Knattspyrnusögur Þorvaldur Gylfason skrifar 11. janúar 2017 00:00 Knattspyrna, drottning allra íþrótta, er dauðans alvara. Þegar landslið Mið-Ameríkuríkjanna El Salvadors og Hondúrass mættust í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið í Mexíkó 1970 í höfuðborg Hondúrass, Tegucigalpa, sem var þá litlu stærri borg en Reykjavík er nú, þá umkringdu heimamenn hótelið þar sem landslið El Salvadors gisti, brutu rúður hótelsins með grjótkasti, þöndu bílflautur, börðu blikktunnur og sprengdu kínverja og þaðan af stærri bombur um nóttina til að halda vöku fyrir landsliði El Salvadors. Hugmyndin var að illa sofinn andstæðingur sé auðveld bráð. Þetta hreif. Heimamenn sigruðu El Salvador 1:0. Amelia Bolaños, 18 ára yngismær í El Salvador, tók úrslitin svo nærri sér að hún sótti skammbyssu föður síns í skrifborðsskúffu hans og skaut sig í hjartað. „Unga stúlkan gat ekki afborið að sjá land sitt auðmýkt“, sagði dagblaðið El Nacional. Útför hennar var sjónvarpað. Viku síðar fór næsta viðureign liðanna fram í El Salvador. Nú var komið að andvökunótt Hondúrassa því Salvadorar umkringdu hótel þeirra, brutu rúðurnar í öllum gluggum hótelsins og köstuðu fúleggjum, blautum bensíntuskum og dauðum rottum inn um gluggana. Aðrir stóðu hjá með stórar myndir af þjóðhetjunni Ameliu Bolaños. Áður en leikurinn hófst daginn eftir púuðu heimamenn á þjóðsöng Hondúrass og gestgjafarnir drógu ekki þjóðfána andstæðinganna að húni heldur gatslitna gólftusku, brennda og skítuga. Þetta hreif. Salvadorar sigruðu nú Hondúrassa 3:0. Eftir leikinn var liði Hondúrass ekið í brynvörðum vögnum beint út á flugvöll. Áhorfendur frá Hondúras sluppu ekki eins vel því þeir voru barðir sundur og saman og tveir voru drepnir. Morguninn eftir féll fyrsta sprengjan á Tegucigalpa. Þannig hófst fótboltastríðið sem heimamenn kalla La guerra del fútbol og pólski útvarpsfréttaritarinn og rithöfundurinn Ryszard Kapuscinski hefur lýst öðrum betur. Stríðið stóð í fjóra sólarhringa og er því stundum einnig kallað 100 stunda stríðið. Því lauk með þrátefli. Stríðið kostaði 6.000 mannslíf og meira en 12.000 særðra og 50.000 manns misstu heimili sín og akra. Mörg þorp voru jöfnuð við jörðu.Fjórtán fjölskyldur Knattspyrnuleikirnir tveir voru þó ekki eina ástæða þess að stríð brauzt út heldur voru þeir trúlega bara neistinn sem kveikti bálið. El Salvador er minnsta og þéttbýlasta ríkið á Mið-Ameríkuskaga. Fáeinir landeigendur höfðu alla þræði í hendi sér; sagt var að fjórtán fjölskyldur ættu land og þjóð með húð og hári. Kannast nokkur við það? Mestur hluti landsmanna var bláfátækur og landlaus. Af því leiddi m.a. að 300.000 Salvadorar höfðu flutzt til Hondúrass í leit að betra lífi og landi til að yrkja. Árekstrum við heimamenn lyktaði með því að Salvadorum í Hondúras var gert að skila landinu sem þeir höfðu ræktað þar og snúa aftur til síns heima þar sem ekkert beið þeirra nema eymd og volæði. Blöðin jusu svívirðingum yfir landamærin á báða bóga og kölluðu menn nasista, drykkjurúta, dverga, sadista, kóngulær og þjófa; þetta voru forustugreinar blaðanna. Því fór sem fór. Úrslitaleikur landanna í undankeppninni fór fram í Mexíkó. Hondúrössum var komið fyrir öðrum megin vallarins og Salvadorum hinum megin. Á milli þeirra stóðu 5.000 mexíkóskar löggur vopnaðar kylfum. El Salvador sigraði 3:2.Tíu vindstig Suður-amerískur fótbolti er þeirrar náttúru að stundum ganga sendingar lengi milli samherja eins og leikmennirnir séu að bjóða áhorfendum upp á listsýningu. Þetta var öðruvísi á Melavellinum í mínu ungdæmi. Þá römbuðu sendingar iðulega beint til mótherja á víxl eins og ekkert væri sjálfsagðara og sjálfsmörk voru algeng, nema boltinn fyki í mark. Tíu vindstig voru ekkert tiltökumál. Sérstaklega er mér minnisstæður einn leikur Víkings við gullaldarlið KR, þetta var 4. maí 1961: Heimir í markinu, Hreiðar og Bjarni Fel. í vörn, Garðar, Hörður Fel. og Sveinn á miðjunni og Örn, Gunnar Fel., Þórólfur, Ellert og Gunnar Guðmannsson í framlínunni. Allir voru þeir í landsliðinu, samt ekki alveg allir í einu ef ég man rétt. Leikurinn fór nær allur fram innan markteigs hjá Víkingi, en honum lauk samt með 1:0 sigri Víkinga. Svo óvænt var auðmýkingin að KR-ingarnir grétu sumir hávaðagráti í sturtunni: þetta var vitað því áhorfendur gengu inn og út úr sturtuklefanum eftir leikina og tóku vel eftir öllu. Þegar ég sagði KR-ingunum sonarsonum mínum þessa sögu spurðu þeir: Man Ellert þetta svona? Ég sagði: Hann vill örugglega helzt gleyma þessu ef hann er ekki búinn að því.Krasspútín Ég átti mér hetjur í boltanum þegar ég var strákur. Beztur þótti mér Ellert B. Schram, enn betri en Þórólfur Beck. Pelé var líka góður, svo góður að þegar þrjú ítölsk félög buðust til að slá saman og kaupa hann fyrir tvær milljónir dala, jafnvirði tíu milljóna punda í dag, þá var sett lögbann á kaupin í brasilíska þinginu með þeim rökum að þvílíka þjóðargersemi mætti ekki selja úr landi. Þetta er einnig hugsunin á bak við ákvæðið um menningarverðmæti í nýju stjórnarskránni, ákvæði sem er m.a. ætlað að halda Valþjófsstaðahurðinni heima og handritunum. Rússneski landsliðsmarkvörðurinn Jasín var einnig dáður, að ekki sé minnzt á miðframvörðinn Krasspútín, fyrirliða Dynamo Kiev, ef ég man rétt. Það var í úrslitaleik við Dynamo Moskva að mjög hallaði á Krasspútín og menn hans líkt og Víking á Melavellinum forðum, en Krasspútín tókst þó einu sinni að ryðjast fram völlinn einn síns liðs og skora glæsilegt mark og stóðu leikar þá 1:0 fyrir Kiev. Dynamo Moskva gerði áfram harða hríð að marki Krasspútíns og félaga og mátti engu muna að þeir skoruðu heila markarunu en allt kom fyrir ekki. Þrem mínútum fyrir leikslok kom þrumuskot að marki Dynamo Kiev og voru nú góð ráð dýr. Greip Krasspútín þá til ráðs sem ekki hafði áður sézt á knattspyrnuvelli eða annars staðar né heldur síðan: hann stökk hæð sína í loft upp, sneri sér við og greip knöttinn með afturendanum – og hefur trúlega sprengt og gleypt tuðruna með tiltækinu því hún hvarf eins og dögg fyrir sólu. Krasspútín vissi sem var að þarna á vellinum í Kiev var enginn varaknöttur til staðar hvað þá heldur kvikmyndavélar, þetta voru þau ár, klukkan tifaði og dómarinn frá Vladivostok sá að endingu þann kost vænstan að blása leikinn af. Sigur Krasspútíns var í höfn. Man Ellert eftir þessu? spurðu KR-ingarnir þegar ég sagði þeim söguna. Ellert getur ekki munað allt, sagði ég. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Knattspyrna, drottning allra íþrótta, er dauðans alvara. Þegar landslið Mið-Ameríkuríkjanna El Salvadors og Hondúrass mættust í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið í Mexíkó 1970 í höfuðborg Hondúrass, Tegucigalpa, sem var þá litlu stærri borg en Reykjavík er nú, þá umkringdu heimamenn hótelið þar sem landslið El Salvadors gisti, brutu rúður hótelsins með grjótkasti, þöndu bílflautur, börðu blikktunnur og sprengdu kínverja og þaðan af stærri bombur um nóttina til að halda vöku fyrir landsliði El Salvadors. Hugmyndin var að illa sofinn andstæðingur sé auðveld bráð. Þetta hreif. Heimamenn sigruðu El Salvador 1:0. Amelia Bolaños, 18 ára yngismær í El Salvador, tók úrslitin svo nærri sér að hún sótti skammbyssu föður síns í skrifborðsskúffu hans og skaut sig í hjartað. „Unga stúlkan gat ekki afborið að sjá land sitt auðmýkt“, sagði dagblaðið El Nacional. Útför hennar var sjónvarpað. Viku síðar fór næsta viðureign liðanna fram í El Salvador. Nú var komið að andvökunótt Hondúrassa því Salvadorar umkringdu hótel þeirra, brutu rúðurnar í öllum gluggum hótelsins og köstuðu fúleggjum, blautum bensíntuskum og dauðum rottum inn um gluggana. Aðrir stóðu hjá með stórar myndir af þjóðhetjunni Ameliu Bolaños. Áður en leikurinn hófst daginn eftir púuðu heimamenn á þjóðsöng Hondúrass og gestgjafarnir drógu ekki þjóðfána andstæðinganna að húni heldur gatslitna gólftusku, brennda og skítuga. Þetta hreif. Salvadorar sigruðu nú Hondúrassa 3:0. Eftir leikinn var liði Hondúrass ekið í brynvörðum vögnum beint út á flugvöll. Áhorfendur frá Hondúras sluppu ekki eins vel því þeir voru barðir sundur og saman og tveir voru drepnir. Morguninn eftir féll fyrsta sprengjan á Tegucigalpa. Þannig hófst fótboltastríðið sem heimamenn kalla La guerra del fútbol og pólski útvarpsfréttaritarinn og rithöfundurinn Ryszard Kapuscinski hefur lýst öðrum betur. Stríðið stóð í fjóra sólarhringa og er því stundum einnig kallað 100 stunda stríðið. Því lauk með þrátefli. Stríðið kostaði 6.000 mannslíf og meira en 12.000 særðra og 50.000 manns misstu heimili sín og akra. Mörg þorp voru jöfnuð við jörðu.Fjórtán fjölskyldur Knattspyrnuleikirnir tveir voru þó ekki eina ástæða þess að stríð brauzt út heldur voru þeir trúlega bara neistinn sem kveikti bálið. El Salvador er minnsta og þéttbýlasta ríkið á Mið-Ameríkuskaga. Fáeinir landeigendur höfðu alla þræði í hendi sér; sagt var að fjórtán fjölskyldur ættu land og þjóð með húð og hári. Kannast nokkur við það? Mestur hluti landsmanna var bláfátækur og landlaus. Af því leiddi m.a. að 300.000 Salvadorar höfðu flutzt til Hondúrass í leit að betra lífi og landi til að yrkja. Árekstrum við heimamenn lyktaði með því að Salvadorum í Hondúras var gert að skila landinu sem þeir höfðu ræktað þar og snúa aftur til síns heima þar sem ekkert beið þeirra nema eymd og volæði. Blöðin jusu svívirðingum yfir landamærin á báða bóga og kölluðu menn nasista, drykkjurúta, dverga, sadista, kóngulær og þjófa; þetta voru forustugreinar blaðanna. Því fór sem fór. Úrslitaleikur landanna í undankeppninni fór fram í Mexíkó. Hondúrössum var komið fyrir öðrum megin vallarins og Salvadorum hinum megin. Á milli þeirra stóðu 5.000 mexíkóskar löggur vopnaðar kylfum. El Salvador sigraði 3:2.Tíu vindstig Suður-amerískur fótbolti er þeirrar náttúru að stundum ganga sendingar lengi milli samherja eins og leikmennirnir séu að bjóða áhorfendum upp á listsýningu. Þetta var öðruvísi á Melavellinum í mínu ungdæmi. Þá römbuðu sendingar iðulega beint til mótherja á víxl eins og ekkert væri sjálfsagðara og sjálfsmörk voru algeng, nema boltinn fyki í mark. Tíu vindstig voru ekkert tiltökumál. Sérstaklega er mér minnisstæður einn leikur Víkings við gullaldarlið KR, þetta var 4. maí 1961: Heimir í markinu, Hreiðar og Bjarni Fel. í vörn, Garðar, Hörður Fel. og Sveinn á miðjunni og Örn, Gunnar Fel., Þórólfur, Ellert og Gunnar Guðmannsson í framlínunni. Allir voru þeir í landsliðinu, samt ekki alveg allir í einu ef ég man rétt. Leikurinn fór nær allur fram innan markteigs hjá Víkingi, en honum lauk samt með 1:0 sigri Víkinga. Svo óvænt var auðmýkingin að KR-ingarnir grétu sumir hávaðagráti í sturtunni: þetta var vitað því áhorfendur gengu inn og út úr sturtuklefanum eftir leikina og tóku vel eftir öllu. Þegar ég sagði KR-ingunum sonarsonum mínum þessa sögu spurðu þeir: Man Ellert þetta svona? Ég sagði: Hann vill örugglega helzt gleyma þessu ef hann er ekki búinn að því.Krasspútín Ég átti mér hetjur í boltanum þegar ég var strákur. Beztur þótti mér Ellert B. Schram, enn betri en Þórólfur Beck. Pelé var líka góður, svo góður að þegar þrjú ítölsk félög buðust til að slá saman og kaupa hann fyrir tvær milljónir dala, jafnvirði tíu milljóna punda í dag, þá var sett lögbann á kaupin í brasilíska þinginu með þeim rökum að þvílíka þjóðargersemi mætti ekki selja úr landi. Þetta er einnig hugsunin á bak við ákvæðið um menningarverðmæti í nýju stjórnarskránni, ákvæði sem er m.a. ætlað að halda Valþjófsstaðahurðinni heima og handritunum. Rússneski landsliðsmarkvörðurinn Jasín var einnig dáður, að ekki sé minnzt á miðframvörðinn Krasspútín, fyrirliða Dynamo Kiev, ef ég man rétt. Það var í úrslitaleik við Dynamo Moskva að mjög hallaði á Krasspútín og menn hans líkt og Víking á Melavellinum forðum, en Krasspútín tókst þó einu sinni að ryðjast fram völlinn einn síns liðs og skora glæsilegt mark og stóðu leikar þá 1:0 fyrir Kiev. Dynamo Moskva gerði áfram harða hríð að marki Krasspútíns og félaga og mátti engu muna að þeir skoruðu heila markarunu en allt kom fyrir ekki. Þrem mínútum fyrir leikslok kom þrumuskot að marki Dynamo Kiev og voru nú góð ráð dýr. Greip Krasspútín þá til ráðs sem ekki hafði áður sézt á knattspyrnuvelli eða annars staðar né heldur síðan: hann stökk hæð sína í loft upp, sneri sér við og greip knöttinn með afturendanum – og hefur trúlega sprengt og gleypt tuðruna með tiltækinu því hún hvarf eins og dögg fyrir sólu. Krasspútín vissi sem var að þarna á vellinum í Kiev var enginn varaknöttur til staðar hvað þá heldur kvikmyndavélar, þetta voru þau ár, klukkan tifaði og dómarinn frá Vladivostok sá að endingu þann kost vænstan að blása leikinn af. Sigur Krasspútíns var í höfn. Man Ellert eftir þessu? spurðu KR-ingarnir þegar ég sagði þeim söguna. Ellert getur ekki munað allt, sagði ég. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun