Grindvíkingar fengu ekki góða áramótagjöf frá kananum sínum | „Vonandi blessun í dulargervi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2017 15:20 Ashley Grimes. Vísir/Anton Kvennaliði Grindavíkur gekk ekki vel í fyrri hluta Domino´s deildarinnar og ekki fór jólafríið heldur vel með liðið. Liðið mætir til leiks bæði án bandarísks leikmanns og aðalþjálfara í fyrsta leik á nýju ári. Grindvíkingar segja frá því á fésbókarsíðu sinni að hin bandaríska Ashley Grimes hafi tilkynnt þeim þann 28. desember að hún myndi ekki snúa til baka eftir jólafrí. „Auðvitað hefði verið best að fá að vita af þessari ákvörðun Ashley um leið og hún hélt heim í jólafrí en við teljum allar líkur á að hún hafi þá þegar verið búin að taka ákvörðunina. Betra er samt seint en aldrei,“ segir í fréttinni. Ashley Grimes var með 23,9 stig, 10,9 fráköst og 3,9 stoðsendingar að meðaltali í þrettán leikjum sínum fyrir jól. Hún hækkaði framlag sitt í hverjum mánuði en í desember var hún með 25,7 stig, 11,3 frákös og 4,0 stoðsendingar að meðaltali. „Ashley skilaði ágætis tölum en miðað við hæfileikana sem í henni búa er deginum ljósara að hún „feel-aði“ sig ekki vel á Íslandi því hún sýndi bara brotabrot og gaf lítið af sér. Þess vegna mun þetta vonandi reynast blessun í dulargervi en allar klær eru úti til að finna nýjan Kana og koma honum á skerið sem fyrst,“ segir ennfremur í fréttinni. Bjarni Magnússon tók við liðinu af Birni Steinari Brynjólfssyni á miðju tímabili en hann getur ekki verið á hliðarlínunni í fyrsta leiknum á nýju ári sem er á móti Stjörnunni á laugardaginn kemur. „Kvennaliðið lenti í meiri hrakningum í jólafríinu því Bjarni Magnússon þjálfari, veikist nokkuð illa stuttu fyrir jól og þurfti að dvelja á sjúkrahúsi nokkra daga en er kominn heim og er á góðum batavegi. Ekki er um alvarleg veikindi að ræða en hann þarf einhverja daga til að jafna sig og mun gamla kempan Ellert Sig Magnússon taka við keflinu á meðan og stýrir liðinu í fyrsta leik eftir jólafrí á laugardag en þá mætum við Stjörnunni á heimavelli,“ segir í fréttinni. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Kvennaliði Grindavíkur gekk ekki vel í fyrri hluta Domino´s deildarinnar og ekki fór jólafríið heldur vel með liðið. Liðið mætir til leiks bæði án bandarísks leikmanns og aðalþjálfara í fyrsta leik á nýju ári. Grindvíkingar segja frá því á fésbókarsíðu sinni að hin bandaríska Ashley Grimes hafi tilkynnt þeim þann 28. desember að hún myndi ekki snúa til baka eftir jólafrí. „Auðvitað hefði verið best að fá að vita af þessari ákvörðun Ashley um leið og hún hélt heim í jólafrí en við teljum allar líkur á að hún hafi þá þegar verið búin að taka ákvörðunina. Betra er samt seint en aldrei,“ segir í fréttinni. Ashley Grimes var með 23,9 stig, 10,9 fráköst og 3,9 stoðsendingar að meðaltali í þrettán leikjum sínum fyrir jól. Hún hækkaði framlag sitt í hverjum mánuði en í desember var hún með 25,7 stig, 11,3 frákös og 4,0 stoðsendingar að meðaltali. „Ashley skilaði ágætis tölum en miðað við hæfileikana sem í henni búa er deginum ljósara að hún „feel-aði“ sig ekki vel á Íslandi því hún sýndi bara brotabrot og gaf lítið af sér. Þess vegna mun þetta vonandi reynast blessun í dulargervi en allar klær eru úti til að finna nýjan Kana og koma honum á skerið sem fyrst,“ segir ennfremur í fréttinni. Bjarni Magnússon tók við liðinu af Birni Steinari Brynjólfssyni á miðju tímabili en hann getur ekki verið á hliðarlínunni í fyrsta leiknum á nýju ári sem er á móti Stjörnunni á laugardaginn kemur. „Kvennaliðið lenti í meiri hrakningum í jólafríinu því Bjarni Magnússon þjálfari, veikist nokkuð illa stuttu fyrir jól og þurfti að dvelja á sjúkrahúsi nokkra daga en er kominn heim og er á góðum batavegi. Ekki er um alvarleg veikindi að ræða en hann þarf einhverja daga til að jafna sig og mun gamla kempan Ellert Sig Magnússon taka við keflinu á meðan og stýrir liðinu í fyrsta leik eftir jólafrí á laugardag en þá mætum við Stjörnunni á heimavelli,“ segir í fréttinni.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira