en hún hefur þegar tryggt sér peningaverðlaun er hún komst í gegnum niðurskurðinn.
Golf Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira