Grænu skrefin Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. janúar 2017 00:00 Umhverfisvernd fær býsna veigamikinn sess í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur líklega aldrei áður átt aðild að ríkisstjórn þar sem umhverfisvernd er gert jafn hátt undir höfði. Ríkisstjórnin hyggst koma á samræmdu kerfi grænna skatta sem fela í sér „eðlilegar álögur á mengandi starfsemi“ og vinna að útfærslu skatta á ökutæki og eldsneyti. Þess sér nú þegar stað í löggjöfinni að þeir sem menga borga meira en gera þarf meira og skapa þarf raunverulega hvata til að hraða rafbílavæðingu landsins og umbuna þeim sem ekki menga. Ríkisstjórnin hyggst vinna sérstaka áætlun um vernd miðhálendisins. Síðan kemur afdráttarlausasti texti stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum en þar segir: „Ekki verður efnt til nýrra ívilnandi fjárfestingarsamninga vegna uppbyggingar mengandi stóriðju.“ Það er mikilvægt að þetta komi fram með skýrum hætti því Íslendingar hafa í gegnum tíðina gert mörg alvarleg óafturkræf mistök þegar mengandi stóriðjuverkefni eru annars vegar. Almenningi var talin trú um að kísilver væru umhverfisvænni stóriðja en álver. Íbúar Reykjanesbæjar finna nú fyrir því á eigin skinni að kísilver eru ekki sérstaklega umhverfisvæn fyrirtæki. Stór hluti íbúanna upplifir strax skert lífsgæði vegna loftmengunar frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúarnir lýstu raunum sínum á íbúafundi í Stapa í desember. Samhliða skertum lífsgæðum mun þetta fólk mögulega þurfa að þola eignaskerðingu vegna lægra húsnæðisverðs en ekki er útilokað að mengunin leiði til minni eftirspurnar eftir fasteignum á svæðinu. Ríkisstjórnin hyggst einnig gera aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í samræmi við Parísarsamkomulagið. Áætlunin á að fela í sér græna hvata, skógrækt, landgræðslu og orkuskipti í samgöngum. Á nokkrum stöðum er fjallað um aðgerðir til að draga úr kolefnislosun. Súrnun sjávar er alþjóðlegur fylgifiskur loftslagsbreytinga og vandamálið gætið komið sérstaklega illa niður á Íslandi sem eyríki í Norður-Atlantshafi. Eina leiðin til að vinna gegn henni er að draga úr losun koltvísýrings (CO2) út í andrúmsloftið. Í fyllingu tímans mun súrnun sjávar skapa alvarleg umhverfisvandamál í hafinu umhverfis Ísland og á heimsvísu ef ekkert verður að gert. Ekki síst mun þessi umhverfisvandi bitna illa á fyrirtækjum sem vinna verðmæti úr efnahagslögsögunni. Metnaðarfull stefna nýrrar ríkisstjórnar í umhverfismálum gerði það að verkum að það var auðveldara fyrir litlu flokkana í ríkisstjórnarsamstarfinu að kyngja því að stefnumál þeirra í sjávarútvegs- og Evrópumálum væru „sett í nefnd“ eða skrifuð niður í þingsályktun sem kæmi fram síðar á kjörtímabilinu í texta stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Það er mikilvægt fyrir þessa flokka að umhverfisvernd verði áberandi stefna ríkisstjórnarinnar og að hún raungerist í verkum ef þeir ætla að minnsta kosti að halda þingstyrk sínum og stöðu eftir faðmlag með Sjálfstæðisflokknum á kjörtímabilinu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun
Umhverfisvernd fær býsna veigamikinn sess í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur líklega aldrei áður átt aðild að ríkisstjórn þar sem umhverfisvernd er gert jafn hátt undir höfði. Ríkisstjórnin hyggst koma á samræmdu kerfi grænna skatta sem fela í sér „eðlilegar álögur á mengandi starfsemi“ og vinna að útfærslu skatta á ökutæki og eldsneyti. Þess sér nú þegar stað í löggjöfinni að þeir sem menga borga meira en gera þarf meira og skapa þarf raunverulega hvata til að hraða rafbílavæðingu landsins og umbuna þeim sem ekki menga. Ríkisstjórnin hyggst vinna sérstaka áætlun um vernd miðhálendisins. Síðan kemur afdráttarlausasti texti stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum en þar segir: „Ekki verður efnt til nýrra ívilnandi fjárfestingarsamninga vegna uppbyggingar mengandi stóriðju.“ Það er mikilvægt að þetta komi fram með skýrum hætti því Íslendingar hafa í gegnum tíðina gert mörg alvarleg óafturkræf mistök þegar mengandi stóriðjuverkefni eru annars vegar. Almenningi var talin trú um að kísilver væru umhverfisvænni stóriðja en álver. Íbúar Reykjanesbæjar finna nú fyrir því á eigin skinni að kísilver eru ekki sérstaklega umhverfisvæn fyrirtæki. Stór hluti íbúanna upplifir strax skert lífsgæði vegna loftmengunar frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúarnir lýstu raunum sínum á íbúafundi í Stapa í desember. Samhliða skertum lífsgæðum mun þetta fólk mögulega þurfa að þola eignaskerðingu vegna lægra húsnæðisverðs en ekki er útilokað að mengunin leiði til minni eftirspurnar eftir fasteignum á svæðinu. Ríkisstjórnin hyggst einnig gera aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í samræmi við Parísarsamkomulagið. Áætlunin á að fela í sér græna hvata, skógrækt, landgræðslu og orkuskipti í samgöngum. Á nokkrum stöðum er fjallað um aðgerðir til að draga úr kolefnislosun. Súrnun sjávar er alþjóðlegur fylgifiskur loftslagsbreytinga og vandamálið gætið komið sérstaklega illa niður á Íslandi sem eyríki í Norður-Atlantshafi. Eina leiðin til að vinna gegn henni er að draga úr losun koltvísýrings (CO2) út í andrúmsloftið. Í fyllingu tímans mun súrnun sjávar skapa alvarleg umhverfisvandamál í hafinu umhverfis Ísland og á heimsvísu ef ekkert verður að gert. Ekki síst mun þessi umhverfisvandi bitna illa á fyrirtækjum sem vinna verðmæti úr efnahagslögsögunni. Metnaðarfull stefna nýrrar ríkisstjórnar í umhverfismálum gerði það að verkum að það var auðveldara fyrir litlu flokkana í ríkisstjórnarsamstarfinu að kyngja því að stefnumál þeirra í sjávarútvegs- og Evrópumálum væru „sett í nefnd“ eða skrifuð niður í þingsályktun sem kæmi fram síðar á kjörtímabilinu í texta stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Það er mikilvægt fyrir þessa flokka að umhverfisvernd verði áberandi stefna ríkisstjórnarinnar og að hún raungerist í verkum ef þeir ætla að minnsta kosti að halda þingstyrk sínum og stöðu eftir faðmlag með Sjálfstæðisflokknum á kjörtímabilinu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun