Allir bílar Bentley verða Plug-In-Hybrid Finnur Thorlacius skrifar 17. janúar 2017 11:30 Bentley Continental GT. wikipedia Forstjóri lúxusbílaframleiðandans Bentley, Wolfgang Duerheimer, greindi frá áformum fyrirtækisins að bjóða brátt allar sínar bílgerðir með rafmótorum auk bensínvéla, þ.e. sem Plug-In-Hybrid bíla. Þetta sagði hann á Automotive News World Congress í Detroit í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Fyrstur bíla Bentley til að fá rafmótora verður Bentayga jeppinn nýi sem fást mun þannig strax á næsta ári. Wolfgang Duerheimer segir að Plug-In-Hybrid tæknin sé afar hentug lausn fyrir bíla framtíðarinnar og hefur þá kosti að bjóða akstur eingöngu á rafmagni í borgum og notkun brunavélar fyrir akstur á lengri leiðum. Það sé heppilegt í ljósi þess að í mörgum af borgum Evrópu og víðar verði mengandi akstur bíla bannaður eftir nokkur ár, en svo muni ekki verða í dreifðari byggðum og þar sé bensínvélin enn heppileg vegna langdrægni. Þetta eigi ekki síst við í Bandaríkjunum þar sem vegalengdir milli staða séu langar. Næsti bíll á eftir Bentayga verður svo Bentley Continental GT sem fá mun V6 vél auk rafmótora. Með þeim drifbúnaði verður bíllinn ámóta öflugur og með núverandi V8 vél. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent
Forstjóri lúxusbílaframleiðandans Bentley, Wolfgang Duerheimer, greindi frá áformum fyrirtækisins að bjóða brátt allar sínar bílgerðir með rafmótorum auk bensínvéla, þ.e. sem Plug-In-Hybrid bíla. Þetta sagði hann á Automotive News World Congress í Detroit í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Fyrstur bíla Bentley til að fá rafmótora verður Bentayga jeppinn nýi sem fást mun þannig strax á næsta ári. Wolfgang Duerheimer segir að Plug-In-Hybrid tæknin sé afar hentug lausn fyrir bíla framtíðarinnar og hefur þá kosti að bjóða akstur eingöngu á rafmagni í borgum og notkun brunavélar fyrir akstur á lengri leiðum. Það sé heppilegt í ljósi þess að í mörgum af borgum Evrópu og víðar verði mengandi akstur bíla bannaður eftir nokkur ár, en svo muni ekki verða í dreifðari byggðum og þar sé bensínvélin enn heppileg vegna langdrægni. Þetta eigi ekki síst við í Bandaríkjunum þar sem vegalengdir milli staða séu langar. Næsti bíll á eftir Bentayga verður svo Bentley Continental GT sem fá mun V6 vél auk rafmótora. Með þeim drifbúnaði verður bíllinn ámóta öflugur og með núverandi V8 vél.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent