Umfjöllun: Snæfell - Skallagrímur 67-80 | Borgnesingar upp fyrir meistarana Arnór Óskarsson í Stykkishólmi skrifar 11. janúar 2017 22:30 Tavelyn Tillmann var stigahæst í liði Skallagríms. Vísir/Ernir Skallagrímur vann Snæfell 67-80 í baráttunni um Vesturlandið í Íþróttamiðstöð Stykkishólms í kvöld. Með sigrinum jöfnuðu Borgnesingar Keflavík, topplið deildarinnar, að stigum en Snæfell færðist niður um eitt sæti og er nú í þriðja sæti Domino's-deildarinnar. Leikurinn hófst af krafti af hálfu beggja liða. Eftir skamma stund tóku gestirnir þó völdin á vellinum og byrjuðu að byggja upp forskot sem átti eftir að endast meiri eða minna út allan leikinn. Heimastúlkum gekk afar illa að koma boltanum í körfuna og nýttu Skallagrímskonur sér það ásamt því að halda áfram að skapa sér góð færi. Borgnesingar lögðu grunnin að sigrinum því í upphafi leiks og sýndu á heildina litið töluvert skilvirkari frammistöðu en Snæfell. Þrátt fyrir stakar tilraunir Snæfells í seinni leikhlutum virtust þær aldrei geta komið Skallagrími úr jafnvægi. Borgnesingar áttu svör við öllum útspilum Snæfells sem fundu aldrei réttan takt í kvöld. Skallagrímur setti Snæfell í frekar óvenjulega stöðu með því að stjórna leiknum eins og raun bar vitni en heimamenn hafa ekki oft þurft að elta önnur lið með þeim hætti eins og þær þurftu að gera í kvöld. Um er að ræða mikilvægan sigur fyrir Skallagrím sem ætlar sér greinilega að keppa um deildarmeistaratitilinn í ár.Afhverju vann Skallagrímur? Óhætt er að fullyrða að sterkari aðilinn hafi unnið í kvöld. Í stuttu máli skóp liðsheild Skallagríms sigurinn en jafnframt má færa rök fyrir því að slæm skotnýting heimamanna í upphafi leiks hafi hjálpað Skallagrími töluvert. Borgnesingar voru með sjálfstraustið í lagi og skiluðu allir leikmenn sínu hlutverki með sóma. Spilamennskan einkenndist af skynsemi og settu Skallagrímskonur mikilvæg skot á háréttum tíma, þ.e.a.s. í hvert einasta skipti sem Snæfellskonur gerðu sig líklegar til að hrökkva í gang.Bestu menn vallarins: Tavelyn Tillmann átti fínan leik fyrir Skallagrím og endaði með að skora 26 stig, Hún var með 100% skotnýtingu frá vítalínuni og var á heildina litið fagmannleg í öllu því sem hún gerði. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir sýndi og sannaði enn og aftur getu sína en hún steig upp á mikilvægum augnablikum til að stöðva áhlaup Snæfells. Sigrún endaði með að skora 18 stig og 16 fráköst. Hjá Snæfelli var Aaryn Ellenberg-Wiley stiga- og frákastahæst en framlag annara leikmanna var undir meðallagi.Tölfræði sem vakti athygli: Skotnýting Snæfells var óvenju slæm í upphafi leiks en eftir fyrsta leikhlutan voru heimamenn einungis búnir að skora úr u.þ.b. 21% af skotunum sínum. Skallagrímskonur voru aftur á móti með 75% þriggja stiga nýtingu í upphafi leiks. Vítaskotin voru einnig að rata rétta leið hjá Skallagrími en þær enduðu með að skora úr 82% af vítalínuni.Snæfell-Skallagrímur 67-80 (18-24, 10-17, 18-18, 21-21)Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 24/11 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 15/7 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13/6 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 7, Andrea Björt Ólafsdóttir 4/5 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 2, Sara Diljá Sigurðardóttir 2, Alda Leif Jónsdóttir 0/4 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 26/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 18/16 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 11/6 fráköst, Fanney Lind Tomas 9, Ragnheiður Benónísdóttir 7/9 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 6, Guðrún Ósk Ámundadóttir 3. Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Í beinni: Liverpool - Tottenham | Gestirnir með forskot Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Leik lokið: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Leik lokið: Keflavík - ÍR 81-89 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Kjartan: Við erum að vaða á liðin Leik lokið: Keflavík - ÍR 81-89 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Leik lokið: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Leik lokið: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Sjá meira
Skallagrímur vann Snæfell 67-80 í baráttunni um Vesturlandið í Íþróttamiðstöð Stykkishólms í kvöld. Með sigrinum jöfnuðu Borgnesingar Keflavík, topplið deildarinnar, að stigum en Snæfell færðist niður um eitt sæti og er nú í þriðja sæti Domino's-deildarinnar. Leikurinn hófst af krafti af hálfu beggja liða. Eftir skamma stund tóku gestirnir þó völdin á vellinum og byrjuðu að byggja upp forskot sem átti eftir að endast meiri eða minna út allan leikinn. Heimastúlkum gekk afar illa að koma boltanum í körfuna og nýttu Skallagrímskonur sér það ásamt því að halda áfram að skapa sér góð færi. Borgnesingar lögðu grunnin að sigrinum því í upphafi leiks og sýndu á heildina litið töluvert skilvirkari frammistöðu en Snæfell. Þrátt fyrir stakar tilraunir Snæfells í seinni leikhlutum virtust þær aldrei geta komið Skallagrími úr jafnvægi. Borgnesingar áttu svör við öllum útspilum Snæfells sem fundu aldrei réttan takt í kvöld. Skallagrímur setti Snæfell í frekar óvenjulega stöðu með því að stjórna leiknum eins og raun bar vitni en heimamenn hafa ekki oft þurft að elta önnur lið með þeim hætti eins og þær þurftu að gera í kvöld. Um er að ræða mikilvægan sigur fyrir Skallagrím sem ætlar sér greinilega að keppa um deildarmeistaratitilinn í ár.Afhverju vann Skallagrímur? Óhætt er að fullyrða að sterkari aðilinn hafi unnið í kvöld. Í stuttu máli skóp liðsheild Skallagríms sigurinn en jafnframt má færa rök fyrir því að slæm skotnýting heimamanna í upphafi leiks hafi hjálpað Skallagrími töluvert. Borgnesingar voru með sjálfstraustið í lagi og skiluðu allir leikmenn sínu hlutverki með sóma. Spilamennskan einkenndist af skynsemi og settu Skallagrímskonur mikilvæg skot á háréttum tíma, þ.e.a.s. í hvert einasta skipti sem Snæfellskonur gerðu sig líklegar til að hrökkva í gang.Bestu menn vallarins: Tavelyn Tillmann átti fínan leik fyrir Skallagrím og endaði með að skora 26 stig, Hún var með 100% skotnýtingu frá vítalínuni og var á heildina litið fagmannleg í öllu því sem hún gerði. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir sýndi og sannaði enn og aftur getu sína en hún steig upp á mikilvægum augnablikum til að stöðva áhlaup Snæfells. Sigrún endaði með að skora 18 stig og 16 fráköst. Hjá Snæfelli var Aaryn Ellenberg-Wiley stiga- og frákastahæst en framlag annara leikmanna var undir meðallagi.Tölfræði sem vakti athygli: Skotnýting Snæfells var óvenju slæm í upphafi leiks en eftir fyrsta leikhlutan voru heimamenn einungis búnir að skora úr u.þ.b. 21% af skotunum sínum. Skallagrímskonur voru aftur á móti með 75% þriggja stiga nýtingu í upphafi leiks. Vítaskotin voru einnig að rata rétta leið hjá Skallagrími en þær enduðu með að skora úr 82% af vítalínuni.Snæfell-Skallagrímur 67-80 (18-24, 10-17, 18-18, 21-21)Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 24/11 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 15/7 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13/6 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 7, Andrea Björt Ólafsdóttir 4/5 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 2, Sara Diljá Sigurðardóttir 2, Alda Leif Jónsdóttir 0/4 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 26/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 18/16 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 11/6 fráköst, Fanney Lind Tomas 9, Ragnheiður Benónísdóttir 7/9 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 6, Guðrún Ósk Ámundadóttir 3.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Í beinni: Liverpool - Tottenham | Gestirnir með forskot Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Leik lokið: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Leik lokið: Keflavík - ÍR 81-89 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Kjartan: Við erum að vaða á liðin Leik lokið: Keflavík - ÍR 81-89 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Leik lokið: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Leik lokið: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Sjá meira