Reykjavík um áramótin: Uppsprengd verð á AirBnb og varla laust hótelherbergi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. desember 2016 14:00 Afar vinsælt er að eyða áramótunum hér á landi. vísir/vilhelm Lítið framboð er á gistingu í Reykjavík um áramótin ef marka má vefsíðu AirBnb og nokkrar stikkprufur á vefsíðum hótela og gistiheimila sem blaðamaður gerði. Minna er uppbókað um jólin en Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela, segir að jólin séu eftirsóknarverðari nú en áður. „Áramótin eru alltaf vinsæl og það voru öll hótel hjá okkur uppbókuð þá fyrir frekar löngu síðan. Það jákvæða við þetta er að það er mjög nálægt því að vera uppbókað hjá okkur líka um jólin og það er nýtt þar sem við erum nú í fyrsta skipti með öll hótelin okkar opin yfir jólahátíðina. Við höfum undanfarin ár lokað þessum minni hótelum en eftirspurnin núna er þannig að við getum haft þau öll opin. Þá erum við líka með þrjá veitingastaði á þremur hótelanna sem verða opnir alla daga bæði um jól og áramót,“ segir Eva í samtali við Vísi. Alls eru 478 herbergi á sex hótelum Center hótela í Reykjavík. Eva segir að algengara sé að fólk komi hingað í frí annað hvort um jólin eða áramót þó alltaf séu einhverjir sem eru yfir allar hátíðarnar. Ekkert lát virðist því vera á vinsældum Íslands sem áfangastaðar og segir Eva að áramótin 2017/2018 séu strax orðin þéttbókuð hjá Center hótelum.Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela.Meðalverðið á AirBnb um áramót næstum 50 þúsund kall Yfir 3000 eignir eru skráðar til útleigu í Reykjavík á vefnum AirBnb. Ef slegnar eru inn dagsetningarnar 23. desember til 26. desember á vefinn kemur upp tilkynning um að lausar eignir (valið var „Allt heimilið“) í Reykjavík á þessum dagsetningum séu að fyllast hratt og að einungis 10 prósent eigna séu lausar yfir jólin. Verðið að meðaltali fyrir nóttina er 256 dollarar eða um 29 þúsund krónur. Miklu minna framboð er á eignum (valið var „Allt heimilið“) um áramót. Ef valdar eru dagsetningarnar 30. desember til 2. janúar kemur upp tilkynning um að aðeins tvö prósent heimila séu laus, eða 25 eignir. Meðalverðið fyrir nóttina er helmingi hærra en um jólin, eða 412 dollarar nóttin, sem gera um 48 þúsund krónur. Til samanburðar er meðalverðið fyrir nóttina eina helgi í Reykjavík í janúar ef leigt er í gegnum AirBnb 162 dollarar eða um 18 þúsund krónur. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldi Airbnb íbúða í Reykjavík tæplega tvöfaldast milli ára Um 3.050 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. 17. október 2016 14:15 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Lítið framboð er á gistingu í Reykjavík um áramótin ef marka má vefsíðu AirBnb og nokkrar stikkprufur á vefsíðum hótela og gistiheimila sem blaðamaður gerði. Minna er uppbókað um jólin en Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela, segir að jólin séu eftirsóknarverðari nú en áður. „Áramótin eru alltaf vinsæl og það voru öll hótel hjá okkur uppbókuð þá fyrir frekar löngu síðan. Það jákvæða við þetta er að það er mjög nálægt því að vera uppbókað hjá okkur líka um jólin og það er nýtt þar sem við erum nú í fyrsta skipti með öll hótelin okkar opin yfir jólahátíðina. Við höfum undanfarin ár lokað þessum minni hótelum en eftirspurnin núna er þannig að við getum haft þau öll opin. Þá erum við líka með þrjá veitingastaði á þremur hótelanna sem verða opnir alla daga bæði um jól og áramót,“ segir Eva í samtali við Vísi. Alls eru 478 herbergi á sex hótelum Center hótela í Reykjavík. Eva segir að algengara sé að fólk komi hingað í frí annað hvort um jólin eða áramót þó alltaf séu einhverjir sem eru yfir allar hátíðarnar. Ekkert lát virðist því vera á vinsældum Íslands sem áfangastaðar og segir Eva að áramótin 2017/2018 séu strax orðin þéttbókuð hjá Center hótelum.Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela.Meðalverðið á AirBnb um áramót næstum 50 þúsund kall Yfir 3000 eignir eru skráðar til útleigu í Reykjavík á vefnum AirBnb. Ef slegnar eru inn dagsetningarnar 23. desember til 26. desember á vefinn kemur upp tilkynning um að lausar eignir (valið var „Allt heimilið“) í Reykjavík á þessum dagsetningum séu að fyllast hratt og að einungis 10 prósent eigna séu lausar yfir jólin. Verðið að meðaltali fyrir nóttina er 256 dollarar eða um 29 þúsund krónur. Miklu minna framboð er á eignum (valið var „Allt heimilið“) um áramót. Ef valdar eru dagsetningarnar 30. desember til 2. janúar kemur upp tilkynning um að aðeins tvö prósent heimila séu laus, eða 25 eignir. Meðalverðið fyrir nóttina er helmingi hærra en um jólin, eða 412 dollarar nóttin, sem gera um 48 þúsund krónur. Til samanburðar er meðalverðið fyrir nóttina eina helgi í Reykjavík í janúar ef leigt er í gegnum AirBnb 162 dollarar eða um 18 þúsund krónur.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldi Airbnb íbúða í Reykjavík tæplega tvöfaldast milli ára Um 3.050 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. 17. október 2016 14:15 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Fjöldi Airbnb íbúða í Reykjavík tæplega tvöfaldast milli ára Um 3.050 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. 17. október 2016 14:15