Rauða hárið í ættinni og tónlistin líka Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. janúar 2017 10:15 Herdís Mjöll í fremstu röð með fiðluna sína á æfingu með Sinfóníunni fyrir kvöldið. Vísir/Ernir Ég ætla að spila fiðlukonsert Mendelssohns í E-dúr. Mér finnst hann mjög fallegur og líka spes að því leyti að hann er erfiðari í meðförum en hann hljómar. Ég fékk að velja á milli hans og annars konserts,“ segir Herdís Mjöll Guðmundsdóttir um einleik sinn á fiðlu á sinfóníutónleikum kvöldsins í Hörpu. Herdís Mjöll var ein þeirra sem skoruðu hátt í nemendasamkeppni á liðnu hausti á vegum Listaháskólans og Sinfóníunnar sem þeir nemendur sem stunda hljóðfæra- eða söngnám á fyrsta háskólastigi mega taka þátt í. Hún segir keppnina vera stórt tækifæri. Aðrar sem komust áfram og verða sólóistar í kvöld eru þær Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir á selló, Auður Edda Erlendsdóttir á klarínett og Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran. Herdís Mjöll er yngst í hópnum. Hún er tvítug og er á síðustu önn tveggja ára diplómabrautar við Listaháskólann sem hún byrjaði á meðan hún var enn í MH en þaðan varð hún stúdent síðasta vor. Hvað tekur svo við? „Ég að reyna að komast inn í skóla erlendis, bæði í Chigaco og í Indiana í Bandaríkjunum og líka Helsinki í Finnlandi í Sibelius Akademíuna. Þar er ein íslensk vinkona mín og ég þekki líka fólk þar sem ég var með í hljómsveitinni Orkester Norden þegar ég var 16 ára. Þá mundi ég læra nýtt tungumál í leiðinni, það væri gaman.“ Enskan er Herdísi Mjöll ekki framandi, í fyrrasumar kveðst hún hafa verið í tvo mánuði í Bandaríkjunum við tónlistarnám. „Það er síðasta stóra verkefnið sem ég hef verið í erlendis,“ segir hún. Fimm ára kveðst Herdís Mjöll hafa byrjað að handfjatla fiðluna í Allegro Suzukiskólanum. „Þaðan lá leiðin í Tónlistarskólann í Reykjavík, helsti kennari minn þar var Guðný Guðmundsdóttir. Ég er enn að læra hjá henni og líka Sigrúnu Eðvaldsdóttur,“ lýsir hún. Kom aldrei tímabil sem hana langaði að hætta? „Jú, ég neita því ekki en ég er búin að verja svo miklum tíma í æfingar að það er ekki hægt.“ Rauða hárið hennar Herdísar Mjallar vekur athygli. Skyldi hún hafa tekið þátt í samkeppninni um rauðhærðasta Íslendinginn? (Hlæjandi) „Nei, ekki ennþá, ég hef yfirleitt verið í útlöndum þegar hún hefur verið haldin en mig langar að prófa það. Ég verð að bregða mér á Skagann á Írska daga einhvern tíma. Þessi hárlitur er í ættinni. Pabbi er með rautt skegg og mamma var rauðhærð þegar hún var lítil.“ En tónlistin, er hún í ættinni? „Foreldrar mínir eru ekki í tónlist en hún Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleikari og kennari minn, er ömmusystir mín.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. janúar 2017 Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Ég ætla að spila fiðlukonsert Mendelssohns í E-dúr. Mér finnst hann mjög fallegur og líka spes að því leyti að hann er erfiðari í meðförum en hann hljómar. Ég fékk að velja á milli hans og annars konserts,“ segir Herdís Mjöll Guðmundsdóttir um einleik sinn á fiðlu á sinfóníutónleikum kvöldsins í Hörpu. Herdís Mjöll var ein þeirra sem skoruðu hátt í nemendasamkeppni á liðnu hausti á vegum Listaháskólans og Sinfóníunnar sem þeir nemendur sem stunda hljóðfæra- eða söngnám á fyrsta háskólastigi mega taka þátt í. Hún segir keppnina vera stórt tækifæri. Aðrar sem komust áfram og verða sólóistar í kvöld eru þær Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir á selló, Auður Edda Erlendsdóttir á klarínett og Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran. Herdís Mjöll er yngst í hópnum. Hún er tvítug og er á síðustu önn tveggja ára diplómabrautar við Listaháskólann sem hún byrjaði á meðan hún var enn í MH en þaðan varð hún stúdent síðasta vor. Hvað tekur svo við? „Ég að reyna að komast inn í skóla erlendis, bæði í Chigaco og í Indiana í Bandaríkjunum og líka Helsinki í Finnlandi í Sibelius Akademíuna. Þar er ein íslensk vinkona mín og ég þekki líka fólk þar sem ég var með í hljómsveitinni Orkester Norden þegar ég var 16 ára. Þá mundi ég læra nýtt tungumál í leiðinni, það væri gaman.“ Enskan er Herdísi Mjöll ekki framandi, í fyrrasumar kveðst hún hafa verið í tvo mánuði í Bandaríkjunum við tónlistarnám. „Það er síðasta stóra verkefnið sem ég hef verið í erlendis,“ segir hún. Fimm ára kveðst Herdís Mjöll hafa byrjað að handfjatla fiðluna í Allegro Suzukiskólanum. „Þaðan lá leiðin í Tónlistarskólann í Reykjavík, helsti kennari minn þar var Guðný Guðmundsdóttir. Ég er enn að læra hjá henni og líka Sigrúnu Eðvaldsdóttur,“ lýsir hún. Kom aldrei tímabil sem hana langaði að hætta? „Jú, ég neita því ekki en ég er búin að verja svo miklum tíma í æfingar að það er ekki hægt.“ Rauða hárið hennar Herdísar Mjallar vekur athygli. Skyldi hún hafa tekið þátt í samkeppninni um rauðhærðasta Íslendinginn? (Hlæjandi) „Nei, ekki ennþá, ég hef yfirleitt verið í útlöndum þegar hún hefur verið haldin en mig langar að prófa það. Ég verð að bregða mér á Skagann á Írska daga einhvern tíma. Þessi hárlitur er í ættinni. Pabbi er með rautt skegg og mamma var rauðhærð þegar hún var lítil.“ En tónlistin, er hún í ættinni? „Foreldrar mínir eru ekki í tónlist en hún Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleikari og kennari minn, er ömmusystir mín.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. janúar 2017
Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira