Umfjöllun og myndir: Keflavík - Snæfell 66-73 | Snæfell vann toppslaginn Guðmundur Steinarsson í Keflavík skrifar 7. janúar 2017 19:15 Það var hart barist á Sunnubrautinni í dag. Vísir/Daníel Þór Snæfell gerði góða ferð til Keflavíkur og vann sjö stiga sigur, 66-73, á heimakonum í uppgjöri toppliðanna í Domino's deild kvenna í dag. Það voru tvö efstu lið deildarinnar sem voru mætt til leiks í TM-höllina í dag. Keflavík á toppnum með 22 stig og Snæfell í 2. sæti með 18 stig, það mátti því búast við hörkuleik og það fengum við svo sannarlega í dag. Snæfell byrjaði leikinn betur, voru miklu grimmari en heimastúlkur. Gestirnir úr Hólminum sóttu ákveðið að körfunni og skrefi framar en Keflavík að hirða fráköst. Keflavíkurstúlkur vöknuðu af værum blundi í 2. leikhluta, skelltu þá í lás í vörninni og sóknarleikur liðsins varð betri. Fór því svo að þær unnu 2. leikhluta 22-9 og voru 6 stigum yfir í hálfleik. Seinni hálfleikur var á svipuðum nótum, Snæfell var betri aðilinn í 3. leikhluta og náði að saxa á forskot Keflvíkinga niður í 3 stig fyrir loka fjórðunginn. Fjórði leikhluti var æsispennandi, liðin skiptust á að hafa forystu og hleyptu hvort öðru aldrei langt undan. Þegar rúm sekúnda var eftir af leiknum var Snæfell 1 stigi yfir 62-63. Þá braut Andrea Björt Ólafsdóttir á Ariönu Moorer í 3ja stiga skoti. Moorer fór á vítalínuna og hafði 3 tilraunir til þess að jafna og koma sínu liði yfir. Hún brenndi af fyrsta skotinu, setti það næsta niður og brenndi af því þriðja. Leikurinn því jafn 63-63 þegar leiktíminn rann út og því framlengt. Snæfell eða réttara sagt Aaryn Wiley rúllaði framlengingunni upp, hún skoraði 8 af 10 stigum Snæfellinga á meðan Keflavík skoraði bara 3 stig. Það fór því svo að Snæfell vann í geggjuðum leik milli tveggja efstu liðanna í deildinni.Af hverju vann Snæfell ? Snæfell getur þakkað Wiley sigur að miklu leiti. Hún skoraði 8 af 10 stigum liðsins í framlengingunni. Annars hefði þessi leikur getað endað hvernig sem er. Bæði lið spiluðu vel og áttu sínar rispur. Það er kannski hægt að skrifa þennan sigur á reynslu og seiglu. Því munurinn á liðunum var nánast engin.Bestu menn vallarins Wiley var allt í öllu hjá Snæfell hún skoraði 31 stig og var með 10 fráköst. Wiley stjórnaði leik Snæfellinga heilt yfir vel í dag. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði mikilvægar körfur í 4. leikhluta ásamt því að taka 9 fráköst. Ariana Moorer var yfirburðar hjá Keflvíkingum 26 stig, 17 fráköst og 9 stoðsendingar er gott dagsverk. Hún klikkaði reyndar á ögurstundu þegar hún fékk 3 vítaskot til þess að svo gott sem að klára leikinn en allt kom fyrir ekki.Tölfræði sem vakti athygli. 3ja stiga nýting Keflvíkinga var slök, 11% eða 3 af 28 skotum sem fóru ofan í og 2ja stiga nýtingin var 39%. Hjá Snæfell var þessi nýting 28 % í 3ja stiga móti 42%. Þar fyrir utan eru heimastelpur nánast yfir í tölfræðiþáttum leiksins sem skipta máli.Hvað gekk illa ? Liðunum gekk illa að halda forystu. Bæði lið náðu flottum áhlaupum og komust í þetta 5-7 forystu sem þau köstuðu svo frá sér. Var líkt að þeim liði hálfilla að vera yfir í leiknum. Það svo sem ekki yfir miklu að kvarta í leiknum. Leikurinn var frábær skemmtun og hafði upp á allt að bjóða.Keflavík-Snæfell 66-73 (12-19, 22-9, 16-19, 13-16, 3-10) Keflavík: Ariana Moorer 26/17 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Birna Valgerður Benónýsdóttir 13/10 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 12/7 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 6, Þóranna Kika Hodge-Carr 5/5 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 3/8 fráköst/3 varin skot, Erna Hákonardóttir 1. Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 31/10 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 11/9 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 9/6 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 9/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7/4 varin skot, María Björnsdóttir 4, Andrea Björt Ólafsdóttir 2/4 fráköst.vísir/daníel þórvísir/daníelvísir/daníel þór Dominos-deild kvenna Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
Snæfell gerði góða ferð til Keflavíkur og vann sjö stiga sigur, 66-73, á heimakonum í uppgjöri toppliðanna í Domino's deild kvenna í dag. Það voru tvö efstu lið deildarinnar sem voru mætt til leiks í TM-höllina í dag. Keflavík á toppnum með 22 stig og Snæfell í 2. sæti með 18 stig, það mátti því búast við hörkuleik og það fengum við svo sannarlega í dag. Snæfell byrjaði leikinn betur, voru miklu grimmari en heimastúlkur. Gestirnir úr Hólminum sóttu ákveðið að körfunni og skrefi framar en Keflavík að hirða fráköst. Keflavíkurstúlkur vöknuðu af værum blundi í 2. leikhluta, skelltu þá í lás í vörninni og sóknarleikur liðsins varð betri. Fór því svo að þær unnu 2. leikhluta 22-9 og voru 6 stigum yfir í hálfleik. Seinni hálfleikur var á svipuðum nótum, Snæfell var betri aðilinn í 3. leikhluta og náði að saxa á forskot Keflvíkinga niður í 3 stig fyrir loka fjórðunginn. Fjórði leikhluti var æsispennandi, liðin skiptust á að hafa forystu og hleyptu hvort öðru aldrei langt undan. Þegar rúm sekúnda var eftir af leiknum var Snæfell 1 stigi yfir 62-63. Þá braut Andrea Björt Ólafsdóttir á Ariönu Moorer í 3ja stiga skoti. Moorer fór á vítalínuna og hafði 3 tilraunir til þess að jafna og koma sínu liði yfir. Hún brenndi af fyrsta skotinu, setti það næsta niður og brenndi af því þriðja. Leikurinn því jafn 63-63 þegar leiktíminn rann út og því framlengt. Snæfell eða réttara sagt Aaryn Wiley rúllaði framlengingunni upp, hún skoraði 8 af 10 stigum Snæfellinga á meðan Keflavík skoraði bara 3 stig. Það fór því svo að Snæfell vann í geggjuðum leik milli tveggja efstu liðanna í deildinni.Af hverju vann Snæfell ? Snæfell getur þakkað Wiley sigur að miklu leiti. Hún skoraði 8 af 10 stigum liðsins í framlengingunni. Annars hefði þessi leikur getað endað hvernig sem er. Bæði lið spiluðu vel og áttu sínar rispur. Það er kannski hægt að skrifa þennan sigur á reynslu og seiglu. Því munurinn á liðunum var nánast engin.Bestu menn vallarins Wiley var allt í öllu hjá Snæfell hún skoraði 31 stig og var með 10 fráköst. Wiley stjórnaði leik Snæfellinga heilt yfir vel í dag. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði mikilvægar körfur í 4. leikhluta ásamt því að taka 9 fráköst. Ariana Moorer var yfirburðar hjá Keflvíkingum 26 stig, 17 fráköst og 9 stoðsendingar er gott dagsverk. Hún klikkaði reyndar á ögurstundu þegar hún fékk 3 vítaskot til þess að svo gott sem að klára leikinn en allt kom fyrir ekki.Tölfræði sem vakti athygli. 3ja stiga nýting Keflvíkinga var slök, 11% eða 3 af 28 skotum sem fóru ofan í og 2ja stiga nýtingin var 39%. Hjá Snæfell var þessi nýting 28 % í 3ja stiga móti 42%. Þar fyrir utan eru heimastelpur nánast yfir í tölfræðiþáttum leiksins sem skipta máli.Hvað gekk illa ? Liðunum gekk illa að halda forystu. Bæði lið náðu flottum áhlaupum og komust í þetta 5-7 forystu sem þau köstuðu svo frá sér. Var líkt að þeim liði hálfilla að vera yfir í leiknum. Það svo sem ekki yfir miklu að kvarta í leiknum. Leikurinn var frábær skemmtun og hafði upp á allt að bjóða.Keflavík-Snæfell 66-73 (12-19, 22-9, 16-19, 13-16, 3-10) Keflavík: Ariana Moorer 26/17 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Birna Valgerður Benónýsdóttir 13/10 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 12/7 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 6, Þóranna Kika Hodge-Carr 5/5 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 3/8 fráköst/3 varin skot, Erna Hákonardóttir 1. Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 31/10 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 11/9 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 9/6 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 9/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7/4 varin skot, María Björnsdóttir 4, Andrea Björt Ólafsdóttir 2/4 fráköst.vísir/daníel þórvísir/daníelvísir/daníel þór
Dominos-deild kvenna Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira